Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2005, Side 71

Læknablaðið - 15.11.2005, Side 71
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÖKUHÆFNI SJÚKLINGA Er því einkum beitt eftir alvarleg veikindi þar sem augljóst er að skerðing hefur orðið á færni viðkom- andi. Er mikil framför að slíku stöðluðu mati og æskilegt að það sé framkvæmt í mun fleiri tilvikum. Til þess að slíkt mat geti tekið á öllum þeim vanda- málum sem tengjast ökuhæfni er nauðsynlegt að hægt sé að leita sérþekkingar ýmissa aðila, svo sem augnlækna, iðjuþjálfa, hjartalækna, taugalækna, ökukennara og öldrunarlækna. Til greina hlýtur að koma að aðrir en læknar geti vísað málum til nánara mats á ökuhæfni, til dæmis ættingjar sem eru farnir að hafa áhyggjur af ökulagi fjölskyldumeðlims. í könnun okkar reynd- ust 93% aðspurðra lækna telja nauðsynlegt að til staðar væri slík sjálfstæð þjónusta til þess að meta ökuhæfni sjúklinga. í 53. grein umferðarlaga er að finna heimild fyrir lögreglustjóra til þess að afturkalla ökurétt- indi ef hlutaðeigandi fullnægir ekki lengur skil- yrðum til að öðlast ökuskírteini. Ef ekki er hægt að tryggja öryggi vegfarenda með öðrum og mildari leiðum teljum við nauðsynlegt að því úrræði verði beitt oftar. Líf okkar allra og heilsa í umferðinni er í húfi. Heimildir 1. Longo MC, Hunter CE, Lokan RJ, White JM, White MA. The prevalence of alcohol, cannabinoids, benzodiazepines and stimulants amongst injured drivers and their role in driver culpability. Acc Anal Prev 2000; 32: 613-22 2. Lee W, Wolfe T, Shreeve S. Reporting epileptic drivers to licensing authorities is unnecessary and counterproductive. Ann Emerg Med 2002; 39: 656-9. KB ATVINNULÍF Pantaðu ráðgjöf á kbbanki.is eða komdu viö í næsta útibúi KB banka. Sérsniöin þjónusta fyrir lítil og meöalstór fyrirtæki KB banki býöur rekstraraðilum smærri og meöalstórra fyrirtækja persónulega, faglega og skjóta þjónustu í fjármálum, hvort heldur er á sviði rekstrar eöa einkafjármála. KB BANKI - krafturtil þín! www.kbbanki.is Læknablaðið 2005/91 871

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.