Þjóðlíf - 01.03.1988, Qupperneq 8

Þjóðlíf - 01.03.1988, Qupperneq 8
INNLENT „Endurbygging gamals húsnæðis er rosalega dýr — það sáum við eftir á.“ Félagsheimili Kópavogs (FK) er sjálfs- eignarstofnun og á Kópavogsbær 50% á móti aðildarfélögum sem eru m.a. Breiðablik, Leikfélag Kópavogs, Kvenfélag Kópavogs o.fl. FK er á 1. og 2. hæð fjögurra hæða byggingar að Fannborg 2. Arið 1971 voru gerðir samingar á milli eigendanna sem fólu í sér að aðildarfélögin tóku að sér rekstur 1. og 2. hæðar en bæjarfélagið tók 3. hæð á leigu fyrir skrifstofur sínar og keypti jafnframt byggingarrétt að 4. hæð þar sem nú eru aðal skrifstofur bæjarfélagsins. Með þessum samningum voru gamlar skuldir félagsmanna vegna stofnkostnaðar þurrkaðar út með sölu byggingarréttar 4. hæðar, félögin tóku við rekstri FK og lögðu niður starfsemi Kópavogsbíós (nýju salar- kynnin á 1. hæð eru byggð upp úr gamla Kópavogsbíói, samt. 614 fermetrar). A þessum árum veitti bæjarfélagið tals- verðu fé í félagsaðstöðu í öðrum húsakynn- um en árið 1981 vakti rekstrarnefnd FK máls á því að endurbyggja bæri húsnæði félags- heimilisins, „sem fjölnota húsnæði", eins og það er nú orðað, og m.a mætti koma þar upp félagsaðstöðu fyrir aldraða. Varð niðurstað- an sú að gerðir voru tveir samningar árið 1982 á milli eigendanna. Annars vegar var gengið frá því að Kópavogsbær keypti 3. hæð og sem endurgreiðslu skyldi bæjarsjóður al- farið fjármagna viðbyggingu við 1. hæð, end- urbyggingu á 2. hæð og endurbyggingu 1. hæðar. Aðildarfélögin greiða ekki krónu í þeim kostnaði. Engar kostnaðartölur voru nefndar í þessu samhengi, eingöngu kveðið svo á um að „allur frágangur og búnaður skuli vera fyrsta flokks." „Að þessu orðalagi höfum við oft hlegið á fundum stjórnar FK,“ segir einn viðmælandi Þjóðlífs, „enda segir það manni ekkert hversu dýrt þetta mátti vera“. Hins vegar var gerður rekstrarsamningur sem kvað á um að bæjarstjórn tryggi starf- semi FK með framlagi á fjárhagsáætlun á hverju ári. Auk þess skyldi bærinn greiða húsaleigu fyrir öll afnot sín af 2. hæð. í fram- kvæmdinni hefur bærinn greitt „álitlegar upphæðir í leigu,“ eins og Kristján Guð- mundsson bæjarstjóri komst að orði í samtali við Þjóðlíf. fyrir fundarafnot á 2. hæð, félags- starf aldraðra o.fl. Seinkun um fjögur ár í samningunum 1982 voru sett ákveðin tímamörk fyrir framkvæmdirnar. Endurbót- um á 2. hæð skyldi lokið á árinu 1982 og stóðst sú áætlun. Viðbyggingu 1. hæðar skyldi lokið sama ár en verklok drógust til ársins 1984. Endurbyggingu 1. hæðar skyldi lokið fyrir árslok 1984. Þeirri framkvæmd lauk í febrúar á þessu ári þegar samkomusal- urinn var opnaður hinn 13. febrúar s.l. Af hverju drógust framkvæmdirnar svo mjög á 1. hæðinni? Talsmenn bæjarfélagsins og eftirlitsmenn endurbyggingarinnar svara því til að fjárveitingar á hverju ári hafi ein- faldlega ekki verið nægilegar. Auk þess hafi ekki mátt trufla þá starfsemi sem haldið var uppi í salnum á meðan verkið stóð yfir. Engin heildarkostnaðaráætlun var lögð fram og því vissi í raun enginn hvaða niðurs- töðutölur kæmu í ljós þegar upp væri staðið og þá jafnframt á hvaða verði Kópavogsbær keypti 3. hæð FK. Bæjarstjóri bendir þó á að taka verði með í það dæmi að hér kostar bærinn til fyrir menningar- og félagsstarf- semi bæjarfélagsins. Benjamín Magnússon, arkitekt, sem hannaði innréttingar á 1. hæð segir að hönnuðir hafi gert sínar kostnaðar- áætlanir fyrir hvern verkþátt og þær áætlanir hafi í aðalatriðum staðist. Heildarkostnaðurinn fer þó fyrir brjóstið á mörgum sem benda á að niðurskurður til mikilvægra bæjarmálefna eigi sér stað á sama tíma. Sé miðað við þá tölu sem gefin var upp í febrúar (93 milljónir) og er af flestum talin of lág, nemur heildarkostnaður með öllum búnaði um 53 þúsund krónum á fermetra. Til samanburðar má benda á að eðlilegur kostn- aður við nýbyggingu skólahúsnæðis er talinn um 46 þúsund pr. fermetra. Það má ljóst vera af skoðun reikninga Kópavogskaupstaðar að langstærstur hluti þessa kostnaðar er til kominn vegna endur- byggingar á 1. hæð. Ef fjárveitingar hvers árs eru skoðaðar og framreiknaðar má gróft áætla að kostnaðurinn við fyrri áfangana, — 2. hæð og viðbyggingu 1. hæðar, sem báðum var lokið fyrir árslok 84, — nemi um fjórð- ungi af heildarupphæðinni. Steingrímur Hauksson, tæknifræðingur hjá Kópavogsbæ og eftirlitsmaður með framkvæmdunum síð- ustu árin segir þó að hluti kostnaðar síðustu árin sé sameiginlegur fyrir allar hæðirnar. Þar er m.a. urn að ræða sameiginlegt loft- ræstikerfi. Þrátt fyrir það er viðurkennt að mestur kostnaður liggi í dýrum tækjabúnaði 1. hæðar; rafknúið, færanlegt svið, fullkom- inn ljósa- og tæknibúnaður og dýr tæki í eld- hús, barinnrétting í sal upp á 940 þúsund o.s.frv. Fundur um hvíta diska í samræmi við þá samninga sem gerðir voru árið 1982 var ákveðið að skipa 5 manna Mestur kostnaður fór í endurnýjun gamla Kópavogsbíós. Samtals 614 fermetrar. stjórn yfir famkvæmdir og rekstur Félags- heimilisins. Mun hún hafa tekið til starfa árið 1984 og hefur að mestu verið skipuð sömu mönnum allt fram á þennan dag. í stjórninni sitja: Grétar Kristjánsson (formaður), Sig- urður Grétar Guðmundsson og Guðni Stef- ánsson sem eru kosnir af bæjarstjórn, og Gunnar Magnússon og Vilhjálmur Einars- son sem fulltrúar aðildarfélaganna. Af fundargerðum stjórnar FK, a.m.k. síð- ustu mánuði og ár, má ráða að í langflestum tilvikum fjalla fundirnir um yfirstandandi framkvæmdir við FK, lítið þarf að sinna rekstrinum, enda var lítil starfsemi í félags- heimilinu ef starf leikfélagsins er undanskil- ið. Geta má þess að Kópavogsbær annast bókhald fyrir FK. En það er fundafjöldi stjórnar FK sem hefur vakið mikla gagnrýni í þessu sambandi. Haldnir hafa verið um 170 fundir í stjórninni frá því að hún tók til starfa og hefur fundafjöldinn farið hvað mest vax- andi í lokahrinu framkvæmdanna síðasta ár. Þjóðlíf hefur heimildir fyrir því að hönnuð- ir og eftirlitsmenn framkvæmdanna fóru fram á úrskurð bæjarráðs um það hvort hlut- verk stjórnarinnar væri að vera til ráðgjafar eða hvort hún starfaði sem byggingarnefnd. Úrskurðaði bæjarráð að stjórnin væri bygg- ingarnefnd yfir endurbótunum á FK. Má til samanburðar geta þess að yfir framkvæmd- um Kópavogsbæjar við byggingu heimilis aldraðra að Vogatungu starfar ráðgjafar- nefnd bæjarins sem heldur 6 fundi á ári. Stjórn FK heldur að jafnaði einn fund í viku, enn fleiri á síðustu mánuðum. Tökum dæmi úr fyrstu viku febrúar. Þá fundar stjórnin á þriðjudegi og fjallar skv. fundar- gerðum um síma- og innanhússkerfi vegna 1. hæðar. Næstkomandi laugardag fundar 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.