Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Síða 89
MENNING ER MATTUR
geri lesandanum kleift að skilja merkingu þess síðarnefhda. Merking
verður þannig lykilatriði í kenningu Geertz um menningu og starf
mannfræðingsins er fyrst og fremst fólgið í því að túlka merkingu. En
merking er alltaf umdeilanleg, segir Geertz, hana verður að túlka og
menning er því ekki, að áliti Geertz, sjálfstætt og hlutlægt kerfi.
Nú gæti maður látið sér detta í hug að til þess að vera fær um þetta
verk þyrfti mannfræðingurinn að hafa einhvem sérstakan hæfileika til
þess að lesa huga viðfangsefha sinna. Hvernig getur maður annars gert
greinarmun á depli og blikki? Þessu neitar Geertz og fátt virðist honum
reyndar ógeðfelldara en sú hugmynd að mannffæðingurinn sé einhvers
konar huglesari. Geertz heldur því fram að þau form og þau tæki sem
fólki standi ril boða að nota til að gefa athöfhum sínum og reynslu merk-
ingu séu alls ekki sálfræðilegs eðlis. Þvert á móti séu þau opinber, al-
menn, opin öllum þeim sem tilheyri þeirri menningu sem um ræðir
hverju sinni. Munurinn á blikki og depli er þannig ekki sálffæðilegur
hann er menningarlegur, merkilegur, ef svo má segja. Sá möguleiki er
fyrir hendi að sumar menningar geri ekki greinarmun á depli og bfikki,
að bhkk, með öðrum orðum, sé þar ekki til.
Af ffamansögðu gæti maður ætlað að Geertz ætli mannffæðinni held-
ur léttvægt hlutverk. Varla getur það talist stórbrotið verkefni að skrá það
að Gunna hafi blikkað Jón og með því beðið hann að hitta sig bak við
skúr í hádeginu. Eða hlýtur mannffæðin ekki að vera meira en upptaln-
ing af og menning meira en röð af merkingarbærum athöfhum? Svar
Geertz er að hlutverk mannffæðingsins sé ekki eingöngu það að skrá
merkingarbærar athafnir og menning ekki bara röð sbkra athafna.
Menning er líka þau tjáningarform sem fólk notar til þess að tjá og túlka
athafhir sínar og annarra og gefa þeim merkingu. Hlutverk mannffæð-
ingsins er þá um leið að skrá, skilja og skýra þessi form, tengsl og áhrif
þeirra. Geertz segir að það sé meginatriði hér að tjáningarformin eru op-
inber og almenns eðlis. Þetta gerir það að verkum, segir Geertz, að
merking athafna sem virðast á yfirborðinu hverfular og tímabundnar get-
ur enst. Það er að segja, merking þess að Gunna blikkaði Jón hverfur ekki
um leið og athöfninni sjálfri er lokið. Það sem meira er, tjáningarformin
og tengsl þeirra eru til óháð einstökum athöfnum sem nýta sér þau.
Nú kynnu sumir að segja að með því sé endurvakin hugmyndin um
menningu sem sjálfstætt kerfi og Geertz hafi þannig gengið þvert á eig-
in hugmyndir. Sjálfur spyr Geertz (1973) hvernig fræðimenn geti haldið
87