Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2005, Síða 53

Læknablaðið - 15.11.2005, Síða 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / NÝR SPÍTALI Byrjað á bráðadeildunum Nú blasir við að semja við hópinn um gerð deili- skipulags að svæðinu sem eins og kunnugt er afmarkast af nýju Hringbrautinni, Njarðargötu, gömlu Hringbraut, Barónsstíg, Eiríksgötu og Snorrabraut. Eitt þeirra atriða sem dómnefndin taldi sigurtillögunni til tekna var skýr og sannfær- andi áfangaskipting. Samkvæmt henni verður haf- ist handa um leið og deiliskipulag liggur fyrir við að flytja gömlu Hringbraut upp að húsi geðdeildar en þaðan á hún að liggja í beinni línu meðfram aðalbyggingunni og barnaspítalanum og falla inn á sitt núverandi vegarstæði rétt vestan núverandi gatnamóta Laufásvegar og Hringbrautar. Til þess að þetta sé hægt þarf að rífa suðurbyggingu gamla Hjúkrunarskólans. Arið 2009 á að hefja uppbyggingu bráðakjarna sem verður í tveim byggingum sunnan aðalbygg- ingarinnar. A milli þeirra verður torg sem liggur upp að aðalbyggingunni en tengslin milli bráða- kjarna og núverandi bygginga verður um göng. Einnig verður byggt neðanjarðarbflastæði sunnan við geðdeildina. I þessum áfanga verður byggð ný bráðamóttaka, gjörgæsla, myndgreining og skurð- stofur en dag- og göngudeildir verða í núverandi byggingum. Bráðakjarninn liggur norðan við núverandi vegarstæði gömlu Hringbrautar en það á að lifa áfram sem yfirbyggð gata inni í nýja spítalanum. Sunnan við hana munu í öðrum áfanga rísa legu- deildir og rannsóknarstofur, auk þess sem aðalinn- gangur verður reistur vestan þessara bygginga. Til þess að þetta megi gerast þarf að rffa húsnæði læknadeildar HÍ - Tanngarð sem svo er nefndur. Einnig verður afgangurinn af Hjúkrunarskólanum rifinn, svo og rannsóknarstofurnar sem nú eru í skúrbyggingum norðarlega á lóðinni. Kvennadeild og barnaspítali verða tengd öðrum byggingum og Blóðbankanum og núverandi Rannsóknarstofu í meinafræði breytt í gestaíbúðir. I þriðja áfanga rísa svo göngu- og dagdeild- ir og háskólabyggingarnar vestast á svæðinu. Geðdeildin verður stækkuð og byggt yfir barna- og unglingageðdeildina norðan við barnaspítalann. Loks verður byggð kapella upp undir Barónsstíg. A þessu stigi verður bráðamóttakan rifin og einnig núverandi aðalinngangur og skurðstofur milli að- albyggingar og núverandi legudeilda. Fjármagnið tryggt Þannig verður nýi spítalinn byggður í grófum dráttum. Við þessa lýsingu má lengi bæta enda mannvirkið tröllvaxið, alls er gert ráð fyrir að reisa nýbyggingar fyrir sjúkrahúshlutann sem nema tæplega 94.000 fermetrum en núverandi byggingar Arkitektahópurinn við líkanið að sigurtillögunni. Talsmaður liópsins er Helga Benedikts- dóttir, sú með blómvöndinn. Lengst til hœgri má sjá Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. Tillagan hefur ýmsa kosti - segir Sigurður Ólafsson formaður skipulags- og þróunarnefndar læknaráðs Landspítala Meðan dómnefnd lá yfir tillögum arkitektahópanna sjö fékk hún á sinn fund fjölmarga ráðgjafa og fulltrúa starfsmanna til að auð- velda sér ákvarðanatökuna. Meðal þeirra sem nefndin ræddi við var Sigurður Ólafsson sérfræðingur í meltingarsjúkdómum en hann er formaður skipulags- og þróunar- nefndar læknaráðs Landspítala. Læknablaðið bað hann að segja álit sitt á sigurtillögunni. „Eg vil nú taka það fram að ég hef ekki haft tækifæri til að setja mig ítarlega inn í tillögurnar sem bárust en þær voru margar athyglisverðar. Það hefur ekki verið auðvelt verk fyrir dómnefnd að gera upp á milli þeirra. Eg er hins vegar afar ánægð- ur með að þessum áfanga skuli vera náð og ekki síður að fjármagn sé tryggt til þess að hefja verkið. Þeir þættir sem ég hafði í huga þegar ég skoðaði tillögurnar voru hvort vel væri hugað að þörfum sjúk- linga, hvort skipulag spítalans byði upp á sveigjanleika svo auðvelt verði að laga hann að breytingum sem óhjákvæmilega munu verða, hvort bráðadeildir, svo sem bráðamóttaka, gjörgæsla og skurðstofur, séu nálægt hver annarri og að vegalengd milli klínískra eininga sé ekki mikil. Þetta eru atriði sem skipta lækna og sjúk- linga miklu máli. Auk þess þarf að huga vel að háskólastarfseminni. Sé vinningstillagan skoðuð út frá þessu sjónarhorni hefur hún ýmsa kosti. Það er vel hugsað fyrir þörfum sjúklinga sem verða til dæmis allir á einbýli. Tillagan býður upp á sveigj- anleika í útfærslu og áðurnefndar bráðadeildir virðast vera nálægt hver annarri. Þá er vel séð fyrir háskóla- starfseminni. Eg tel hins vegar að vegalengdir milli klínískra eininga séu of langar. Því hefði mátt mæta með því að byggja meira á hæðina eins og lagt er til í annarri tillögu. Einnig set ég spurningamerki við það hvort rétt sé að hafa legudeildir barna- og kvennadeildar áfram í sér- byggingum,“ sagði Sigurður. Hann bætti því við að nú þyrfti að bretta upp ermarnar og hefja undirbúning að byggingunni. í ljósi þess að fjármagnið liggur fyrir væri spurning hvort ekki væri hægt að endurskoða tímasetningar og áfangaskiptingu til þess að hraða framkvæmdum því þörfin sé brýn. Einnig þyrfti að huga að því hvort ekki væri hægt að bregðast við þeim vanda sem bráðaþjónustan er í og verður þar til fyrsti áfanginn er ris- inn. Hann taldi hins vegar ekkert í tillögunum hamla því að hægl væri að útfæra skipan spítalans þannig að hún félli að hugmyndum lækna um að efla sérgreinar læknisfræð- innar. Læknablaðið 2005/91 853
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.