Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2009, Qupperneq 29

Læknablaðið - 15.10.2009, Qupperneq 29
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN skólafólks vörðu minna fé í lyf og læknisþjónustu en önnur heimili. Heimili atvinnulausra vörðu mun minna fé í tannlækningar og tæki og lyfjabúðarvörur en önnur heimili. Heimili háskólamenntaðra vörðu meira fé í tannlækningar en önnur heimili og hátekjuheimili vörðu meira fé í tannlækningar, lyf, tæki og lyfjabúðarvörur og læknisþjónustu. Tafla III sýnir heildarútgjöld vegna heilbrigðis- mála á ársgrundvelli 2006 eftir hópum (að undan- skilinni óhefðbundinni heilbrigðisþjónustu). Tafl- an sýnir mest heimilisútgjöld hjá fólki á aldrinum 45-54 ára en minnst hjá elsta aldurshópnum (65 ára eða eldri). Meðal hjúskaparstétta voru heimilisútgjöld giftra/sambúðarfólks hæst, en ekkjufólks lægst. Þeir sem áttu barn fimm ára eða yngra höfðu lægri heimilisútgjöld en þeir sem ekki áttu svo ungt bam. Eins og við var að búast hækkuðu útgjöld vegna heilbrigðismála með fjölgun heimilismanna. Atvinnulausir höfðu lægri útgjöld en þeir sem ekki voru atvinnulausir. Af einstökum tekjuhópum vörðu heimili tekjulægsta hópsins minnstu fé, en tekjuhæsta hópsins mestu. Þá voru heimilisútgjöld langveikra og öryrkja umtalsvert hærri en annarra. Þegar heilbrigðisútgjöld heimila eru athuguð skiptir krónutalan ekki aðeins máli heldur ekki síður kostnaðarbyrðin, það er hlutfall útgjalda af heimilistekjum. Tafla III sýnir þetta hlutfall í einstökum hópum. Samkvæmt töflimni vörðu heimili kvenna meiru (2,89%) af tekjum sínum til heilbrigðismála en heimili karla (2,21%). Þá vekur athygli hátt hlutfall heilbrigðisútgjalda af heimilistekjum yngsta fólksins (3,35%), og einnig fólks á aldrinum 65 ára og eldri (2,83%). Þá báru heimili einhleypra og fráskilinna meiri byrðar (3,18% og 3,06%) en heimili annarra hjúskapar- hópa. Meðalstór heimili báru minni byrðar en lítil eða stór heimili. Heimili fólks utan vinnumarkaðar báru meiri byrðar (4,05%) en heimili útivinnandi fólks. Heimili námsmanna vörðu einnig meiru af tekjum sínum til heilbrigðismála en önnur heimili. Heimili atvinnulausra báru hærra hlutfall heilbrigðisútgjalda (3,77%) en heimili annarra. Þá báru heimili grunnskólamenntaðra meiri byrðar en heimili framhalds- og háskólamenntaðra. Þá vekja sérstaka athygli háar kostnaðarbyrðar lágtekjufólks vegna heilbrigðisþjónustu (4,80%) samanborið við aðra tekjuhópa (2,09% og 1,37%). Loks sýnir tafla III að heimilisútgjöld langveikra (3,07%) voru hærri en annarra, en þó sérstaklega öryrkja sem vörðu 6% af heildartekjum heimilis síns til heilbrigðismála. Samanburður á kostnaðarbyrði einstakra hópa (heilbrigðisútgjöldum heimilis sem hlutfalls af heildartekjum heimilis) milli áranna 1998 og 2006 leiðir almennt í ljós svipaðan mun milli hópa (tölur árið 1998 eru ekki sýndar í töflu). Þó er rétt að nefna að kostnaðarbyrði yngra fólks (18-24 ára) jókst mikið á tímabilinu, eða úr 2,50% af heimilistekjum 1998 í 3,35% 2006. Hins vegar lækkaði kostnaðarbyrði eldra fólks (65 og eldri) og ekkjufólks (úr 3,14% og 4,22% árið 1998 í 2,83% og 2,14% árið 2006). Þá höfðu barnaforeldrar marktækt hærri kostnaðarbyrði vegna heilbrigðismála en aðrir 1998, en munurinn var ekki marktækur (og raunar í gagnstæða átt) 2006. Kostnaðarbyrði námsmanna hækkaði á tímabilinu (úr 2,40% í 3,12%) og staða þeirra reyndist marktækt lakari en annarra 2006. Sömuleiðis hækkaði kostnaðarbyrði atvinnulausra (úr 3,28% í 3,77%). Þá báru grunnskólamenntaðir meiri kostnaðarbyrðar en aðrir menntunarhópar 2006 (3,09%), en 1998 var ekki marktækur munur á kostnaðarbyrði menntunarhópanna. Umræða Samkvæmt rannsókninni jukust raunútgjöld íslenskra heimila vegna heilbrigðismála um 29% á tímabilinu 1998-2006 og kostnaðarbyrði heimilanna jókst. Stærstu útgjaldaliðir 2006 voru lyf, tannlæknisþjónusta, tæki og lyfjabúðar- vörur, og læknisþjónusta (í þessari röð). Athygli vekur að hækkun raunútgjalda 1998-2006 var minnst í tannlæknisþjónustunni (15%). Engu að síður var hópamunur á heimilisútgjöldum 2006 mikill í tannlæknisþjónustunni, enda almenn tryggingavernd ekki fyrir hendi þar eins og í læknisþjónustunni. Mest heimilisútgjöld í krónum vegna heil- brigðismála var að finna hjá fólki á miðjum aldri (45-54 ára), giftum/ sambúðarfólki, þeim sem ekki höfðu ung böm á framfæri, stórum fjölskyldum, þeim sem ekki voru atvinnulausir, fólki með háar tekjur, langveikum og öryrkjum. Þegar litið var til kostnaðarbyrði blasti við nokkuð önnur mynd. Mestar byrðar báru heimili kvenna, yngra og eldra fólks, einhleypra og fráskilinna, minni heimili, heimili fólks utan vinnumarkaðar og atvinnulausra, námsmanna, fólks með litla mennt- un og lágar tekjur, og heimili langveikra og öryrkja. Þessar niðurstöður eru hliðstæðar erlendum niðurstöðum.18-21 Þyngstar kostnaðarbyrðar allra hópa báru heimili lágtekjufólks (4,80%) og öryrkja (5,98%). Samanburður á kostnaðarbyrði heimila milli áranna 1998 og 2006 sýnir versnandi stöðu ungs fólks, skólafólks, atvinnulausra og fólks með minnsta menntun, en batnandi stöðu eldra fólks, ekkjufólks og barnaforeldra. Öðru hverju við áramót endurskoða heil- brigðisyfirvöld reglur um komugjöld sjúklinga, LÆKNAblaðið 2009/95 665
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.