Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2005, Qupperneq 57

Læknablaðið - 15.11.2005, Qupperneq 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / KONUR í LÆKNASTÉTT Norðurevrópskt þing kvenna í læknastétt Kynjamunur í heilsu helsta umræðuefnið í síðustu viku september héldu konur í læknastétt mikla ráðstefnu á Grand Hóteli. Það var 15. þing Norður-Evrópuhluta Alþjóðasamtaka kvenna í læknastétt (Medical Women's International As- sociation eða MWIA) sem nú var haldið í fyrsta sinn hér á landi. Forseti þingsins var Ólöf Sig- urðardóttir meinefnafræðingur en Læknablaðið hitti hana að máli eftir að þinginu lauk. „Þessi þing eru haldin á þriggja ára fresti en það síðasta var í Lundúnum og þar tóku fulltrúar Félags kvenna í læknastétt á íslandi þátt í fyrsta sinn. Við urðum fyrir góðum áhrifum af þessum konum og buðumst til að halda næsta þing. Félagið okkar er stofnað árið 1999 en rnörg þessara félaga í Evrópu eru stofnuð snemma á síðustu öld svo þau eru miklu rótgrónari en hér. Alþjóðasamtökin voru stofnuð 1919, þau eru með elstu samtökum lækna í heiminum og eiga formlega aðild að alþjóða- heilbrigðisstofnuninni og fulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum. Það ríkti almenn ánægja með þingið og fyrir- lesararnir voru sérstaklega góðir. Þingið sátu hátt í 150 manns frá 14 löndum, flestar frá Norð- urlöndunum og öðrurn nágrannalöndum okkar en einnig frá Rússlandi, Tékklandi og Tyrklandi svo eitthvað sé nefnt. Auk þess voru konur frá Alþjóðasamtökunum, þeirra á meðal fráfarandi formaður sem er frá Kanada og aðalframkvæmda- stjórinn frá Þýskalandi auk þess sem fyrrverandi formaður bandarísku landssamtakanna tók einnig þátt.“ Staða læknastéttar með þátttöku kvenna Fyrsti dagurinn fór að mestu í að skoða stöðu kvenna í læknastétt. „Þar töluðu konur úr ýmsum áttum, lækn- ingum, stjórnsýslu og stjórnmálum,“ segir Ólöf. „Við fengum líka unglækna og fólk sem hefur rannsakað, stjórnað eða starfað með kvenlæknum, Þorgerði Einarsdóttur félagsfræðing og nokkra karlkollega, Pálma V. Jónsson öldrunarlækni, Einar Guðmundsson geðlækni og prófessorana Olaf Aasland frá Osló og Lars von Knorring frá Uppsölum. Erindi Vilhelmínu Haraldsdóttur vakti athygli þar sem hún kynnti kynskipta tölfræði um Landspítala sem vinnustað. Þar eru 80% starfs- manna konur en 28% lækna. Skipting lækna eftir kyni á sviðin er svipuð og víða erlendis, með lægra hlutfall kvenna á skurðdeildum og bráðadeildum en hærra á kvennadeild. Hins vegar vakti það at- hygli erlendra gesta okkar hve lágt hlutfall kven- lækna starfar á Barnaspítala Hringsins, eða rétt tæp 7%. Þorgerður Einarsdóttir kom inn á þögla kennslu í læknisfræði þar sem hefðbundnum hlut- verkum er viðhaldið með kynjaðri þögulli kennslu á hefðum og nefndi erlend dæmi um móttökur sem kvenlæknar sem sóttu í skurðlækningar hafi fengið hér áður fyrr. I anda „new professionalism" eða endurnýjaðrar fagvitundar sé breytt hlutverk lækna þar sem markmiðið sé að styðja sjúklinga í að stýra eigin meðferð með breyttum lífsstfl, til dæmis í langvinnum sjúkdómum eins og sykursýki. Þessum markmiðum megi ná með aukinni næmi á kynjamun meðal annars. Olaf Aasland kynnti fyrri rannsóknir um hvern- ig heilsa lækna hefur batnað með bættri afkomu þeirra og hvernig sjá megi breytt val kvenna þar sem þær völdu áður ýmist að vera ógiftar og/eða barnlausar til að gefa sig að starfinu en væru núorðið oftar giftar og ættu börn. Konur í lækna- stétt séu ánægðari í starfi en karlar þó enn megi bæta aðbúnað þeirra og auðvelda þeim að sam- hæfa kröfur starfs og heimilis. Lars von Knorring hefur velt fyrir sér muninum Ólöf Sigurðardóttir for- maður ráðstefnunefndar og fyrrverandi formaður Félags kvenna í lœknastétt á íslandi setur ráðstefnuna. Þröstur Haraldsson Ljósmyndir: Lilja Sigrún Jónsdóttir Læknablaðið 2005/91 857
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.