Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Side 96
ARNAR ARNASON
grundvallarhugm\Tidir sem móti sýn þess á veruleikann og að viðhald
menningarinnar felist þannig í því hvemig þessum ótneðviniðu hugmynd-
um sé viðhaldið. Þessi kenning, eins og áður er getið, felur í sér að við get-
um talað um menninguna sem einhvers konar sjálfstæðan veruleika sem
viðhaldi sér sjálfur, en það er hugmynd sem mannífæðingar eiga nú orðið
erfitt með að halda fram. Viðbrögðin við þessu hafa verið margvísleg. Eg
hef rakið kenningu Geertz um menningu sem merkingu, hugmyndir Clif-
fords um pólitískar rætur og afleiðingar þess að skrifa um menningu, og
hugmyndir Wolfs um sögulegt og síbreWlegt eðfi menningarinnar. Hér
vil ég aðeins nefna áhrif félags- og mannfræðingsins Pierres Bourdieus.
Bourdieu (1977) benti á að þó við getum haldið því ffarn að menning
felist að miklu leyti í hugmyndum og gildum og sé þannig huglæg, þá
hljóti endurnýjtm hennar að hvíla á því sem fólk gerir. Nú erum við lík-
amar og allt sem við gerum er að sumu leyti líkamlegt athæfi, jafnvel það
að ræða hugmyndir, kenna og skiptast á skoðunum. Þetta hlýtur að hafa
áhrif á það hvernig menningu er viðhaldið og hún endurnýjuð. Þessa
hugmynd gerði Bourdieu að útgangspunkti sínum og hún hefur síðan
haft mikil áhrif innan mannfræðinnar.
Eitt af mörgum viðfangsefhum Bourdieus var viðhald félagsgerðarinn-
ar í flóknum vestrænum samfélögum. Bourdieu (1977) hélt því ffam að
þetta viðhald væri hvorki hugmyndafræðilegt né sjálfvárkt, heldur væri
það efnislegt og í raun líkamlegt, og nokkuð sem þyrfti að fá áorkað, eitt-
hvað sem fólk gerði, oft án þess að gera sér grein fyrir því og oft með
þeim afleiðingum að það flækti sig frekar í vefi valds og ójafnaðar.
Bourdieu var í skrifum sínum að andæfa formgerðarstefnu mannfræð-
ingsins Claude Levi-Strauss sem hafði haldið þva ffam að mannsheilinn
byggi yfir ákveðinni hlutlægri formgerð sem væri samskonar alls staðar og
alltaf. Þessari hugmymd fylgdi ákveðin aðferðarffæði sem miðaði að því að
finna þessa fonngerð heilans hlutgerða í goðsögum og öðrum frekar fonn-
legum þáttum menningarinnar. Vimndarlíf og athafhir fólks vom hér álitin
flækjast fyrir ef eitthvað var. Segja má að Bourdieu snúi Levi-Strauss á haus
og bæti þar inn í ákveðnum pólitískum þætti, með því að halda því fram að
í menningunni sé að finna effirmyTidum hinnar raimvemlegu stéttaskipt-
ingar og hins raunverulega ójafnaðar sem finna megi í öllum samfélögum. '
3 Hér minnir kenning Bourdieus um margt á klassískar marxískar hugmyndir og svo
á kenningu Gramscis en hugmyndir hans um forræði hafa einnig átt nokkrum vin-
sældum að fagna í mannfræði upp á síðkastið.
94