Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2009, Síða 38

Læknablaðið - 15.10.2009, Síða 38
FRÆÐIGREINAR YFIRLITSGREIN Mynd 4. Sextugur stórreykingamaöur með vaxandi hnút vinstra megin á hálsi. JS sýnir upptöku í hálseitlum beggja vegna sem samrýmist meinvörpum (gular örvar). Einnig er að finna upptöku í hálskirtli hægra megin sem teygir sig yfir á tungurótina (blá ör). Auk þess var aðfinna upptöku í barkakýliskoki sem samrýmdist öðru frumæxli (rauð ör). *Róttækt hálseitlaúrnám: Allar eitlastöðvar eru teknar ásamt höfuðvendi (sternocleidomastoid muscle), hóstarbláæð (internal jugular vein) og aukatauginni (accessory nerve). #-MRM: Allar eitlastöðvar teknar en einu eða fleiri af höfuðvendi, hóstarbláæð eða aukatauginni er hlíft. ¥ - NO þýðir að ekki er grunur um að eitlameinvörp séu á hálsi. - N+ þýðir að sterkur grunur er um eða staðfest eitlameinvörp á hálsi. Almennt um meðferð FÞKHH Meðferð FÞKHH krefst náinnar samvinnu sér- fræðinga, háls-, nef og eyrnaskurðlækna og krabbameinslækna. Einnig skipta lýtalæknar og talmeinafræðingar miklu í meðferð þessara sjúklinga. Meðferðarúrræði eru rædd á sam- eiginlegum fundum með röntgenlæknum og meinafræðingum þar sem farið er yfir rannsóknar- niðurstöður og meðferðaráætlun ákveðin í kjöl- farið. Fundir af þessu tagi (tumor board) hafa áhrif á meðferð sjúklinga.25 Hér er stuttlega fjallað um mismunandi meðferðarmöguleika, svo sem skurðaðgerðir, geislameðferð og lyfjameðferð og síðan um ákveðin krabbamein innan efri öndunar- og loftvegar þar sem meðferð er oft sérlega flókin. Með vissu millibili gefa bæði evrópsk og bandarísk samtök út leiðbeiningar um meðferð FÞKHH og má nálgast á netinu og í tímaritum.26'29 Skurðaðgerð Skurðaðgerðir og geislameðferð hafa verið meginmeðferðarleiðir við FÞKHH. Pendúllinn hefur hins vegar sveiflast í átt að frummeðferð með geislum með eða án lyfjameðferðar, sérstaklega í meðferð munnkoks-, nefkoks-, barkakýlis- og barkakýliskokskrabbameina. Misjafnt er milli landa og sjúkrahúsa hvort menn beita meira skurðaðgerð eða geislameðferð og fer eftir ráðandi sérþekkingu á hverjum stað. Skurðaðgerðir eru enn mikið brúkaðar við meðferð á krabbameini í munnholi þar sem fylgikvillar geislameðferðar eru talsverðir miðað við skurðaðgerð, sem og við minni krabbameinum (T1 og T2) þar sem leysiaðgerð er oft framkvæmd ein og sér. Ef meinið er vaxið inn í brjósk eða bein er skurðaðgerð líklegri til lækningar en geislameðferð. Skurðaðgerð er einnig notuð sem björgunaraðgerð (salvage) fyrir mein sem koma aftur eða standast frumgeislameðferð með eða án lyfjameðferðar. Meginmarkmið skurðaðgerðar er að sneiða meinið burt með nægjanlegum skurðbrúnum (1-2 cm) í þrívídd sem og stigun eitla (NO) eða meðferð eitla (N+) með eitlaúrnámi á hálsi (neck dissection). Meðhöndlun eitla á hálsi er viðfangsefni í stöðugri endurskoðun, sérstaklega með tilliti til hversu víðtækt eitlaúrnám er nauðsynlegt. Róttækt hálseitlaúrnám* var staðalaðgerð lengi vel en nú er áherslan meiri á sértækt eitlaúrnám (selective neck dissection) þar sem eitlar sem eru líklegastir til að innihalda krabbamein í N0¥ tilfellum eru fjarlægðir.30 Ef hálsinn er N+ er núorðið beitt MRM (modified radical neck dissection)" og einungis þeir líffærahlutar sem krabbameinið er vaxið inn í, ef nokkrir, eru teknir. Nýjar leiðir til enduruppbyggingar með fríum vefflutningi hafa einnig breytt skurðaðgerðum þar sem hægt er að gera mjög víðtækar aðgerðir með enduruppbyggingu sem leiðir til tiltölulega góðrar starfsgetu með tilliti til raddar og kyngingar. Eftir að leysigeislatæknin kom fram í lækn- ingaskyni hefur C02 leysirinn verið mjög nyt- samt tæki til meðhöndlunar á krabbameinum, sérstaklega í barkakýli, sem og annarra meina á höfuð- og hálssvæði. Leysiskurðaðgerð er sér- staklega hentug fyrir minni æxli en sumir hafa einnig náð góðum árangri með lengra gengin æxli.31'32 Leysiskurðaðgerðir hafa jafnframt verið notaðar við endurkomu æxlis eftir geislameðferð með góðum árangri.33 Nýverið kom fram tækni sem gerir það að verkum að hægt er að leiða geislann um þráð (Omniguide®) sem á eftir að auðvelda notkun á þessu þrönga svæði.34 Geislameðferð með eða án lyfjameðferðar Meðferð á staðbundnum krabbameinum: í mörgum tilfellum er geislameðferð ein og sér jafnlíkleg til árangurs og skurðaðgerð en val á meðferð fer eftir staðsetningu æxlis, hugsanlegum fylgikvillum og óskum sjúklings. Lyfjameðferð virðist bæta litlu við geisla í meðferð staðbundinna meina á lágu stigi. Geislameðferð hefur þann kost að hægt er að lækna staðbundin mein án þess að fjarlægja líffærið og slík meðferð veldur sjaldnar sjáanlegum lýtum eða truflun á starfsemi líffærisins en skurðaðgerð.35 Geislameðferð er gjarnan gefin fimm daga vikunnar í sjö vikur þar sem heildargeislaskammturinn er nálægt 70 gray 674 LÆKNAblaðið 2009/95
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.