Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2009, Page 3

Læknablaðið - 15.10.2009, Page 3
Mikilvægt samstarf Norræna læknaráðið fundaði á dögunum í Hlíðasmára. Ráðið skipa formenn landsfélaga lækna á Norðurlöndunum og er mikilvægur samstarfsvettvangur um norræn málefni lækna og ekki síður útávið til Evrópu og alþjóðlega. Efni fundarins voru hagsmunir lækna sem starfa á Norðurlöndunum og skyldur viðkomandi læknafélags gagnvart læknum sem flust hafa á milli landanna. Að sögn Birnu Jónsdóttur formanns L( hefur sameiginleg stefnumótun læknaráðsins á alþjóðlegum vettvangi skilað góðum árangri á undanförnum árum. Á myndinni eru f.v.: frá norska læknafélaginu Björn Oscar Hoftvedt læknir, Torunn Janbu formaður, frá sænska læknafélaginu Gabriella Blomberg starfsmaður, Bente Hyldahl Fogh framkvæmdastjóri danska læknafélagsins, Heikki Pálve framkvæmdastjóri finnska læknafélagsins, Eva Nilson Bágenholm formaður sænska læknafélagsins, Timo Kaukonen formaður finnska læknafélagsins, Sólveig Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri LÍ, HSkan Wittgren læknir frá sænska læknafélaginu og Birna Jónsdóttir formaður Ll. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Arnfinnur Amazeen (f. 1977) fluttist til Kaupmannahafnar eftir nám í Listaháskólanum og framhaldsnám í Glasgow í Skotlandi, þaðan sem hann útskrifaðist árið 2006. Á samsýningu Kling og Bang gallerísins í Kaupmannahöfn á dögunum sýndi hann nýtt verk sem ber heitið „Dronningens konsorganer og gíftkirtler" (Æxlunarfæri og eiturkirtlar drottningarinnar, 2009, 70x100 sm). Þar getur að líta gamla náttúrufræðiteikningu sem sýnir líffæraskipan býflugnadrottningar en Arnfinnur hefur tekið hana inn í tölvu og krotað þar yfir hluta hennar. Allar upplýsingar sem fylgja gömlu myndinni eru huldar, nema þær sem endursþeglast í heiti verksins. Úr verður hálfgerður orðaleikur enda verkið unnið og sýnt í Danmörku þar sem drottning ræður ríkjum. Þá kemur það fram nú á þeim tíma þegar umræðan um orsakir örrar fækkunar býflugna í veröldinni er í algleymingi. Sjálfur segir listamaðurinn um verk sín að þau séu einhvers konar „útúrsnúningur á fundnu efni“. Stundum hefur verið sagt um þessa gerð myndlistar að þar sé iistamaðurinn í hlutverki sjónræns plötusnúðar sem tekur inn efni allsstaðar að og blandar á þann hátt sem þykir hæfa hverju sinni. Þá skiptir samhengisleysið ekki síður máli en það samhengi sem kann að leynast í blönduninni, eins og hugmyndafræðingar póststrúktúralismans sýndu fram á á sjöunda áratugnum. Vikið er frá hugmyndinni um afmarkað inntak og heild með áherslu á gildi fjölbreyttrar túlkunar. Arnfinnur leikur sér gjarnan í þessum anda að samsetningu myndar og texta, stundum eru viðfangsefnin úr ólíkum áttum eða eins og hér, þar sem hann afbyggir upplýsingar sem eru fyrir hendi í einni og sömu myndinni. Verk hans bera með sér kæruleysislegt yfirbragð, rétt eins og gula krotið er dæmi um, en það er meðvituð ákvörðun því eins og dæmin sanna er Arnfinnur sérstaklega drátthagur þegar sá gállinn er á honum. Ásamt því að vinna með teikningar notar hann Ijósmyndir og innsetningar auk áherslunnar á texta eins og áður er getið um. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu listamannsins: http://www.arnfinnuramazeen.dk/ Markús Þór Andrésson Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL jOURNAL www. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Jóhannes Björnsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Bryndís Benediktsdóttir Engilbert Sigurðsson Gunnar Guðmundsson Inga S. Þráinsdóttir Tómas Guðbjartsson Þóra Steingrímsdóttir Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@iis.is Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@iis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@iis.is Uþplag 1800 Áskrift 9.500,- m. vsk. Lausasala 950,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Prentsmiðjan Oddi Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðlð 2009/95 639

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.