Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2009, Síða 15

Læknablaðið - 15.10.2009, Síða 15
FRÆÐIGREINAR YFIRLITSGREIN þessum sjúklingum, enda getur háþrýstingur verið eitt einkenna endurþrengingar.3 Fæstir þessara sjúklinga reynast þó hafa endurþrengingu. Endurþrenging greindist hjá 18% sjúklinganna, að meðaltali 35 mánuðum frá aðgerðinni. Til samanburðar er tíðnin í flestum erlendum rannsóknum á bilinu 3-14%, þó að til séu rannsóknir með allt að 41% tíðni11 (tafla IV). Endurþrenging verður vegna þess að ósæðin vex hægar á þeim stað þar sem viðgerðin var gerð. Því myndast þrenging að nýju á ósæðinni þegar börnin stækka. Ahættuþættir fyrir endurþrengingu eru ungur aldur við aðgerð (sérstaklega hjá nýburum en einnig hjá börnum <1 árs) og vanþroska ósæðarbogi (hypoplastic aortic arch).301 okkar rannsókn voru átta börn með vanþroska ósæðarboga og greindust tvö þeirra með endurþrengingu. Sex sjúklingar (35%) undir eins árs aldri fengu endurþrengingu eftir aðgerð en aðeins einn (5%) sem gekkst undir aðgerð eftir fyrsta árið. Munurinn er marktækur (p=0,02) en hafa verður í huga að aðrir þættir en aldur gætu skýrt þennan mun. Til dæmis voru yngri bömin oftar með alvarlega ósæðarþrengingu og sum að auki með vanþroska ósæðarboga. í þessum tilfellum er oftar gripið til subclavian flap viðgerðar en rannsóknir hafa sýnt fram á hærri tíðni endurþrengingar en eftir beina æðatengingu,31 með nokkmm undantekningum þó.28 í þessari rannsókn fengu þrír af sjö sjúklingum með subclavian flap viðgerð endurþrengingu (43%) en aðeins fjórir af 31 (13%) sem fengu beina æðatengingu (p=0,09). í öllum tilvikum tókst að víkka út endur- þrengingarnar með belg og án snemmkominna fylgikvilla. Einn sjúklingur fékk ósæðargúl á aðgerðarsvæðinu þremur árum eftir aðgerð. Ósæðargúll er þekktur fylgikvilli aðgerðar og er lýst í um það bil 5% tilfella eftir útvíkkun á endur- þrengingu.32 Hér á landi, líkt og í flestum nágrannalöndum okkar, hefur skurðaðgerð verið talin kjörmeðferð við meðfæddri ósæðarþrengingu. Útvíkkun með belg hefur síðan verið beitt við endurþrengingu. Sums staðar erlendis er þó í vaxandi mæli farið að beita útvíkkun sem fyrstu meðferð og á allra síðustu ámm víkkun með stoðneti. Hér á landi hefur útvíkkun verið beitt sem fyrstu meðferð í einu tilfelli. Það var hjá unglingsstúlku og tókst meðferðin mjög vel. Erfitt er að bera saman árang- ur skurðaðgerða og útvíkkunar, enda sjúklingar í flestum rannsóknanna fáir. Auk þess vantar slembaðar rannsóknir og því hætta á valskekkju (selection-bias).33'35 Dánartíðni virðist heldur lægri eftir útvíkkun (<1%) en opna skurðaðgerð (<2%), að minnsta kosti við ósæðarþrengingu án annarra meðfæddra hjartagalla.3-36 Alvarlegir fylgikvillar eins og endurþrenging og ósæðargúlar em hins vegar heldur algengari eftir útvíkkun með belg.33-37 í dag er skurðaðgerð talin kjörmeðferð á fyrstu sex mánuðum ævinnar.38 Þessi börn eru mörg alvarlega hjartabiluð og því reynt að koma þeim sem fyrst í aðgerð. Útvíkkun getur þó komið til greina, til dæmis hjá bömum sem ekki er treyst í aðgerð. Eftir sex mánaða aldur og fram til fimm ára kemur víkkun frekar til greina, enda hefur verið sýnt fram á að tíðni endurþrengingar (10- 15%) og ósæðargúla (5-7%) er svipuð og eftir skurðaðgerð.39,40 Útvíkkun með stoðneti kemur síðan til greina hjá eldri bömum og unglingum (>25 kg), enda þótt ekki sé enn ljóst hver langtímaárangur stoðnetsmeðferðar er. Á næstu árum kemur í ljós hvort útvíkkunar- aðgerðum muni fjölga miðað við skurðaðgerðir. Þessi rannsókn sýnir glögglega að árangur skurðaðgerða er mjög góður og ljóst að árangur nýrri meðferðarúrræða verður að taka mið af þeim árangri. í dag virðist skurðaðgerð því enn standa fyrir sínu sem meðferð við meðfæddri ósæðarþrengingu. Rúmlega helmingur sjúklinga með meðfædda ósæðarþrengingu gengst undir aðgerð á Islandi og fjórðungur erlendis. Árangur þessara aðgerða er mjög góður hér á landi, bæði þegar litið er til fylgikvilla og langtíma lífshorfa. Útvíkkun með belg hefur reynst vel við meðhöndlun endurþrenginga eftir skurðaðgerð. Þakkir Þakkir fær starfsfólk skjalavörslu Landspítalans í Vesturhlíð. Rannsóknin hlaut styrk úr Vísindasjóði Landspítala og Rannsókna- og fræðslusjóði Hjartasjúkdómafélags íslands. Heimildir 1. Stephensen SS, Sigfússon G, Eiríksson H, et al. Nýgengi og greining meðfæddra hjartagalla á íslandi 1990-1999. Læknablaðið 2002; 88: 281-7. 2. Greenwood RD, Rosenthal A, Parisi L, Fyler DC, Nadas AS. Extracardiac abnormalities in infants with congenital heart disease. Pediatrics 1975; 55: 485-92. 3. Rothman A. Coarctation of the aorta: an update. Curr Probl Pediatr 1998; 28: 33-60. 4. Tikkanen J, Heinonen OP. Risk factors for coarctation of the aorta. Teratology 1993; 47: 565-72. 5. Brickner ME, Hillis LD, Lange RA. Congenital heart disease in adults. First of two parts. N Engl J Med 2000; 342: 256-63. 6. Godart F, Labrot G, Devos P, McFadden E, Rey C, Beregi JP. Coarctation of the aorta: comparison of aortic dimensions between conventional MR imaging, 3D MR angiography, and conventional angiography. Eur Radiol 2002; 12:2034-9. 7. Sharland GK, Chan KY, Allan LD. Coarctation of the aorta: difficulties in prenatal diagnosis. Br Heart J 1994; 71:70-5. 8. Homung TS, Benson LN, McLaughlin PR. Interventions for aortic coarctation. Cardiol Rev 2002; 10:139-48. 9. Thorsteinsson A, Johannesdottir A, Eiriksson H, Helgason H. Severe labetalol overdose in an 8-month-old infant. Paediatric Anaesthesia 2008; 18:435-8. LÆKNAblaðið 2009/95 651
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.