Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2009, Síða 81

Læknablaðið - 15.10.2009, Síða 81
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR TÓBAKSVARNAÞING Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart, flest höfum við þá skoðun að ákvarðanir okkar spretti bæði af eigin frumkvæði og vegna áhrifa frá umhverfinu. í sama anda má halda því fram með nokkuð góðum rökum að samfélagið sé ekki einungis summan af einstaklingunum sem þar eru heldur sé þar einnig einhvers konar þjóðarsál sem hefur áhrif á vitund og hegðun þeirra sem þar búa. Þar með væri orðum Margrétar Thatcher sem hún lét falla þegar hún var forsætisráðherra hafnað en hún sagði „að samfélagið væri ekki til, það væru einungis til einstaklingar og fjölskyldur". Þessi skoðun mótaði alla hennar stjórnmálastefnu og einnig margra annarra. Afleiðing þessarar hugsunar verður sú að vandamál minnihlutahópa, sjúkdómar þeirra og fátækt verður einangruð frá samfélaginu, þeir eru ekki við heldur hinir. Áfengissjúklingar, eiturlyfjaneytendur, offitusjúklingar, tóbaksfíklar, fátækir, atvinnulausir og svo framvegis eru þá hópur vandamálafólks, aðskilin frá öðrum í samfélaginu. Samfélagið, við, berum ekki ábyrgð á nokkurn hátt á ástandi þessa fólks. Það ber ábyrgð sjálft og leiðin til að leysa vandann er fyrst og fremst að beita ýmis konar sérúrræðum sem beinast þá að meðhöndlun hinna afbrigðilegu og einhvers konar félagslegri eða læknisfræðilegri aðstoð til þeirra sérstaklega. Ábyrgðin er þá þeirrn. Það er mun einfaldara að takast á við vandann með þessa sýn að leiðarljósi en að fara þá leið að viðurkenna að jaðarhópurinn sé líka við, að hann tilheyri samfélagi okkar allra. Þó sú leið að hafna þeim sé einfaldari er hún ekki árangursrík. Samfélagsábyrgð Staðreyndin er sú að jaðarhópar og vandamál sem þeim fylgja rísa ekki úr engu. Þeir verða ekki aðskildir frá heildinni. Þeir eru hluti af henni. Við getum notað áfengisneyslu sem dæmi til að sýna fram á þetta. Ef meðalneysla áfengis hækkar úr þremur lítrum á ári í sjö hafa rannsóknir sýnt að fjöldi áfengissjúkra vex í beinu hlutfalli. Fjöldi áfengissjúkra verður ekki aðskilinn frá heildarneyslunni. Meðal annars vegna þessa er oft vafasamt að skipuleggja áróðursherferðir þar sem höfuðáhersla er á fórnarlambið (þann sem er í viðjum fíknarinnar) og setja á hann alla ábyrgðina af vandanum. Einn meginkosturinn við að viðurkenna ábyrgð samfélagsins við að móta neyslu okkar og lífsstíl er einmitt að þar er fíkillinn sjálfur oft losaður undan ábyrgð, sekt og skömm yfir því að vera eins og hann er. Þó þessi afstaða virðist ýta undir ábyrgðarleysi tel ég mun líklegra að hið öndverða muni gerast. Það að hætta að ásaka þann sem reykir, líta ekki á hann sem „reykingafíkil í útgarði samfélagsins", getur verið öflug leið til að efla hann og styrkja og þar með gefa honum aukið vald til að takast á við eigið líf og hætta að reykja ef hann óskar þess.6 Reykingar, faraldur eða frjálst val? Með því að kalla reykingar faraldur er þeirri hugmynd gefið óþarflega mikið vægi að þeir sem reyki séu fórnarlömb fíknarinnar. Þeir hafi ekki vald á eigin lífi og hafi einfaldlega „smitast" án þess að hafa komið nægjanlegum vömum við. Sú líking er því ekki að öllu leyti rétt. En reykingar eru heldur ekki einvörðungu frjálst val, það væri einföldun og dregur upp ranga mynd. Mín niðurstaða er sú að við verðum að innlima bæði sjónarhorn umhverfis og hins frjálsa vilja. Það er ótækt og merki um skort á reisn og virðingu fyrir manneskjunni að viðurkenna ekki að við höfum vilja og getu til að skapa okkar eigin líf. En við verðum líka að viðurkenna mikilvægi umhverfisins. Við höfum ábyrgð gagnvart þeirri þjóðarsál sem minnst var á hér fyrr. Þetta tvennt fer því saman: umhverfið og hinn frjálsi vilji. Okkar hlutverk er að byggja upp samfélag þar sem einstaklingurinn hefur sem mesta möguleika á að hafa vald yfir eigin lífi. Við þurfum þá líka að viðurkenna að það sem takmarkar hvað mest frelsi manns í samfélaginu eru ekki einvörðungu bönn eða hindranir; svo öfugsnúið sem það virðist geta slíkar hindranir í sumum tilvikum ýtt undir vald okkar á eigin lífi. Þau geta leyst okkur undan óæskilegum áhrifum umhverfisins á líf okkar. Það sem getur fjötrað okkur á mun dýpri og alvarlegri máta eru allmenn samfélagsmein eins og fátækt, ójöfnuður og skortur á almennri menntun. Við slíka fjötra tapar fólk stjórn á lífi sínu. Þetta eru fjötrar sem við verðum að vinna gegn. Ekki bara til að draga úr hættunni á sjúkdómum tengdum reykingum heldur einnig til að berjast gegn sjúkdómum af völdum áfengisneyslu, offitu og ofbeldis. Við viljum öll vera gerendur í eigin lífi, við viljum búa yfir getunni til þess, í umhverfi þar sem það er mögulegt. Heimildir 1. Rose G. The Strategy of Preventive Medicine. Oxford University Press. Oxford, New York 1993. 2. Chesterton GK. „Omar and the sacred Vine". í bókinni: Gilbert K. Chesterton. Heretics. Digireads.com Publishing, Stilwell KS. 2006. 3. Morris JN. Are health services important to the people's health? BMJ1980; : 167-8. 4. Wilkinson RG, Pickett K. The Spirit Level: Why More Equal Societies Almost Always Do Better. Allen Lane 2009. 5. Dougherty CJ. Bad faithand victim-blaming: the limits of health promotion. In D. Seedhouse (ed.) Reforming Health Care: The Philosophy and Practice of Internatonal Health Reform. John Wiley and Sons, Chichester 1995: 209-20. 6. Holland S. Public Health Ethics. Polity press, Cambridge 2007. LÆKNAblaðið 2009/95 71 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.