Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2009, Side 84

Læknablaðið - 15.10.2009, Side 84
 U M R Æ Ð U R O G FRÉTTIR B R É F T I L BLAÐSINS/AUGLÝSING Til ritstjóra Læknablaðsins Landlæknir virðir mörkin Ólafur Ólafsson Óttar Guðmundsson læknir skrifaði grein í fyrverandi landlæknir Læknablaðið 2009; 95: 391-5, „Læknislist og fag- mennska. Læknar sem virða ekki mörkin." Þar minnist hann á atvik úr ævisögu Ezra Péturssonar þar sem læknirinn viðurkennir að hafa haft mök við sjúkling sinn. Óttar fullyrðir að Ezra hafi ekki hlotið refsingu frá hinu opinbera. Ég var þá í starfi landlæknis og fékk vitneskju um þetta athæfi í desember 1997 eftir að bókin kom út. Ég kallaði Ezra á fund minn, veitti honum al- varlega skriflega áminningu og óskaði eftir því að hann skilaði inn læknaleyfi sínu. Ezra var hættur að praktísera þá. Samkvæmt bréfi heilbrigðis- ráðuneytis var Ezra sviptur læknaleyfi 12. janúar 1998 að tilhlutan landlæknis. Ezra var sá þriðji er sviptur var lækningaleyfi í minni tíð vegna svipaðs brots. Starfsstyrkir til vísinda- og þróunarverkefna í heimilislækningum Vísindasjóður Félags íslenskra heimilislækna (FÍH) mun veita allt að 5 milljónum króna til starfsstyrkja á þessu ári. Af því tilefni auglýsir sjóðurinn lausa til umsóknar starfsstyrki til vísinda- og þróunarverkefna á sviði heilsugæslu. Starfsstyrkirnir geta verið allt frá 1 til 12 mánaða í senn. Upphæð starfsstyrks miðast við fasta upphæð sem svarar til dagvinnulauna styrkþega og er þá tekið mið af menntun og starfsaldri, þó aldrei hærri en sem svarar dagvinnulaunum yfirlæknis í heilsugæslu. Sé styrkþegi starfandi á heilbrigðisstofnun innan heilsugæslunnar leggur stjórn Vísindasjóðsins til að styrkurinn verði greiddur beint til þeirrar stofnunar. Á móti komi að forsvarsmenn stofnunarinnar sjái til þess að styrkþegi haldi áfram starfi sínu, óþreyttum launum og réttindum, en fái jafnframt tíma til að sinna rannsónarstörfum á dagvinnutíma. Við mat á umsóknum er lögð áhersla á að rannsóknarverkefnið sé á forsendum heilsugæslunnar. Sé um vísindaverkefni að ræða er einnig lögð áhersla á tengsl rannsakenda við Heimilislæknisfræði Háskóla íslands eða aðra akademíska háskólastofnun í heimilislækningum. Umsóknir þurfa að berast sjóðnum fyrir 20. október næstkomandi og ber að skila rafrænt til Margrétar Aðalsteinsdóttur, ritara sjóðsins hjá Læknafélagi íslands á netfangið magga@lis.is, á eyðublöðum Vísindasjóðs Félags íslenskra heimilislækna ásamt rannsóknar- og fjárhagsáætlunum, eða framgangsskýrslu ef umsækjandi hefur áður fengið styrki úr sjóðnum. Lög vísindasjóðs eru á heimasíðu FÍH. Nánari upplýsingar veita Elínborg Bárðardóttir, sími 898 29 54 og Jóhann Ág. Sigurðsson, sími 897 79 19. F h. Vísindasjóðs Félags íslenskra heimilislækna Elínborg Bárðardóttir formaður 720 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.