Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2005, Side 70

Læknablaðið - 15.11.2005, Side 70
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÖKUHÆFNI SJÚKLINGA Ökuhæfni sjúklinga Hjalti Már Björnsson - —- Ld • * lw Kristín Sigurðardóttir Hjalti er læknir á þriöja ári í sérnámi í almennum lyflækningum. Kristín er slysa- og bráöalæknir. Ungur maður missir meðvitund og er fluttur á sjúkrahús. Fram kemur að yfirlið hafa verið endur- tekin undanfarnar vikur. Ekki finnst fullnægjandi skýring á yfirliðunum og er hann útskrifaður heim, en fyrirhugaðar frekari rannsóknir og eftir- lit. Útskýrt er fyrir honum að hann sé óökuhæfur vegna hættu á endurteknum yfirliðum. Nokkruni vikum síðar er komið með hann á bráðamóttöku með alvarlega áverka eftir að hafa misst meðvit- und undir stýri og valdið árekstri. í viðtali við lækni í endurkomu eftir slysið er ítrekað að viðkomandi sé ekki ökuhæfur, en hann mótmælir því og bendir á að hann hafi undir höndum gilt ökuskírteini. í 44. gr umferðarlaga er tilgreint að enginn megi stjórna eða reyna að stjórna ökutæki ef hann vegna veikinda, hrörnunar, ofreynslu, svefnleysis, neyslu áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna eða annarra orsaka er þannig á sig kominn að hann er ekki fær um að stjórna ökutækinu örugg- lega. I þessum tilvikum segir læknir fólki að það sé ekki hæft til aksturs, en greinarhöfundar hafa því miður séð þess þó nokkur dæmi að einstaklingar haldi áfram akstri án þess að vera í ástandi til þess. Ofangreint dæmi er byggt á raunverulegum at- burðum og því miður eru til margar hliðstæðar og jafnvel verri sjúkrasögur. Erlendar rannsóknir hafa bent til þess að þeir sjúkdómar sem líklegastir eru til þess að valda auk- inni hættu á slysum eru heilabilun og kæfisvefn, ef frá er talin misnotkun áfengis og lyfja (1). Til að reyna að fá einhverjar upplýsingar um umfang þessa vandamáls var lagður spurningalisti um síðustu áramót fyrir nokkra hópa af læknunr Landspítala. Valdir voru læknar deilda sem eru líklegastir til að sinna þeim sem verða óökuhæfir af völdum sjúkdóma eða annarlegs ástands, það er slysa- og bráðadeild, taugalækningadeild, hjarta- lækningadeild og öldrunardeild. Alls var spurningalistinn lagður fyrir 42 lækna og reyndust 27, eða 64% þeirra, hafa orðið varir við að sjúklingar hafi haldið áfram akstri gegn ráð- leggingum læknis. í 52 tilvikum vissu læknarnir til þess að sjúklingur hefði á síðasta ári valdið skaða eftir að hafa ekið bíl án þess að vera líkamlega hæfur til þess. Algengast var að einstaklingar með flogaveiki og heilabilun höfðu ekki hlýtt fyrir- mælum læknis um að hætta akstri, en meðal ann- arra þátta sem nefndir voru var misnotkun lyfja og áfengis, óskýrð yfirlið, sykursýki, kæfisvefn og sjónskerðing. Könnun okkar er ekki vísindarannsókn á um- fangi vandans hér á landi, en staðfestir að mati okkar að hér sé um raunverulegt vandamál að ræða í íslensku samfélagi. Ohæfir ökumenn eru í umferðinni og skapa sjálfum sér og öðrum vegfar- endum raunverulega hættu. Með setningu umferðarlaga nr. 50/1987 var gerð sú breyting að eftir að ökumenn hafa haft tímabundin ökuréttindi í tvö ár án vandræða geta þeir fengið fullnaðarökuréttindi sem gilda til 70 ára aldurs. Ljóst er að á því 51 ári sem getur liðið þar á milli geta einstaklingar orðið óökuhæfir af ýmsum ástæðum. Er þeim þá skylt að hætta akstri, en ábyrgðin á því er alfarið lögð á herðar ein- staklingsins og heldur hann því ökuréttindum þó heilsan bili. I eldri lögum var gerð krafa um nýtt læknisvottorð með reglulegu millibili til endurnýj- unar ökuréttinda. Samkvæmt 15. grein læknalaga nr 53/1988 ber lækni að gæta fyllstu þagmælsku gagnvart sjúkling- um sínum, en undanþága frá því ákvæði er til stað- ar sé rökstudd ástæða til þess að rjúfa þagmælsku vegna brýnnar nauðsynjar. Þykir okkur þetta ákvæði í raun veita lagaheimild fyrir því að læknir rjúfi trúnað við sjúkling og tilkynni það þegar hann er vegna sjúkdóms eða annars ástands ekki lengur ökuhæfur. Venja er að í málum sem varða morð og ofbeldi gegn börnum gangi tilkynningaskylda heilbrigðisstarfsfólks út yfir þagnarskyldu. Er það rökstutt með því að vernda þurfi með öllum ráðum saklausa borgara sem ekki hafa tök á að verja sig. í umferðinni gildir á vissan hátt hið sama; vegfar- endur geta ekki varið sig gagnvart þeirri hættu sem skapast af óhæfum ökumönnum og því verður að ábyrgjast öryggi vegfarenda með öðrum leiðum. I einhverjum nágrannalöndum okkar hefur á grundvelli hliðstæðra ákvæða í lögum verið komið á tilkynningaskyldu, þannig að læknum sé skylt að láta vita af þeim sem ekki eru ökuhæfir. Það hefur verið talið leiða til þess að sjúklingar leyni ein- kennum sínurn frekar fyrir læknum og því yfirleitt talið valda fleiri vandamálum en það leysir (2). Til þess að sjúklingar leiti til lækna þurfa þeir að geta treyst því að læknir standi ávallt vörð um hagsmuni skjólstæðinga sinna. Gefi læknir út úrskurð um að viðkomandi sé ekki ökuhæfur og tilkynni til lög- regluyfirvalda er hætt við að sjúklingi finnist læknir vera að vinna gegn hagsmunum sínum. Á vegum endurhæfingardeildar Landspítala er nú framkvæmt staðlað mat á ökuhæfni sjúklinga. 870 Læknablaðid 2005/91

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.