Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Side 176
STUART HALL
sem setja svip sinn á kenningnna, hinar æpandi þagnir hemiar, spuming-
in um hin miklu undanbrögð marximans - hlutína sem Marx talaði ekki
um eða virtist ekki skilja, sem voru í forgrunni rannsókna okkar: Menn-
ing, hugmyndafræði, tungumál, táknkerfi. Þessir brestir vom þegar og
ævinlega það sem hafði fjötrað marxismann sem hugsunarleið, sem
gagnrýna iðju - rétttrúnaður hans, kreddufesta, lögmálshyggja, smættar-
hyggja, hin óbreytanlegu sögulegu lögmál hans, staða hans sem undir-
liggjandi frásagnarramma. Það er að segja; fund breskrar menningar-
fræði og marxisma verður að skilja fyrst í ljósi glímu \’ið vanda, ekki í ljósi
kenningar eða skilnings á vanda. Hún hefst og þróast í gegnum gagnrýni
á ákveðna smættarhyggju og hagfræðihyggju, sem ég held að sé ekki við-
hengi við marxismann heldur hluti af eðli hans. Hún vefengir líkan
grunns og yfitbyggingar, sem marxismi, jafnt dólgamarxismi sem þróað-
ur marxismi, höfðu reynt að byggja hugsun sína um tengslin á núlli þjóð-
félags, efnahags og menningar á. Hún staðsetti sig í nauðsjmlegri,
langvTarandi og enn sem komið er ólokinni vefengingu spurningarinnar
um falska vitund. Það sem olli mér sérstökum efasemdum, sem ég hef
ekki enn unnið bug á, er djúp evrópumiðun marxískrar kenningar. Eg vil
taka þetta skýrt fram. Þetta tengist ekki aðeins því hvar Marx var fæddur
í þennan heim eða um hvað hann talaði heldur líkaninu sem liggur til
grundvallar þróuðustu hlutum marxískrar kenningar, sem gerðu ráð fyr-
ir líffænni framþróvm kapítalismans í gegnum eigin umbreytingar. Eg
kom hinsvegar úr þjóðfélagi þar sem aðal hald kapítalísks þjóðfélags,
efnahagslífs og menningar hafði komið að utan og verið þrongvað upp á
þjóðfélagið með því að landið var sigrað o^ gert að nýlendu. Þetta er
ffæðileg gagnrýni en ekki dólgagagnrýni. Eg ásaka Marx ekki fyrir að
hafa verið fæddur þar sem hann var fæddur; ég spyr um kenninguna í
ljósi líkansins sem er látið tjá hana: Evrópumiðun hennar.
Mig langar að leggja til að við notum aðra myndhverfingu til að lýsa
ffæðilegri vinnu: myndhverfingu baráttu eða glímu við engla. Eina kenn-
ingin sem vert er að aðhyllast er kenningin sem maður þarf stöðugt að
berjast gegn, ekki sú sem manni er reiprennandi töm. Eg ætla mér síðar
að segja dálítið um hve furðulega sleip í kenningunni menningarfræðin
er um þessar mundir. En mín eigin reynsla af kenningu - og um það er
marxismi vissulega dæmi - er af glímu við engla - og það er myndhverf-
ing sem hægt er að taka eins bókstaflega og maður vill. Eg man eftír
glímu við Althusser. Eg man eftír að hafa litið á hugmyndina urn ‘fræði-
r74