Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2009, Síða 73

Læknablaðið - 15.10.2009, Síða 73
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR TÓBAKSVARNAÞING Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra vitnar ífrétt Morgunblaðsins um skaðsemi reykinga. Ögmundur ávarpar tóbaksvarnaþingið. Heimilislækningafrömuðirnir Sigurbjörn Sveinsson og Jóhann Ágúst Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Sigurðsson. Krabbameinsfélags íslands, og Birna Jónsdóttir, formaður LÍ. Jón Steinar Jónsson heimilislæknir Garðabæ, Sigurður Böðvarsson krabbameinsiæknir og Mikael Clausen barnalæknir voru í hópi þeirra lækna sem ræddu um áhrif reykinga á allar sérgreinar læknisfræðinnar. deyja þrefalt fleiri úr reykingum en allur sá fjöldi sem deyr af öðrum ástæðum en sjúkdómum (non- medical). Það eru dauðsföll vegna glæpa, slysa, náttúruhamfara, eldsvoða og þess háttar." Karl sagði tölfræðina skýra. „Þrjátíu og fimm ára gamall maður sem reykir ekki á 81% möguleika á að ná 75 ára aldri. Sá sem reykir á 58% möguleika á að ná sama aldri. Þeir sem hætta eiga hins vegar möguleika á að vinna þennan mun upp og ná sömu lífslíkum," sagði Karl. Eflaust léttir einhverjum reykingamanni við það og hugsar með sér að málinu sé bjargað með því að hætta að reykja tímanlega. Þar stendur hins vegar hnífurinn í kúnni því í máli Magnúsar Jóhannssonar prófessors kom nefnilega fram að líkurnar á því að geta hætt reykingum eru hverfandi; aðeins 2-4% þeirra sem hætta að reykja eru enn reyklausir ári síðar. Þetta eru reyndar þeir sem hætta af eigin rammleik því líkurnar á árangri aukast eftir því sem meiri aðstoðar við að hætta er leitað. Magnús færði sterk rök fyrir því að nikótín ætti að flokka sem lyf og/eða fíkniefni þar sem það væri meira vanabindandi en heróín, kókaín og áfengi, einnig meira bráðdrepandi en þessi þrjú efni og líkurnar á að geta hætt notkun þess væru umtalsvert minni en hjá þeim sem háðir eru heróíni, kókaíni eða áfengi. „Ef nikótín kæmi fram í dag yrði það umsvifalaust bannað bæði sem eitur og ávanabindandi efni." Magnús benti ennfremur á að miðað við veikindi og dauðsföll kæmist ekkert fíkniefni með tærnar þar sem nikótín hefði hælana. „Nikótín er langhættulegasta fíkniefni sem við þekkjum." Enginn er frjáls fíkill Valgerður Rúnarsdóttir, sérfræðingur í fíknsjúk- dómum, tók upp þennan þráð og rakti hversu erfitt væri fyrir nikótínista að hætta. „Reykingar eru stærsta mögulega fyrirbyggjandi ástæða fyrir dauðsföllum á Vesturlöndum. Fyrir utan peningaaustur tóbaksframleiðenda í markaðs- setningu er það fíknin sjálf sem viðheldur reykingum. Hún er undirrótin að þeim gríðarlega félagslega, efnahagslega og heilsufarslega vanda sem stafar af reykingum." Valgerður vitnaði í ungan dreng sem vissi upp á hár hvað væri verst við reykingar: það væri svo erfitt að hætta. „Þetta er aðalatriðið. En það er samt ekki nóg að vita þetta því unga fólkið byrjar samt að reykja og einnig þrátt fyrir alla tölfræði um hversu margir deyja fyrir sjötugt vegna reykinga. Sá sem byrjar að reykja 15 ára er ekki með áætlun í kollinum um að reykja næstu 30 árin. Það sem er mikilvægast er LÆKNAblaðið 2009/95 709
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.