Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2005, Side 66

Læknablaðið - 15.11.2005, Side 66
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BRÉF TIL BLAÐSINS á heimslista (11). Útkoman er nánast alveg sú sama og sýnd er í mynd 5 í grein okkar (2) þar sem meðaltalsaðferðinni er beitt á sama efnivið. Þetta styður þá skoðun að meðaltalsaðferðin sé nothæf nálgunarregla. Rétt er að benda á að impact factor er ekki aðeins reiknaður fyrir lönd og fræðigreinar heldur einnig fyrir vísindatímarit og miðast þá við það hve oft er vitnað í greinar sem birtast í þeim (12-14). Meðallalsaðferðin er þar meginregla og er hún meðal annars notuð í Journal Citation Reports (14) sem gefur reglulega út impact factor fyrir tímarit og er hann mikið notaður af vísinda- mönnum til að velja tímarit til útgáfu verka sinna. Flest tímarit birta impact factor á heimasíðu sinni og mörg nota hann til að fylgjast með framgangi tímaritsins (8,12, 13,15) og til að marka ritstjórn- arstefnu. Sama gagnrýni hefur komið fram á notk- un impact factor tímarita eins og við notkun hans við mat á vísindaframlagi landa, stofnana og fræði- greina. Nýlega hefur birtst mjög áhugaverð grein sem notar aðra aðferð við að meta vísindaframlag (16). Þrátt fyrir galla á impact factor er hætt við að við sitjum uppi með hann enn um sinn af hag- kvæmnisástæðum en mikilvægt er að gera sér grein fyrir takmörkunum hans. Forysta í veröldinni? Lokakafli í grein Matthíasar ber ofannefndan titil og þar segir eftirfarandi: „Síðustu ár liafa verið að birtast greinar um frammistöðu þjóða í birtingu vís- indagreina. Þannig fjallar ein slík grein um klíníska lœknisfrœði eingöngu og slagkraft (impact factor) þeirra (7) og má reikna greinafjölda á íbúa. Önnur fjallar um birtingu vísindagreina samanborið við efnahagslega stöðu þjóðanna (8). Báðar nefna greinarnar þœr 30 þjóðir sem mest framleiða af vísindagreinum. ísland er ekki nefnt þar á nafn en fjögur stœrstu Norðurlöndin..." Heimild 7 í grein Matthíasar tilgreinir 30 þjóðir sem mest framleiða af vísindagreinum og ísland er að sjálfsögðu ekki á þeim lista vegna fólksfæðar. Þegar ísland er sett á kortið í þessum samanburði miðað við fólksfjölda þá kemur það út í fjórða sæti og er það sýnt í mynd 2 og þar kemur ennfremur fram að ekkert land hefur sýnt jafnhraðan vöxt. Mynd 2 byggir á gögnum sem ná aðeins fram að 1998 en vitað er að ísland hefur bætt stöðu sína verulega eftir það. Heimild 7 í grein Matthíasar sýnir einnig impact factor í töflu II fyrir 30 þjóðir og þar kemur Sviss í efsta sæti með impact factor 6 og ísland er ekki á listanum. Það er ekki að sjá að það trufli Matthías að nota impact factor þegar það þjónar hans tilgangi. Það er aftur á móti auðvelt að koma Islandi í röðina á töflu II. í grein okkar í Læknablaðinu (2) gerðum við nákvæmlega sömu 866 Læknabladið 2005/91 Mynd 1. Efstu fjögur sœti Svar: Matthías heldur hér áfram að rugla saman á heimslista yfir hlutfalls- tilvitnanafjölda í greinar og tilvitnanafjölda í ein- lega tilvitnanatíðni 1994- staka höfunda sem hvergi kemur við sögu í saman- 1997. burði milli þjóða. Meðaltal Matthías gerir mikið mál úr notkun meðaltala við samanburð milli þjóða á „impact factor" sem er mælikvarði á það hve oft er vitnað í fræðigreinar. Upplýst var í grein okkar að dreifing tilvitnana í íslenskar fræðigreinar væri ójöfn og voru þær upplýsingar fengnar með handvirkri talningu. Dreifingin á tilvitnanafjölda er hins vegar ekki þekkt í erlenda efniviðnum í þeim gögnum sem aðgengileg eru á íslandi og handvirk talning er ekki gerleg þar sem fjöldi greina getur skipt milljónum þegar borið er saman við önnur lönd eða heiminn allan. Alls eru meira en 11 milljón greinar í ISI gagnagrunninum. Höfundar áttu því ekki þann valkost að nota tölfræðilegar aðferðir við þennan samanburð. í svargrein við athuga- semd Arnar Ólafssonar (3) var því haldið fram að samanburðurinn væri samt gildur sem nálgunar- tala þar sem sömu skekkjur í sama mæli væru hjá öðrum þjóðum (4). Meðaltalsaðferðin er viðtekin regla í fræðigreinum um þetta efni vegna þess að dreifing tilvitnanafjölda í greinar er yfirleitt ekki þekkt (5-9) eða þá að það þarf að kaupa þær upp- lýsingar dýrum dómum af Institute of Scientific Information. Þá hefur jafnframt verið beitt svo- kallaðri RCIO (relative citation impact of a dis- cipline, hlutfallsleg tilvitnanatíðni) aðferð sem felst í því að taka heimsmeðaltal tilvitnana fræðigreinar sem nefnara og deila því uppí landsmeðaltal fræði- greinar. Hugmyndin er að blanda saman stórum og smáum þjóðum í nefnara og minnka þannig áhrif dreifingarskekkju (7, 10, 11). í mynd 1 eru sýndir RCIO útreikningar fyrir íslenska klíníska læknisfræði og jarðfræði sem báðar fara á toppinn

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.