Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2005, Page 33

Læknablaðið - 15.11.2005, Page 33
FRÆÐIGREINAR / SPENNUVISNUN Á ÍSLANDI greina allar fjölskyldurnar og klínísk aðgreining getur verið strembin. Alls hafa 28 einstaklingar úr íslenskum fjölskyldum verið prófaðir fyrir DMl. Af þeim höfðu tveir fyrirboðastökkbreytingu en 10 lengri keðjumyndun í erfðaefninu, allt frá 141- 1508. Fjórir sjúklingar hafa verið prófaðir fyrir DM2 en enginn hefur greinst með þá stökkbreyt- ingu. Skoðun taugalækna eða barnalækna lá fyrir varðandi nær alla sjúklingana, og klínísk einkenni þóttu samkvæmt lýsingu ekki benda til annars en að um DMl væri að ræða. Skert frjósemi er talin hluti klínískra einkenna í DMl og má finna því margar ástæður, svo sem ófrjósemi hjá körlum, aukna tíðni fósturláta, aukinn ungbarnadauða, vitsmunaskerðingu ásamt öðrum sjúkdómseinkennum sem leitt geta til verulegrar fötlunar á unga aldri, auk röskunar á innkirtlastarfsemi í sjúkdómnum. Kom á óvart hve frjósemi var mikil hjá eldri kynslóð sumra fjöl- skyldnanna þar sem barnafjöldi var allt að 11 sem líklega endurspeglar stuttar þrínúkleotíða keðjur í erfðaefni viðkomandi. Við teljum líklegt að flestallir íslenskir sjúkling- ar með augljós einkenni DM hafi verið teknir með í þessari rannsókn og því sennilegt að hún endur- spegli vel heildaralgengi spennuvisnunar á Islandi að því marki sem hægt er að kortleggja sjúkdóm- inn án sérstakrar klínískrar skoðunar á bæði sjúk- lingum og nákomnum ættingjum þeirra. Slíkt var ekki hluti af þessari rannsókn. Pá er hugsanlegt að stökkbreytinguna megi rekja til sameiginlegs for- föður í níu af þeim 10 fjölskyldum sem fundist hafa í rannsókninni, líkt og sýnt var fram á í Quebec þar sem hæsta algengi hefur fundist og reyndist unnt að tengja fjölskyldurnar þegar farið var 350 ár aftur í tímann (18). Ekki er heldur ljóst hvort sjúkdómsvaldandi stökkbreytingar komi fram hjá hópi einstaklinga með fyrirboðastökkbreytingu með vægan óstöðugleika. Slíkir einstaklingar eru einkennalausir, en stökkbreytinging getur í kynslóðanna rás leitl til enn frekari aukningar á CTG endurteknum þrínúkleótíðaröðum og með- fylgjandi sjúkdómseinkennum. Eiginleikar vægrar fyrirboðastökkbreytingar eru ekki þekktir en á íslandi gætu verið kjöraðstæður til rannsókna á því vegna möguleika á ættrakningu og aðgengi að einkennalausum einstaklingum sem tilheyra stór- um ættum. Frekari rannsóknir eru fyrirhugaðar á ættfræði og erfðum þessara sjúklinga. Að lokum þykir rétt að benda á að reglubundið fyrirbyggjandi eftirlit með þessum sjúklingahópi væri æskilegt vegna innkirtla- og hjartavandamála sem gjarnan fylgja sjúkdómnum. Þakkir Við þökkum öllum sérfræðilæknum sem aðstoð- uðu við söfnun upplýsinga um sjúklingahópinn. Ritari taugadeildar Landspítala, Eiríka Urbancic, fær sérstakar þakkir fyrir aðstoð við verkefnið. Rannsóknin var styrkt af vísindasjóði Landspítala á árinu 2004. Heimildir 1. Harper PS. Myolonic Dystrophy. WB Saunders Company 1989; 2. 2. Brook JD, McCurrach ME, Harley HG, Buckler AJ, Church D, Aburatani H, et al. Molecular basis of myotonic dystrophy: expansion of the trinucleotide CTG repeat at 3’end of a transcript encoding a protein kinase family member. Cell 1992; 68: 799-808. 3. Fu YH, Pizzuti A, Fenwick RG Jr, King J, Rajnarayan S, Dunne PW, et al. An unstable triplet repeat in a gene related to myotonic muscular dystrophy. Science 1992: 255:1256-8. 4. Mahadevan M, Tsilfidis C, Sabourin L, Shutler G, Amemiya C, Jansen G, et al.Myotonic dystrophy mutation: an unstable CTG repeat in the 3’ untranslated region of the gene. Science 1992; 255:1253-5. 5. Liquori CL, Ricker K, Mosely ML, Jacobsen JF, Kress W, Naylor SL, et al. Myotonic dystrophy type 2 caused by a CITG expansion in intron 1 of ZNF9. Science 2001; 293: 864- 7. 6. Mankodi A, Logigian E, Callahan L. McClain C, White R, Henderson D, et al. Myotonic dystrophy in transgenic mice expressing an expanded CUG repeat. Science 2000; 289:1769. 7. Mankodi A, Thornton CA. Myotonic Syndromes. Curr Opin Neurol 2002; 15: 545-52. 8. Zatz M, Passos-Bueno MR, Cerqueira A, Marie SK, Vainzof M, Pavanello RC. Analysis of the CTG repeat in skeletal muscle of young and adult myotonic dystrophy patients: when does the expansion occur? Hum Mol Genet 1995; 4: 401-6. 9. Harley HG, Brook JD, Rundle SA, Crow S, Reardon W, Buckler AJ, et al. Expansion of an unstable DNA region and phenotypic variation in Myotonic Dystrophy. Nature 1992; 355:545-6. 10. Hunter A, Tsilfidis C. Mettler G, Jacob P, Mahadevan M, Surh L Korneluk R. The correlation of age of onset with CTG trinucleotide repeat amplification in Myotonic Dystrophy. J Med Genet 1992; 29: 774-9. 11. Mathieu J, Allard P. Potvin L, Prevost C, Begin P. A 10-year study of mortality in a cohort of patients with myotonic dystrophy. Neurology 1999; 52:1658-62. 12. Udd B, Krahe R, Walgren-Pettersen Falck B. Kalimo H. Proximal myotonic dystrophy-a family with autosomal dominant muscular dystrophy, cataracts, hearing loss, and hypogonadism: heterogeneity of proximal myotonic disorders. Neuromuscul Disord 1997; 7: 217-28. 13. Ricker K, Koch M, Lehman-Horn F, Pongratz D, Otto M, Heine R, et al. Proximal myotonic myopathy: a new dominant disorder with myotonia, muscle weakness, and cataracts. Neurology 1994; 44: 1448-52. 14. Ricker K, Koch M, Lehman-Horn F, Pongratz D, Speich N, Reiners K, et al. Proximal myotonic myopathy. Clinical features of a multisystem disorder similar to myotonic dystrophy. Arch Neurol 1995; 52: 25-31. 15. Sander HW, Tavoulareas GP, Chokroverti S. Heat sensitive myotonia in proximal myotonic myopathy. Neurology 1996; 47: 956-62. 16. Ricker K. Myotonic dystrophy and proximal myotonic myopathy. J Neurol 1999; 246: 334-8. 17. Gudmundsson KR. The prevalence of some neurological diseases in Iceland. Acta Neurol Scand 1968; 44: 57-69. 18. Mathieu J, De Braekeleer M, Prévost C. Genealogical Reconstruction of Myotonic Dystrophy in the Saguenay-Lac- Saint-Jean Area (Quebec, Canada). Neurology 1992; 40: 839- 42. 19. Olofsson BO, Forsberg H, Andersson S, Bjerle P, Henriksson A, Wedin I. Electrocardiographic Findings in Myotonic Dystrophy. Br H J 1988; 59:47-52. 20. Lopez De Munain A, Blanco A, Emparanza JI, Poza JJ, Masso JF, Marti A, et al. Prevalence of Myotonic Dystrophy in Gui- puzcoa (Basque Country, Spain). Neurology 1993; 43:1573-6. 21. Chen K, Brody JA, Kurland LT. Patterns of neurologic diseases of Guam. Arch Neurol 1968; 19: 573-8. Læknablaðið 2005/91 833

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.