Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Page 107
KENNSLUÞJONAR OG NAMSNEYTENDUR
Það er aftur á móti tilfinnanlegur skortur í menningarfræði (og í
gagnrýnni kennslufræði) á „vistfræðilegri“ greiningu á því hvemig sjálf
orðræða menningarfræðinnar er sprottin úr jarðvegi þessara stofnana sem
virðast svo þandsamlegar.9 Það vottar fyrir þessari vistfræði hugmyndanna
þegar Wilfiams lýsir því hvemig fullorðinsfræðslan reyndist mikilvægur
tilraunavettvangur þess sem síðar varð formlega að menningarfræði. Því
miður grípur hann til eins konar hreinhyggju um þessa starfsemi þegar
hann lýsir hinum fátæklegu aðstæðum sem hann bjó við ásamt nemend-
um sínum þegar hann vann að bókinni Communications (1973): ,,[V]ið
rannsökuðum dagblöð og sjónvarpsþætti með gögn og efni á tjá og tundri
í eldhúsinu heima hjá okkur og notuðum bakhfiðar á umslögum tdl að
bæta við punktum. Þegar ég sé hvemig fjölmiðlafræðideildir era nú,
hverskonar búnað þær hafa til að vinna verkið almennilega átta ég mig
auðvitað á því að munurinn er afgerandi.“ Þessum eldhúsgólfsaðstæðum
fylgir einnig ákveðinn rómantískur hreinleiki í lýsingu Wilhams, sem seg-
ir það auðvitað mikla bót að hafa vel útbúnar háskóladeildir til þessara
starfa. Hann virðist samt ekki geta varist tilhugsuninni um að eitthvað hafi
týnst í góðærinu: „Eg á við að á vissum nýjum sviðum em [þessar nýju
deildir] faglegri, skipulagðari, betur búnar. A hinn bóginn er sá vandi enn
á sínum stað að verkefhið sjálft getur gleymst“ (Williams 1989, bls. 158).
Þetta orðalag gefur í skyn að hinu „raunverulega verkefni“ fylgi einhver
hreinleild sem hætta sé á að glarist í hinum nýju, vel útbúnu stofhunum.
En er það ratmhæft að meta „ffamtíð hennar“ út frá upphafinu og stað-
hæfa líkt og Wfilliams gerir í lok þessa fyrirlestrar, að kjami menningar-
fræðinnar hafi alltaf fahst í því að tengja hið besta í starfi menntamanna
við líf og starf fólks sem hefur annað að atvinnu og tortryggir jafhvel
„intelhgensíuna“ (bls. 162)? Þetta er ekki erfitt að tengja við eldri hug-
myndir um menntafólk sem ffamvarðasveit alþýðunnar, einkum kenning-
ar Gramscis um nauðsyn þess að verkalýðurinn tryggi sér menningarlegt
„The Work of Culuiral Suidies in the Age of Transnational Production“, Minnesota
Revieu’ 45:6 (1995/6), bls.l 17-146. Sem dæmi um þessar nálganir sjá m.a. Tony
Bennett, „Putting Pohcy into Cultural Studies“ í Grossberg 1992.
9 Gott dæmi úr nýrri texta eftir Giroux, sem sýnir að hann hefur ekki breytt skoðun
sinni mikið frá 1984, er inngangur hans að Fugitive Cultures (1996), einkum frásögn
hans af eigin deilum við forseta Boston University í kjölfar þess að stjóm háskólans
neitaði honum um fastráðningu (bls. 6-8). Þessi inngangur er ekki síst merkilegur
fyrir þá sök að í frásögn Giroux af eigin æsku og skólun er hann iðulega á skjön við
stofnanimar og „kerfið“, og þessa uppreisn tengir hann ítrekað viðfangsefni bókar-
innar, æsku- og utangarðsmenningu af ýmsum toga.
io5