Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2009, Page 49

Læknablaðið - 15.10.2009, Page 49
FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T fram að ofan hefur fjöldinn haldist í kringum 20 að jafnaði árlega. Sú tala er í samræmi við lauslega samantekt sem birtist í leiðara í blaðinu árið 2002.18 Rannsóknargreinar eru kjölfestan í útgáfu blaðsins og því eðlilegt að ritstjórn stefni að því að fjölga þeim, án þess að hvikað sé frá kröfum um gæði og innihald. Blaðið hefur leitast við að skerpa og bæta vinnureglur og leiðbeiningar fyrir höfunda og ritrýna á síðustu árum.19 Meðal annars er sú vinnuregla nú ávallt viðhöfð að fá tvo til þrjá ritrýna fyrir hverja fræðigrein.20 Athygli vekur að tilteknar sérgreinar sem hafa verið þekktar fyrir virkni í rannsóknum birtu nær engar rannsóknargreinar í Læknablaðinu frá 2004- 2008 (tafla II). Það er verðugt verkefni fyrir ritstjóm blaðsins að hvetja lækna innan þessara sérgreina til að senda efni í blaðið. Útgáfa blaðsins á ensku hefur áður verið til umræðu á síðum blaðsins7, en eitt virtasta vísindarit sem gefið er út hér á landi, Jökull, hefur um árabil birt fræðigreinar á ensku.21 Innlit á heimasíðu blaðsins á netinu eru nú um 12 þúsrrnd á mánuði og fjölgar ár frá ári. Ljóst er að netútgáfa blaðsins nýtur sívaxandi vinsælda20 og er mikilvægt að styrkja hana, enda þótt ólíklegt sé að hún komi nokkru sinni í stað prentútgáfunnar. Ein ástæða þess er sú að nær allar tekjur blaðsins má rekja til auglýsinga í prentútgáfunni. Nýverið hefur verið rædd sú hugmynd innan ritstjórnar að læknum í sérnámi eða doktorsnámi verði boðið að senda inn greinar á ensku til birtingar í netútgáfu blaðsins. Læknablaðið myndi annast þýðingu þeirra á íslensku til birtingar í prentútgáfunni. Birting á ensku á netinu kynni að vera góður kostur, ekki síst þegar um íslenskar rannsóknir er að ræða eða rannsóknir á íslenskum sjúklingum. Birting á ensku gæti einnig aukið áhuga erlendra vísindamanna á að senda inn greinar í blaðið, þótt slíkt myndi krefjast þess að í auknum mæli þyrfti að leita til erlendra ritrýna, að minnsta kosti þegar um mjög sérhæft efni er að ræða. Önnur leið til að auka lestur blaðsins og streymi á innsendum greinum er að valdar greinar úr prentútgáfu blaðsins yrðu þýddar á ensku fyrir netútgáfu blaðsins. Með þessu væri í engu hvikað frá yfirlýstri stefnu blaðsins um að hafa prentútgáfuna á vandaðri íslensku. Vísir að slíkri útgáfu hefur verið til staðar í allmörg ár þar sem enskt ágrip, töflur og myndir fylgja íslensku útgáfunni. Það er ekki sjálfgefið að ein fagstétt á jafnlitlu landi og íslandi nái að halda úti ritrýndu fræðiriti sem kemur út ellefu sinnum á ári í bráðum heila öld. Enn merkara er þó að þetta fræðirit er nú skráð eða búið að fá boð um skráningu í alla helstu gagnagrunna á sviði líf- og heilbrigðisvísinda: Medline11, ISI2 og Scopus.12 Allt efni Læknablaðsins Tafla II. Fjöldi rannsókna í Læknablaðinu á tímabilinu 2004-2008, skipt eftir sérgreinum. Aðeins er tiltekin ein sérgrein. Sérgrein Ár 2004 2005 2006 2007 2008 2004- 2008 Barna- og nýburalækningar 3 3 1 2 6 15 Trygginga- og vinnulækningar 6 2 1 2 2 13 Geðlækningar 2 1 1 2 1 7 Hjartalækningar 2 0 2 1 2 7 Lungnalækningar 2 1 0 2 1 6 Meltingarfæralækningar 1 1 3 0 1 6 Innkirtlalækningar 2 2 0 1 1 6 Menntun/kennsla 3 1 1 0 0 5 Öldrunarlækningar 2 3 0 0 0 5 Kvensjúkdóma- og fæðingarlækningar 1 0 1 1 1 4 Hjarta- og lungnaskurðlækningar 0 0 0 1 3 4 Þvagfæraskurðlækningar 0 2 1 0 1 4 Smitsjúkdómalækningar og örverufræði 1 0 1 0 2 4 Almennar skurðlækningar 2 0 1 0 0 3 Heimilislækningar 0 1 2 0 0 3 Svæfinga- og gjörgæslulækningar 1 1 1 0 0 3 Faralds- og lýðheilsufræði 0 0 2 0 0 2 Lyfjafræði 0 0 1 1 0 2 Næringarfræði 1 0 1 0 0 2 Endurhæfingafræði 1 0 0 1 0 2 Augnlæknisfræði 0 1 1 0 0 2 Bæklunarskurðlækningar 0 1 0 0 0 1 Gigtlækningar 0 0 0 1 0 1 Háls-, nef- og eyrnalækningar 0 0 0 1 0 1 Myndgreining 0 0 1 0 0 1 Æðaskurðlækningar 0 1 0 0 0 1 Samtals 110 Tafla III. Yfirlitsgreinar eftir sérgreinum i Læknablaðinu 2004-2008. Sérgrein Fjöldi Lungnalækningar 6 Geðlækningar 4 Augnlækningar 3 Smitsjúkdómalækningar 3 Taugalækningar 3 Ónæmisfræði 3 Hjarta- og lungnaskurðlækningar 2 Endurhæfingarlækningar 1 Barnalækningar 1 Hjartalækningar 1 Meinafræði 1 Nýrnalækningar 1 Þvagfæraskurðlækningar 1 Samtals 30 LÆKNAblaðið 2009/95 685

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.