Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Page 108
GAUTI SIGÞORSSOX
forræði í baráttunni gegn yfirráðum borgarastéttarinnar. Tengingin milli
fræðastarfs og lífsmáta almennings verður þar með að eins konar skdl-
greiningu á kjama menningarfræðinnar, og það er iyrst og ffemst í við-
haldi þessa hugmyndakjarna sem Williams sér framtíð menningarfræð-
innar.
Mér þykir votta fyrir svipaðri þrá efrir hinum hreina uppruna í um-
mælum Cary Nelson, Paulu Treichler og Lawrence Grossberg. Inngang-
ur þeirra að safnritinu Cultural Studies (1992) hefur re\nst nokkurs kon-
ar biblía í faginu undanfarinn áratug. Þau lýsa „sprengingunni“ sem varð
í menningarfræði í byrjun 10. áratugarins sem bæði tækifæri og ógn,
nánar tiltekið sem bandarísku tældfæri og bandarískri ógn: „I Bandaríkj-
unum þar sem bylgjan er sérstaklega mikil, hafa akademískar stofnanir,
útgáfufrTÍrtæki, tímarit, ráðninganefndir, ráðstefnur og námsefni háskóla
skapað vemleg fjárfestingatækifæri í menningarffæði og stundum í fá-
visku um sögu hennar, um hverjir stunda hana, tengsl hennar \ið hefð-
bundnar greinar og lífíð sem hún á utan akadeimunnar“ (Nelson o.fl.
1992, bls. 1). I innganginum skýra þau ógnina þar af leiðandi á þjóðleg-
um forsendum, og útflumingurinn ffá Bretlandi fírðist vera einhvers
konar syndafall: Bresk menningarffæði var meðvituð um félagsleg og
pólitísk áhrif sín, hún var tilraun til þess að hafa áhrif utan háskólanna,
líkt og Williams lýsir hér að ofan, en Bandaríkin em staðurinn þar sem
hún tapar þessu uppmnalega inntaki: „Þeir sem smnda greinina í Banda-
ríkjunum hugsa fyrst og fremst um það hvers konar störf menningar-
ffæði muni samsama sig við og hverjar félagslegar afleiðingar hún muni
hafa. [...] Of margir umskíra einfaldlega það sem þeir em að fást við ril
að notfæra sér menningarfræðibylgjuna“ (Nelson o.fl. 1992, bls.
10-11).10 Því er innganginum ekki bara ætlað að k\Tina efni bókarinnar,
heldur tryggja að nafnið haldist \dð ffæðimennsku sem ávinnur sér rétt-
inn til þess að kallast menningarffæði með því að leitast \áð að hafa fé-
lagsleg og pólitísk áhrif.11
10 Cary Nelson segir annarsstaðar söguna af þessu „syndafalli", en gerir þar bók-
menntafræðinginn J. Hillis Aliller að táknmynd alls þess sem illa fer þegar kald-
hæðnir Bandaríkjamenn nota „menningarfræði“ til þess að baða verk sín í tískuljóma
án þess að hafa hugmynd um það hvað í nafninu felst. Sjá Cary Nelson. 1997. Mani-
festo of a Tenured Radical. New York: New York University Press, bls. 53-58.
11 Adam Sitze, samnemandi minn við Minnesotaháskóla, hefur skrifað skarpa sögulega
greiningu á þessum inngangi, einkum á notkun hugtaksins „samhengi" og vanda
menningarfræðinga vnð að skilgreina fag sitt sem „alþjóðlegt“ samfara því að byggja
IOÓ