Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2005, Síða 30

Læknablaðið - 15.11.2005, Síða 30
FRÆÐIGREINAR / SPENNUVISNUN Á ÍSLANDI Tafla 1. Klínísk einkenni DMl (1). Líffærakerfi/líffæri meö einkenni Einkenni Augu • Skýmyndun á augasteini (cataract) • Breytingar á lit sjónhimnu Innkirtlar • Rýrnun á eistum • Insúlínviðnám • Vanstarfsemi heiladinguls • Ofstarfsemi kalkkirtla Húð • Ennisskalli • Pilomatricoma/kölkuð útþekjuæxli Hjarta og asðakerfi • Hjartaleiðnigallar • Míturlokuframfall • Lágþrýstingur Öndunarfæri • Öndunarerfiöleikar vegna rýrnunar á öndunarvöövum Meltingarvegur • Kyngingarvandamál • Meltingarvandamál • Lélegar þarmahreyfingar Taugakerfi • Skerðing á vitsmunum • Vöðvaherpingur, máttleysi, rýrnanir • Heyrnarleysi Ónæmiskerfi • Minnkað magn mótefna og ýmissa „complement þátta’’ í sermi sú sjúkdómsgerð DM2 eða PROMM (proxymal myotonic myopathy). í DM2 verður samsvarandi fjölgun á endurleknum CCTG fjórnúkleotíðum (5). I báðum tilvikum leiðir erfðagallinn til fram- leiðslu á gölluðu RNA sem myndar klumpa inni í frumukjörnum. Rannsóknir benda meðal ann- ars til þess að hið gallaða RNA hafi eiturverkun á vöðvafrumur með því að trufla kjarnastarfsemi þeirra (6). Er spennuvisnun fyrsti sjúkdómurinn sem vitað er að komi fram vegna myndunar á óeðlilegu RNA. Lýst hefur verið spennuvisnunar- einkennum hjá örfáum einstaklingum sem hvorki hafa DMl eða DM2 stökkbreytingarnar sem bendir til þess að fleiri stökkbreytingar geti valdið einkennum spennuvisnunar (7). DMl hefur löngum verið skipt í þrjár gerðir eftir alvarleika sjúkdómseinkenna, það er í væga, klassíska og meðfædda gerð (1). í vægu gerðinni eru sjúklingarnir með lítil einkenni sem koma seint á ævinni. Peir geta haft eingöngu skýmynd- un á augasteini, sykursýki eða væg einkenni um vöðvaherping. Hjá þessum einstaklingum greinist sjúkdómurinn oft í kjölfar greiningar á ættingja með alvarlegri sjúkdómseinkenni. Sjúklingar með klassíska spennuvisnun hafa oft áberandi ein- kenni frá þverrákóttum vöðvum, vöðvarýrnanir og kraftleysi sem aðallega er er að finna í fjarlægum útlimavöðvum eða í háls-, andlits- og tyggingar- vöðvum. í töflu I er að finna yfirlit helstu einkenna sem fram geta komið hjá sjúklingum með klassísku gerðina. í meðfæddri spennuvisnun fæðast börnin með einkenni sjúkdómsins, gjarnan kraftlítil og með slappa vöðvaspennu. Öndunarbilun dregur hluta þeirra til dauða, en þau börn sem lifa fá smám saman aukna hreyfigetu þrátt fyrir fram- sækin vöðvaeinkenni líkt og í klassísku gerðinni. Ríflega helmingur þessara barna býr við vitsmuna- skerðingu (1). Þessi viðtekna gamla flokkun eftir klínískum einkennum á sér samsvörun í sameindaerfðafræði því alvarleiki sjúkdómsmyndarinnar byggir að nokkru leyti á fjölda endurtekinna CTG þrínúkleó- tíða í erfðaefninu (8). I heilbrigðum einstaklingum er eðlilegt að hafa 5-37 þrístæður á litningi 19. Séu þrínúkleotíðaraðirnar fleiri en 37 en færri en 50 eru viðkomandi einkennalausir, en eiga á hættu að eignast börn með lengri þrínúkleotíðaraðir vegna óstöðugleika þeirra. Séu þrínúkleotíðaraðirnar 50 eða fleiri koma sjúkdómseinkenni fram og fer það að hluta eftir lengd þeirra á hvaða aldri og í hve ríkum mæli það gerist. Fjöldi endurtekinna þrí- núkleótíðaraða hefur tilhneigingu til að aukast á milli kynslóða (2) svo að alvarleiki einkenna eykst með hverri kynslóð (4, 9, 10). Slíkur erfðamáti er kallaður væntingarerfðir (anticipation) og sést í þeim tilvikum þar sem stökkbreyting stafar af aukn- ingu á endurteknum þrínúkleótíðum. Ævilíkur sjúklinga eru háðar aldri við byrjun einkenna og eru talsvert skertar hjá þeim sem hafa meðfætl þrínúkleótíð en eðlilegar hjá þeim sem hafa lítil einkenni (11). í DM2 er klínísk sjúkdómsmynd örlítið frábrugðin þeirri, sem fram kemur í DMl með vægari einkennum. Vöðvaherpingur er lítill eða jafnvel enginn og vöðvavisnunin sjálf í nærlæg- um (proximal) fremur en fjarlægum vöðvum (12). Fjórnúkleótíðafjölgunin á litningi 3 er oft mun meiri en þrínúkleotíðafjölgunin í DMl, þrátt fyrir vægari sjúkdómseinkenni (5). Vitsmunaskerðing fylgir ekki þessum sjúkdómi og ekki er til meðfætt form af honum en sjúkdómseinkenni beggja gerða eru nægjanlega lík til þess að erfitt getur verið að greina á milli þeirra án DNA rannsóknar (13-16). Algengi DM á Islandi var rannsakað á árinu 2004 og var verkefnið að hluta þriðja árs lækna- nemaverkefni við Háskóla Islands en heildar- markmið rannsóknarinnar var að skoða faralds- og erfðafræði DM. Fyrstu niðurstöðum þeirrar rann- sóknar er lýst í þessari grein. Aðferðir Rannsóknin byggir að hluta á eldri upplýsingum sem tveir rannsakenda (JEGB, GJ) söfnuðu um DM-fjölskyldur á íslandi fyrir 1990. Ferðaðist annar þeirra meðal annars um landið allt til þess að skoða sjúklinga sem búsettir voru utan Reykjavíkur. Klínískar upplýsingar og ættar- tré sem rakin höfðu verið í fyrri rannsókn voru nýtt. Að fengnum leyfum frá Vísindasiðanefnd HTR og Persónuvernd var gerð leit í tölvukerf- j 830 Læknablaðið 2005/91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.