Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2009, Qupperneq 19

Læknablaðið - 15.10.2009, Qupperneq 19
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Almennt heilsufar íslenskra bænda Gunnar Guðmundsson 12 lyf-, lungna- og gjörgæslulæknir Kristinn Tómasson3-4 embættis- og geðlæknir Lykilorð: búskapur, almenn heilsa, veikindaleyfi, einkenni, ofnæmi, læknisheimsóknir. ’Lungnadeild Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3Vinnueftirlitinu, “rannsóknastofu í vinnuvernd. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Gunnar Guðmundsson, lungnadeild Landspítala E7 Fossvogi, 108 Reykjavík. ggudmund@landspitali. is Ágrip Inngangur: Lítið er vitað um almennt heilsufar bænda á íslandi. Oft er því haldið fram að það sé verra en meðal annarra starfshópa. Sérstakt starfsumhverfi bænda er talið eiga þátt í því. Tilgangur rannsóknarinnar var að bera almenna heilsu íslenskra bænda við samanburðarhóp og prófa þá tilgátu að almennt heilsufar bænda sé lakara en annarra. Efniviður og aðferðir: Þverskurðarrannsókn af öllum bændum á íslandi með bú stærra en 100 ærgildi sem bornir voru saman við hóp fólks sem ekki eru bændur. Alls var 2042 bændum sendur ítarlegur spurningalisti um almenn heilsufarseinkenni og læknisheimsóknir (svarhlutfall 54%). í samanburðarhópi voru 1500 manns sem ekki voru bændur, valdir með slembiúrtaki (svarhlutfall 46%). Niðurstöður: Bændur voru eldri og reyktu minna en samanburðarhópur. Þegar heilsufarseinkenni síðustu 12 mánaða voru borin saman kom lítill munur fram. Bændur höfðu sjaldnar fótaóeirð, þreytu, niðurgang, ofnæmi og heyrnartap. Það var enginn munur á læknisheimsóknum vegna margra langvinnra sjúkdóma eins og sykursýki og háþrýstings þrátt fyrir aldursmun hópanna. Bændur voru sjaldnar fjarverandi vegna veikinda og veikindaleyfi þeirra var styttra en samanburðarhóps. Ályktun: Lítill mxmur var á almennum heilsu- farseinkennum og læknisheimsóknum vegna algengra sjúkdóma þegar bændur voru bornir saman við hóp af fólki sem ekki var í bústörfum þrátt fyrir að bændur væru eldri. Rannsóknin bendir til þess að heilsufar bænda sé ekki lakara en annarra. Inngangur Takmarkaðar upplýsingar eru til um almennt heilsufar íslenskra bænda á seinni tímum. Gerðar hafa verið rannsóknir á dánarmeinum1 og krabbameinum bænda.2 Niðurstöður þeirra rannsókna voru mjög samhljóða því sem erlendar rannsóknir höfðu sýnt.3'5 Dánartíðni var marktækt lægri en hjá samanburðarhópnum sem var allir karlar á Islandi á sama aldri á sama tíma. Dánar- tíðni vegna krabbameina var einnig marktækt lægri þegar litið var til allra krabbameina. Lungnakrabbamein, hjartasjúkdómar og öndunar- færasjúkdómar voru fátíðari dánarorsakir meðal íslenskra bænda en annarra og það sama átti við um dauðaslys. Talsverðar upplýsingar eru til um heilsufar íslendinga fyrr á öldum þegar flestir bjuggu í sveitum og voru bændur eða vinnufólk. Þar er getið um margvísleg líkamleg einkenni.6 Flest bóndabýli á íslandi í dag eru lítil og rekin af einni eða tveimur fjölskyldum. Þar er sinnt um búpening og öflun fóðurs fyrir hann, afurðirnar eru kjöt, mjólk og ullar- og skinnavörur. Virrnu- stundir eru langar og óreglulegar og lúta engum reglugerðum um vinnutíma. Bændur vinna oft einir eða í litlum hópum, nota vélar og tæki sem mörg hver krefjast mikillar einbeitingar að stýra og geta verið hættuleg. Líf og starf bóndans er þannig háð duttlungum veðurs, vélbúnaðar og búfjársjúkdóma. Þetta vekur spurningar um hvort almennt heilsufar bænda geti verið lakara en annarra, sérstaklega vegna erfiðs starfsumhverfis. Rannsókn þessi hefur að markmiði að skoða almenn sjúkdómseinkenni og hversu oft meðferðar er leitað vegna algengra sjúkdóma meðal starfandi bænda borið saman við þverskurðarsnið almennings. Með þessu var reynt að svara spumingunni um hvort almennt heilsufar bænda og læknisheimsóknir vegna algengra sjúk- dóma væru öðruvísi en annarra í samfélaginu. Sérstaklega var leitað eftir því hvort heilsa þeirra væri verri en annarra. Ef svo hefði verið gæti það haft áhrif á uppbyggingu heilsugæslu í sveitum landsins. Efniviður og aðferðir Þetta er þversniðsrannsókn meðal allra bænda á íslandi sem stóðu árið 2002 fyrir búi með meira en 100 ærgildum eða ígildi þess í mjólkurkvóta. Þessi LÆKNAblaðið 2009/95 655
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.