Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Qupperneq 107
UMHYGGJA OG RETTUCTI
eldravaldi eða öðru kennivaldi sem útheimtir hlýðni og virðingu. Hlut-
verkasiðferðið ræðst, eins og nafhið gefar til kynna, af þeim siðareglum
sem fvlgja stöðu einstaklingsins í þeim margvíslegu samtökum sem hann
kann að tilheyra. Að mati Ravvls leiðir hlutverkasiðferði til lögmálssið-
ferðis. Þá sjáum við samfélagið sem samtök jafningja og hlutverk borg-
arans er að stuðla að almannaheill með réttlæti sem sanngirni að leiðar-
ljósi.' Ravvls greinir lögmálssiðferði í tvennt: Réttlætiskennd annars
vegar, en mannvináttu og sjálfsaga hins vegar. Réttlætiskenndin sker úr
um það hvort menn tileinka sér réttlætislögmálin og beita þeim í breytni
sinni.8 Mannvináttan og sjálfsaginn útheimta fómir sem ekki er réttlæt-
anlegt að krefja nokkum mann um. Þær em umframskylduverk sem
engir nema dýrlingar og hetjur inna af hendi, þótt þau séu í fullu sam-
ræmi við leikreglur réttlætis.9
Þessi stigakenning Rawls, sem hann notar sumpart sem rök fyrir
kenningunni um réttlæti sem sanngimi, samsvarar í megindráttum hug-
mvTidum Piagets og Kohlbergs um siðgæðisþroska. Það þarf því vart að
koma á óvart að gagnrýni Gilligans á hugmyndir Kohlbergs hafi orðið
uppistaðan í femínískri gagnrýni á réttlætiskenningu Rawls. Jafnframt
má segja að kenningar í anda Kants, sem leggja megináherslu á þátt al-
mennra lögmála í siðferðinu, hafi legið undir ámæli fýrir að bæla þá rödd
sem Gilligan tengir við umhvggju. Eg mun nú reyna að draga ffam í
megindráttum þessa gagnrýni og leitast við að meta réttmæti hennar
jafnóðum. Jafnframt mun ég leitast við að svara þeirri spumingu hvort
„hin röddin“ hafi jaftimikla sérstöðu í siðferðilegum efnum og margir
femínistar halda fram.
.Justice as faimess“ vísar til meginhugmyndar Rawls um réttláta skiptingu gæða:
„Oll frumgæði mannlegs samfélags - ffelsi og tækifæri, tekjur og auður og forsend-
ur sjálfsvirðingar - eiga að skiptast jafnt nema að ójöfn skipting einhverra eða allra
þessara gæða sé til hagsbóta þeim sem verst eru settir“ A Theory ofjvstice, bls. 62.
Þvðing Þorsteins Gylfasonar, „Hvað er réttlæti?“, Réttlæti og runglæti. Mál og menn-
ing 1998, bls. 202. '
8 Rawls, A Theory ofjustice, bls. 567. I þessu riti (bls. 60) setur Rawls fram og skýnr
tvö réttlætislögmál: frelsislögmálið og mismunarlögmálið. Frelsislögmálið kveður á
um að sérhver maður eigi að hafa jafnmikinn rétt til fyllsta grundvallarffelsis og
samrýmartlegur er sambærilegu ffelsi allra annarra. Mismunarlögmálið kveður á um
að allur félagslegur og fjárhagslegur ójöfnuður skuli vera með þeim hætti að a) æda
megi að hann sé öllum til hagsbóta, b) hann sé bundinn embættum og stöðum sem
alhr eiga jafnan kost á að sækja um við sanngjöm skilyrði.
9 Sbr. J.O. Urmson, „Saints and Heroes“, Moral Concepts, ritstj. J. Feinberg. Oxford
University Press 1969, bls. 60-73.
i°5