Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Síða 175
MONIQUE WTTTIG: UPPLAUSN LÍKAMANS OG UPPSPUNNIÐ KYN
sem slíks. Ef fjöldi kynja svarar til fjölda lifandi einstaklinga hefði kym
ekki lengur neina almenna skírskotun sem orð: Kyn manns yrði alveg
stök eign og gæti ekki lengur þjónað sem lýsandi alhæfing.
Þau myndhvörf eyðileggingar, valdsviptingar og ofbeldis sem Wittig
beitir í kenningu sinni og skáldverkum hafa erfiða verufræðilega stöðu.
Þótt málfarslegar flokkanir móti raunveruleikann með „ofbeldi“ og búi
til félagslegan skáldskap í nafni hins raunverulega kemur í ljós að tál er
sannari veruleiki, verufræðilegt einingarsvið sem félagslegur tilbúningur
er borinn saman við. Wittig neitar að gera greinarmun á „óhlutbundn-
um“ hugtökum og „efnislegum“ raunveruleika með þeim rökum að hug-
tök séu mynduð og þeim dreift innan efnisheims tungumálsins og að það
tungumál byggi hinn félagslega heim efnislega.21 A hinn bóginn má
skilja þessa „byggingu“ sem afbökun og hlutgervingu og rétt að dæma
hana út ffá fyrra veruffæðisviði undirstöðueiningar og allsnægta. Það
sem er byggt, er þannig „raunverulegt“ að því marki að það er uppfund-
ið fyrirbæri sem nær völdum í umræðunni. Stoðum er samt kippt undan
hinu byggða með orðatiltækjum sem óbeint leita athvarfs í algildi tungu-
málsins og einingu Verunnar. Wittig heldur því fram að „það sé alveg
hugsanlegt að bókmenntaverk hafi sömu áhrif og hernaðarvél,“ jafnvel
„fullkomin hernaðarvél“.22 Aðalhertæknin í þessu stríði fyrir konur, les-
bíur og homma - og öll hafa þau verið gerð stök með samsömun við
„kynferði“ - er að tryggja stöðu hinnar talandi sjálfsveru og ákalls henn-
ar um algilt sjónarhorn.
Spurningin um það hvernig sértæk og afstæð sjálfsvera getur talað sig
út úr kynferðisflokkuninni mótar ýmsar hugleiðingar Wittig um Djuna
Barnes, Marcel Proust og Natalie Sarraut.23 Bókmenntatexta sem stríðs-
viljann til valds við það hvemig hið táknfræðilega/ómeðvitaða færir hina talandi sjálfs-
vem til í kenningu Lacans og í því sem tekið hefur við af henni í orðræðu sálgreining-
arinnar. Fyrir Wittig urðist kynferði og þrá vera áherslur sem ráða sér sjálfar innan
einstakrar sjálfsvem. Fyrir Deleuze og andstæðingum hans í sálgreiningu hlýtur löng-
un hins vegar nauðs\Tilega að færa sjálfsvemna til og afmiðja hana. „Það er fjarri því
að löngun þurfi fynrfram að gefa sér sjálfsvem“ fullyrðir Deleuze „löngun verður alls
ekki til nema í því augnabliki sem einhver glatar mættinum til að segja „ég““. Gilles
Deleuze og Claire Pamet, Dialogues. Þýð. Hugh Tomlinson og Barvar Habberjam.
Columbia University Press, New York, 1987, bls. 89.
21 Þennan skilning sinn þakkar hún verkum Mikhails Bakhtin hvað eftir annað.
22 Monique W’ittig 1984, „The Trojan Horse,“ Feminist Issties, 4. árg., 2, bls. 47.
23 Sjá Alonique Wittig 1983, „The Point of View: Universal or Particular?“ Feminist
Issues 3. árg., 2; Alonique Writtig 1983, Monique Wittig 1985b, „The Place of Ac-
173