Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2005, Síða 55

Læknablaðið - 15.11.2005, Síða 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LYFJAMÁL Viljum að læknar tilkynni um aukaverkanir lyfja Lyfjastofnun auðveldar læknum að tilkynna aukaverkanir með rafrænum hætti Eftir að ný lyf eru sett á markað er alltaf hætta á að fram komi aukaverkanir, bæði þær sem komu í ljós á þróunartíma lyfsins en einnig aðrar og áður óþekktar aukaverkanir sem ekki uppgötvast fyrr en lyfið er komið í almenna notkun. Mikilvægt er fyrir lyfjafyrirtæki, lækna og sjúklinga að vel sé fylgst með þessum aukaverkunum og haldin yfir þær skrá. Til þess þurfa allir að vera vakandi og í þessu ferli gegna læknar sérlega mikilvægu hlut- verki. Svo merkilegt sem það nú er þá ber læknum ekki lagaleg skylda til að tilkynna um aukaverk- anir lyfja, jafnvel ekki þó um alvarlegt ástand sé að ræða þar sem gildandi lög og reglugerðir leggja slíka tilkynningaskyldu eingöngu á herðar mark- aðsleyfishafa lyfja en ekki lækna sem skrifa út lyf- seðlana. Lyfjastofnun ber skylda til að halda skrá yfir aukaverkanir lyfja og þar á bæ er mönnum ljóst hversu mikilvægt er að læknar láti vita af öllu sem þeir verða áskynja um verkanir og aukaverk- anir lyfja, til að auka upplýsingar um lyf og öryggi þeirra til heilbrigðisstarfsfólks og sjúklinga. Læknablaðið ræddi við þau Magnús Jóhannsson lækni og Evu Ágústsdóttur lyfjafræðing hjá Lyfja- stofnun, en þau hafa á undanförnum árum haldið marga fundi með læknum um allt land og hvatt þá til að tilkynna unt aukaverkanir lyfja. Jafnframt hefur stofnunin reynt að auðvelda læknum verkið og er nú búið að taka í notkun rafrænt eyðublað á heimasíðu Lyfjastofnunar sem læknar geta fyllt út og sent beint til stofnunarinnar á netinu. Þá er í undirbúningi að setja inn í sjúkraskrárkerfin leiðir til að tilkynna rafrænt um aukaverkanir. Hvað á að tilkynna? í reglugerð sem Lyfjastofnun starfar eftir er auka- verkun skilgreind sem skaðleg og ótilætluð verkun lyfs sem notað er í venjulegum skömmtum fyrir menn eða dýr til að fyrirbyggja, greina eða með- höndla sjúkdóm. Aukaverkunum má síðan skipta í annars vegar alvarlegar aukaverkanir sem leiða til dauða, lífshættulegs ástands, valda fötlun, fjar- veru frá vinnu, fæðingargalla, sjúkrahúsvist eða lengingu á sjúkrahúsvist eða ólæknandi eða lang- varandi sjúkdómseinkenna og hins vegar í óvæntar aukaverkanir sem vegna eðlis, alvarleika eða af- leiðinga eru ekki eins og getið er um í sérlyfjaskrá. Flestar aukaverkanir falla svo í flokk sem hvorki eru alvarlegar né óvæntar. Magnús og Eva vilja benda læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki á að vera sérstaklega á varðbergi gagnvart náttúru- og fæðubótarefnum og tilkynna stofnuninni ef grunur leikur á því að þau valdi aukaverkunum. Notkun þessara efna er sífellt að aukast og oftast er lítið vitað um aukaverkanir þeirra eða hvort þau kunni að milliverka við lyf. Skráin sem Lyfjastofnun heldur nær yfir allar aukaverkanir sem koma fram við venjulega notk- un lyfs í samræmi við notkunarfyrirmæli í sérlyfja- skrá. „Þó að við viljum fá til okkar sem flestar tilkynningar leggjum við mesta áherslu á að fá tilkynningar um aukaverkanir sem teljast alvar- legar og óvæntar,“ segja Eva og Magnús. Þau segja jafnframt að skráning aukaverkana sé mikilvægust á fyrstu fimm árunum eftir að lyf er sett á markað. Við markaðssetningu hefur lyfið einungis verið notað í klínískum rannsóknum þar sem takmark- aður fjöldi sjúklinga hefur fengið það, en eftir að það fer í almenna notkun fjölgar notendum mjög hratt og þá fyrst geta alvarlegri og þá sérstaklega sjaldgæfari aukaverkanir komið í ljós,“ segja þau. Magnús Jóhannsson lœknir og Eva Agústsdóttir lyfjafrœðingur hjá Lyfjastofnun. Hvað verður um tilkynninguna? Magnús og Eva segja að læknar spyrji gjarnan um það á fundunum hvað sé gert með þær upplýsingar sem þeir veita um aukaverkanir lyfja. Þröstur „Allar tilkynningar sem Lyfjastofnun berast Haraldsson Læknablaðid 2005/91 855
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.