Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2009, Page 59

Læknablaðið - 15.10.2009, Page 59
UMRÆÐUR O G F R É T T 1 R LÆKNAFÉLAG REYKJAVÍKUR 10 0 Á R A L 1 9 vín mætti og ætti að ávísa í lækningaskyni. Deilur um þetta atriði héldu áfram í mörg ár, sumir töldu þetta hina mestu firru, aðrir ekki. Var ekki laust við að sá grunur vaknaði upp að það væru hinir ölkærari, sem vildu halda í vínreseptin. Tiplað var kringum málið. Það verður að segja okkur til hróss að aðalfundir LÍ hafa í tvígang tekið upp málefni lækna sem eiga í vanda með ávanabindandi efni og sett á fót stuðningskerfi fyrir þá. Á einu sviði vímuefna er himinn og haf á milli gamla og nýja tímans. LÍ og læknar á öðrum vettvangi hafa beitt sér mjög ákveðið gegn reykingum í samfélaginu og með góðum árangri. Hins vegar var það svo að forsíðu Læknablaðsins prýddi frá upphafi í allnokkurn tíma auglýsing frá Tóbaksverzlun R.P. Leví: „Enginn læknir býr sig að heiman að hann hafi ekki eitthvað af neðantöldum tóbakstegundum, sem hlotið hafa allra lof". Svo kom lýsing á vöruúrvalinu! Ekki verður lokið sögulegri umfjöllun án þess að koma að gagnagrunnsmálinu. Þar skiptist R O 9 stéttin í hatrammar fylkingar þar sem tekist var á um möguleika upplýsingatækninnar og persónuvernd, um rekstrarform og öryggi gagna svo eitthvað sé nefnt. Þar sem undirritaður var beinn þátttakandi í þessum deilum þá er ekki rétt að reyna að búa til einhverja eina niðurstöðu málsins, en samt. Deilurnar voru um margt eðlilegar. Það var styrkur lækna að takast á fyrir opnum tjöldum, fara í gegnum erfiða umræðu um siðfræðileg álitamál. Stjórn LÍ sýndi líka styrk í því að leggja sig fram við að skapa lausn á lokasprettinum. Málið hvarf á endanum úr umræðunni, líklega af orsökum sem tengdust ekki beint þessari deilu. Hér hefur verið stiklað á stóru og ekki á skipulegan hátt. Enda var það ekki ætlunin að að skrifa sagnfræðigrein um sögu Læknafélags Reykjavíkur, heldur að draga fram nokkrar svipmyndir sem sýna að hin klassísku gildi lækna lifa enn góðu lífi á eitt hundrað ára afmæli félagsins. Stiklað yfir 100 ár í þróun læknisfræðinnar Það er ótrúlegt að setja sig í aðstæður kollega okkar, eins og þær voru fyrir 100 árum og svo fram eftir síðustu öld, framfarir í mörgum sérgreinum hafa orðið slíkar. Til að skapa yfirlit um þróun læknisfræðinnar hérlendis og alþjóðlega báðum við forsvarsmenn sérgreina að senda blaðinu yfirlit um helstu áfanga í þróun sinnar sérgreinar. Svör flestra eru mjög ítarleg, en vegna takmarkaðs rýmis urðum við að velja og hafna. í þeirri vinnu kom upp sú hugmynd að setja upp á vefsíðu LI yfirgripsmeiri sögu sérgreina, og yrði ábyrgð á umsjón þeirra falin hverju sérgreinafélagi. En þetta er seinni tíma mál. Yfirlitið, sem hér fylgir, er um margt fróðlegt en alls ekki tæmandi. Eðli máls samkvæmt hefur þróun rannsóknargreina verið mestmegnis á tæknisviði, ljósþræðir, geislar og tölvutækni hafa drifið þá þróun áfram. í þróun margra klínískra greina eru lyf hvað mest áberandi, en tæknin kemur þó alls staðar nærri, jafnvel í grein eins og geðlæknisfræði. Hverju má svo spá um þróun næstu 10 ára, 50 eða 100? í „Læknaklúbbnum" föstudaginn 16. október, þar sem læknar koma saman til að fagna afmæli LR, mun Tryggvi Helgason barnalæknir gera tilraun til að sjá fram í tímann. Hugmyndir allra eru vel þegnar. Gestur Þorgeirsson Högni Óskarsson Höfundarnir vilja þakka þeim fjölmörgu læknum sem lögðu efni til þessa verkefnis. LÆKNAblaðið 2009/95 695

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.