Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2005, Síða 47

Læknablaðið - 15.11.2005, Síða 47
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AÐALFUNDUR LÍ Ályktanir aðalfundar LÍ 2005 Aukið heilbrigði þjóðarinnar Ályktun aðalfundar Læknafélags Islands 2005 um opinberar aðgerðir til að auka heilbrigði þjóðar- innar með bættu mataræði og aukinni hreyfingu Inngangur Barátta við langvinna sjúkdóma einkennir heil- brigðisþjónustu velmegunarþjóða og er vaxandi viðfangsefni fátækari þjóða í örri þróun. Sífellt eru færðar frekari sannanir þess að fáir áhættu- þættir hafa mest áhrif á sjúkdóma- og dánartíðni (1). Mikilvægustu áhættuþættirnir eru hækkaður blóðþrýstingur, hækkað kólesteról í blóði, ófull- nægjandi neysla ávaxta og grænmetis, ofeldi eða offita, hreyfingarleysi og reykingar. Sumir þessara áhættuþátta eru innbyrðis tengdir og nátengdir mataræði og hreyfingu. Slæmt mataræði og hreyfingarleysi er meðal þess sem veldur þungbærum, langvinnum sjúk- dómum, svo sem hjarta- og æðasjúkdómum, áunn- inni sykursýki og vissum krabbameinum. Fleiri sjúkdómar sem tengjast mataræði og hreyfingu, til að mynda tannskemmdir og beinþynning, draga úr góðri heilsu almennings. Tekist hefur að draga úr ótímabærri sjúkdóma- og dánartíðni margra velmegunarþjóða og eru ótímabær hjartaáföll, heilablóðföll og krabbamein tengd reykingum dæmi þar um. Sjúkdómsbyrðin er þó enn mikil og offita barna og unglinga fer víða vaxandi og fjölgun sjúkdóma sem tengjast áunn- inni sykursýki. Þessi vandamál hafa verið bundin við fjáðari þjóðfélagshópa meðal fátækra þjóða, en fara vaxandi meðal hinna fátæku sem temja sér heilsuspillandi lífshætti vegna vanþekkingar, fátæktar og lelagslegs misréttis. Fyrirliggjandi upplýsingar benda í stórum dráttum til þess að or- sakir séu alls staðar hinar sömu, neysla orkuríkrar og einhæfrar fæðu, þar sem fita, sykur og salt eru áberandi, hreyfingarleysi á heimili, í skóla og við vinnu, vélrænar samgöngur og reykingar. Hreyfingarleysi, offita og slæmt mataræði tengj- ast oft en eru sjálfstæðir áhættuþættir sjúkdóma. Með aukinni hreyfingu má bæta horfur um gott heilsufar, þrátt fyrir offitu. Hreyfing virðist hafa grundvallarþýðingu fyrir líkamlega og andlega heilbrigði einstaklinganna. Aðalfundur Læknafélags íslands árið 2004 vakti athygli alþingis og ríkisstjórnar á þessum stað- reyndum og hvatti til áætlunar á vegum stjórnvalda til að efla lýðheilsu með víðtækri heilsurækt með hreyfingu og bættu mataræði (2). Bent var á leiðir í þessu skyni og hvernig verkefnið spannaði verk- 111 j 'Jh Hw /*? Jr Hr r Imi •r r. wá svið margra ráðuneyta. Fagna ber þingsályktun frá alþingi sl. vor um sama efni. Forsenda Alþjóðaheilbrigðisþingið, WHA, samþykkti á liðnu ári áætlun fyrir Alþjóðaheilbrigðisstofnunina, WHO, um alheimsátak varðandi, mataræði, hreyfingu og heilsufar (3). í áætluninni er reifað lykilhlutverk rík- isstjóma við verkefni þetta (4) og sagt m.a. að • hvert ríki ætti að móta pólitíska stefnu til að bæta mataræði og auka hreyfingu. • ríkisstjórnir skipti sköpum við að ná fram varanlegum breytingum í lífsstíl. • heilbrigðisráðherrar beri höfuðábyrgð á að samræma og örva aðgerðir annarra ráðherra og ríkisstofnana. • við stefnumótun og aðgerðir opinberra aðila sé aflað breiðrar samstöðu. • ríkisstjórnir sjái um að neytendur hafi við- unandi og hlutlægar upplýsingar vegna vals á neysluvöru og að þær séu í samræmi við menntunarstig þjóðarinnar. • landbúnaðarstefna og önnur stefna um mat- vælaframboð sé í samræmi við markmið um að vernda og bæta lýðheilsu. • móta þurfi stefnu á öllum stigum þjóðfélags- ins til að auka hreyfingu. • endurskoða þurfi námsskrár til að bæta mat- aræði og auka hreyfingu. • forvarnir séu grundvallarskylda heilbrigð- isþjónustunnar. • ríkisstjórnir ættu að festa fé í eftirfylgni, rannsóknum og mati á áhættuþáttum. • að heilbrigðisráðuneyti og lýðheilsustofnanir eigi að beina kröftum sínum og sérþekking í þágu alþjóðasamstarfs og aðstoðar við þá sem móta stefnu. • að litið verði á fyrirbyggjandi verkefni af þessu tagi sem fjárfestingu til framtíðar og þýðing góðrar heilsu þjóðanna fyrir vöxt efnahagslífsins verði viðurkennd. Kristófer Þorleifsson, Finnbogi Kjartansson, Kristinn Tómasson og Ástríður Jóhannesdóttir á aðalfundi LÍ. Heimildir 1. The world health report 2002. Reducing risks, promoting healthy life, Geneve, World Health Organiztion, 2002. 2. Samþykktir aðalfundar Læknafélags íslands 2004 (3), Læknablaðið 2004; 90: 777. 3. Resolution of the World Health Assembly, WMA 57.17, Global strategy on diet, physical activity and health. 22/05/2004. 4. Global strategy on diet, physical activity and health, World Health Organization 2004:6-11. Læknablaðið 2005/91 847
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.