Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2005, Síða 45

Læknablaðið - 15.11.2005, Síða 45
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AÐALFUNDUR LÍ Gunnar Ármannsson framkvœmdastjóri LÍ lengst til vinstri og Jón Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra lengst til hægri en á milli þeirra ertt lœkna- nemarnir fimm semfóru til Kenýa í sumar. Aðalfundur með afrískum tilbrigðum - Ráðherra svarafár um hugsanlegan samning við heimilislækna Aðalfundur Læknafélags íslands var haldinn í húsakynnum félagsins í Kópavogi dagana 30. september og 1. október. Ekki verður sagt um fundinn að hann hafi verið stormasamur. Stjórnin var öll endurkjörin og engin breyting gerð á fé- lagsgjaldi. Helstu umræðuefni voru ný skýrsla um stöðu heimilislækninga sem lögð var fram fyrir fundinn, ógnanir gegn læknum og samskipti lækna og lyfjaiðnaðarins, auk þess sem sameiningu Lífeyrissjóðs lækna og Almenna lífeyrissjóðsins bar á góma. Sigurbjörn Sveinsson formaður setti fundinn en í stað þess að flytja hefðbundna setningarræðu gaf hann hópi læknanema orðið. Þeir voru nýkomnir úr ferð til Kenýa, meðal annars fyrir tilstyrk LI, og höfðu frá mörgu að segja. Er óhætt að segja að frásögn þeirra hafi hrært strengi í brjóstum fundarmanna því margir þeirra sem á eftir töluðu vitnuðu til þeirra. Ráðherra og þriðji liðurinn Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingaráðherra ávarpaði fundinn og ræddi um það sem efst er á baugi í málaflokknum að hans mali. Meðal þess var ályktun alþingis um nauðsyn þess að gert verði átak í að auka heilbrigði landsmanna með því að hvetja til breytts mataræðis, aukinnar hreyfingar og breytinga á lífsstíl. Sagðist ráðherra eiga von á tillögum faghóps um málið á vordögum 2006 en að þeim fengnum vildi hann efla til átaks með þátttöku læknasamfélagsins, ráðuneytisins og Lýð- heilsustöðvar. Þegar ráðherra svaraði fyrirspurnum snerust þær ekki síst um málefni heilsugæslulækna og þá einkum þriðja lið viljayfirlýsingar ráðherra um þau mál sem hann gaf út fyrir hartnær þremur árum. Sá liður snerist um samninga við sjálfstætt starf- andi heimilislækna en fátt hefur orðið um efndir á honum. Ráðherra svaraði því til að ástæður þess að ekkert hefði þokast væru af ýmsu tagi en honum væri annt um að standa við orð sín og því yrði undinn bráður bugur að því að hefja viðræður um þriðja liðinn. Ráðherra var spurður um ýmislegt fleira, svo sem hvort hann sæi fyrir sér að sveitarfélögin tækju að sér fleiri verkefni í heilbrigðisþjónustu. Því svaraði hann játandi en sagði að hann teldi betra að flytja verkefni til sveitarfélaga og tekjurnar með í stað þess að gera þjónustusamninga eins og til- raun hefur verið gerð með. Slíkir samningar væru allt of vinnufrekir og snúnir í framkvæmd. En til þess að sveitarfélögin yrðu fær um að taka að sér þessi verkefni þyrftu þau að stækka og þar stendur hnífurinn í kúnni (eins og best sást í sameiningar- kosningunum viku eftir aðalfund). Loks má nefna að í máli ráðherra kom fram að nú starfa um 40 manns í ráðuneyti hans sem hann taldi of fátt. Það jafngildir því að velta ráðuneyt- isins á hvern starfsmann séu um tveir milljarðar króna. Alþingi væri hins vegar viðkvæmt fyrir Þröstur Haraldsson Aðalfundarfulltrúar hlýða á erkibiskups boðskap. Læknablaðið 2005/91 845
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.