Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Síða 125
KENNSLUÞJONAR OG NAMSNEYTENDUR
sinn í því að vanrækja ábyrgð sína gagnvart nemendum í þágu þárveit-
inga. I Birmingham og Leicester voru tvær skorir sem höfðu getáð sér
gott orð fyrir kennslu og árangur útskrifaðra nemenda lagðar niður af því
þær fengu ekki nógu háa einkunn í rannsóknamatd. Þ\r er ekki fjarri lagi
að spyrja hvort besti kostur háskólanema í hug- og félagsvísindum sé ekki
einmitt að beita sjálfri tæknihyggjtmni gegn ráðuneytum og möppu-
dýrum, og einfaldlega krefjast þess að litið sé á þá sem neytendur sem eigi
rétt á betri þjónustu sem beild (ekki bara sem einstaklingar) en þeir fá?
Það er, með öðrtrm orðum, kannski hægt að beita neytendavæðingu há-
skólans (og þeirri tæknihyggju sem henni fylgir) í þágu hugvísindanna.
Við erum ekki dæmd tdl þess að fordæma alla tæknihyggju, alltaf og und-
ir öllum kringumstæðum. Þvert á mótd getur það verið í þágu þeirrar
samfélagsgagnrýni og borgara-ræktar sem menningarfræði hefur gert að
markmiði sínu að þrýsta á háskólastofnanir innan frá. Fyrsta verkefnið á
þeim lista hlýtur að vera, í ljósi þess sem gerðist í Birmingham og Leic-
ester, sem og þess að háskólar beggja vegna hafs eru að affnarka sig sífellt
meir í hlutverki þjónustustofnana fyrir atvinnumarkaðinn, að berjast
gegn einfeldningslegum skilgreiningum á „hæfni“ nemenda og „ffammi-
stöðu“ prófessora og kennara. Það er sjálfsagt að gera kröfur, en það er
ekki sama hvemig kröfumar eru skilgreindar og hvernig þeim er ffarn-
fylgt, og þar getur markviss gagnrýni á tæknihyggju og neytendavæðingu
háskólamenntunar orðið hvað áhrifaríkust.
Hér hef ég stiklað nokkuð á stóru í samanburði mínum á tveimur
dæmum um menningarfræðistofnanir, afdrif þeirra og lærdóma sem af
þeim má draga. Það er ekki laust við að ég óttdst jafnframt að það væri
hægt að kafsigla þessar hugleiðingar frrir staðhæfingar byggðar á of fá-
um dæmum eða of þröngum forsendum. En ég sé enga leið til að forð-
ast þá áhættu í tdlraun sem þessari þar sem ég hef reynt að gera grein fyr-
ir reynslu minni í samhengi við atburði og kenningar í menningarffæði
samtdmans. Markmið mitt með þessari tilraun er fyrst og ffemst að
hvessa á þeirri gagnrýni á tæknihyggju sem frnna á í skrifum Henry Gir-
oux um kennslufræði, og sem menningarfræðin hefur erft frá breskum
marxistum, Frankfurtarskólanum, og (á síðari árum) Foucault og
Deleuze, meðal annarra. Hér hef ég valið þá leið að kanna tdlteknar sam-
setningar sem menningarfræðin á hlutdeild í, og spyrja hve gæfulega
þessi hugmvnda- og kennslustarfsemi hefur tvinnast saman við stjórnun-
artækni, matsaðferðir og fjárveitdngar í tveimur ólíkum háskólum. Það er