Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 17
JAFNRÉTTI ÁN FEMÍNISMA, PÓLITÍK ÁN FK EÐA?
Rauðsokkahrey'fingunni og snerist um kvTnnaverkfall. Eftir að verkfalls-
hugmyndinni var breytt í kvennafrí skapaðist um hana breið samstaða
(Vllborg Sigurðardóttir 2001:490). Talið er að um 90% íslenskra kvenna
hafi lagt niðrn- vinnu þennan dag og að 25 þúsund konur hafi safiiast
saman á Lækjartorgi (Jónína Margrét Guðnadóttir 1985:18-19). En var
kvennafrídagurinn af þessum sökum femínískur atburður? Hann var
táknræn aðgerð sem reynst hefur mikilvæg stoð í sögu íslenskrar jafn-
réttisbaráttu en á hvaða forsendum væri hægt að kalla hann femínískan?
Séu viðmið Delmar hér að framan um vitundarstig notuð, er ljóst að
hæpið er að kalla kvennafríið femíníska aðgerð. En hér verður því hald-
ið frarn að krafan um vitund sé ekki nægileg. Það þarf einnig að skoða
þær hugmyndalegu forsendur sem aðgerðin byggist á og hvernig hún
talar til samtímans. Hvaða erindi á aðgerðin við samfélagið, í hvaða sam-
hengi verður hún merkingarbær og hvemig?
Hugmyndin um kvennaverkfall þótti mörgum of róttæk og hún var
talin fæla frá þátttöku (Gerður Steinþórsdóttir 1980:51). Að umbreyta
verkfalli í frí fól í sér pólitíska málamiðlun sem gerði hugmyndina minna
hættulega en ella.3 En hugmyndin er einnig merkingarbær á öðru plani
því hún felur í sér tiltekna kynjaímynd: Góðar stúlkur fara ekki í verk-
fall, þær gera ekki kröfur. I verkfalli felst ögrun, það felur í sér að víglín-
ur séu skilgreindar og hagsmunaárekstrar viðurkenndir. Það felur í sér
stéttarvitund og baráttuválja. Sá sem fer í verkfall er gerandi, hann leit-
ast við að hafa áhrif á samfélagslega framvindu. I þessu samhengi er hug-
myndin um kvennafríið staðfesting á viðteknum hugmyndum um kven-
leika fremur en ögrun við þær.
Því má auðvitað með vissum rökum halda fram að kvennafríið hafi
verið femínísk aðgerð í anda frjálslynds femínisma. En sem slíkt hróflaði
kvænnafríið ta^plega við ríkjandi kvenímynd eða hugmyndum samfélags-
ins um hlutvetk kvenna. Það var þægileg og meðfærileg hugmyndafræði
sem hægt var að reka á forsendum kerfisins. Og það sem gaf kvenna-
frídeginum sprengikraft og hreyfiafl var ekki sú frjálslynda femíníska
hugmyndafræði sem hann e.t.v. byggði á, heldur hin gríðarlega þátttaka.
Það sem var nýtt og ógnandi var að konur hefðu samtakamátt. Samfé-
lagið tók við sér, kannski einmitt af hræðslu við að þessi samtakamáttur
Helvi Sipilá, framkvæmdastjóri kvennaársnefndar SÞ sagði íslenskum konum að
hugmyndin um kvennafrí væri ekki lögleg aðgerð, en taldi hins vegar að „ef vel tæk-
ist til gæti hún vakið heimsathygli“ (Gerður Steinþórsdóttir 1980:49).
J5