Þjóðlíf - 01.03.1988, Side 30

Þjóðlíf - 01.03.1988, Side 30
VIÐSKIPTI á N-Atlantshafsleiðinni, leigi hana út til ann- ars flugfélags, jafnvel SAS. Þá hefur einnig verið orðað að United Airlines í Bandaríkj- unum kynni að hafa hug á að nýta sér reynslu og þekkingu Flugleiða á leiðinni og komast þannig á flugleiðir, sem þetta sterka flugfé- lag hefur hingað til ekki verið á. Auðvitað hefur einnig verið talað um að leggja Atlantshafsflugið alveg niður, en í rauninni er það talinn fráleitur kostur. Pað jafngilti því að “vesturglugganum væri lok- að“, jafvirði þriggja milljarða í gjaldeyrisöfl- un færi í súginn, atvinna hundruða manna auk allra þeirra hliðarverkana sem slíkt hefði einnig í för með sér. Með öðrum orðum er talið að ekki sé minnsti pólitíski grundvöllur fyrir því að leggja þetta flug alveg niður. Leiðin út úr öngstrætinu liggur með öðr- um orðum í gegnum breytta stjórnun fyrir- tækisins, breyttan rekstur og markaðsstefnu — nýtt blóð. Klak sf. Sigurður Helgason eldri er með félag á sínum snærum, sem heitir Klak s.f. Þetta félag hefur verið skráð sem fiskeldisfyrirtæki en hefur að sögn lítið komið við sögu í þeim bransa. Þetta félag var stofnað af Sigurði ásamt með Sveini B. Valfells, Sveini S. Val- fells, Ágústi Valfells, Hans Indriðasyni og Gunnari Helgasyni, skráð sem sameignafé- lag árið 1976. I desember 1986 seldu þeir Ágúst og Sveinn Valfells Sigurði Helgasyni stærsta Valfellshlutann í Klaki. Aðaltilgang- ur þessa félags er samkvæmt firmaskrá að taka á leigu ár og endurleigja þær til stang- Samdráttur og uppsagnir? — Árið 1987 var slæmt ár í rekstri Flug- leiða. Við munum athuga mjög okkar gang, sagði Sigurður Helgason forstjóri í sjónvarpsfréttum í síðustu viku. Hann kvað í viðtölum að vegna samninga og þ.u.l. væri erfitt að draga saman seglin í N-Atla- ntshafsfluginu á þessu ári, en ekki fyrir séð hvað yrði gert á árinu 1989. Hann útilokaði ekki að kæmi til samdráttar og jafnvel upp- sagna starfsfólks. Alls munu um 1700 manns starfa hjá Flugleiðum. veiða, fiskirækt í ám og vötnum, en auk þess rekstur, kaup og sala fasteigna og verðbréfa — og lánastarfsemi. Sömu aðilar með Steypustöðinni (Valfell- sættin) komu við sögu í fiskeldisáformum og veiðifélagi á nafni fyritækis sem hét Fjár- magn hf. Um 50 einstaklingar stóðu að því félagi, þar á meðal Flugleiðamennirnir þá- verandi og margir núverandi: Björn Theó- dórsson, Dagfinnur Stefásson, Erling Aspe- lund, Finnbjörn Þorvaldsson, Hans Indriða- son, Jóhannes Markússon auk Sigurðar og fleiri manna. Því hlutafélagi mun nú hafa verið slitið. Annað fyrirtæki, þar sem sömu aðilar koma við sögu er Sporður sf., sem stofnað var 1981. í stjórn þess eru Gunnar Helgason, Jón Ólafsson, Gísli Ólafsson, Jón Ingvars- son, Vilhjálmur Ingvarsson auk Sigurðar Helgasonar. Tilgangur þess félags er svipað- ur og Klaks, að taka á leigu laxveiðiréttindi og endurleigja. Hér var um að ræða vatna- svæði Þverár og Kjarrár í Mýrasýslu. Með Sporð er eins farið og með Klak sf., að því leyti að þeir Ágúst og Sveinn Valfells seldu Sigurði Helgasyni sinn hluta í desember 1986. Þó Sigurður Helgason og fleiri Flugleiða- menn komi við sögu í öllum þessum fyrir- tækjum , þá munu Fjármagn hf. og Sporður sf. ekki hafa komið beint við sögu Flugleiða. Klak sf. mun hins vegar í raun vera bréfafyr- irtæki í Flugleiðum og hefur verið einna voldugast innan Flugleiða, kapitalbakgrunn- ur Sigurðar Helgasonar. Með auknum styrk Eimskips innan Flugleiða hefur staða þess- ara aðila veikst að miklum mun. Samkeppnin úr sögunni? Ýmsar hugmyndir eru uppi um lausnir, en þær eiga það sammerkt að vera umdeilanleg- ar og tímafrekar. Fram að þessu virðist vera almenningsvilji og pólitískur vilji fyrir því að ekki verði einokun á flugi til og frá landinu. Arnarflug hefur spjarað sig síðustu misserin og þrátt fyrir á stundum gráglettni í sam- keppni þesara tveggja flugfélaga, þá heyrast nú orðið tónar— frá Flugleiðamönnum vel að merkja — um að Arnarflug ætti að sam- einast Flugleiðum — hin þrönga staða á al- þjóðamarkaði leyfi ekki þessa samkeppni. Hún sé of dýru verði keypt. Arnarflug er á hinn bóginn á allt öðru róli; sæmileg rekstrarafkoma upp á síðkastið ýtir undir vilja til landvinninga. Málefni þessara flugfélaga eru auðvitað samofin pólitískum aðstæðum hverju sinni í landinu. Flugleiðir njóta verndar stjórnvalda á flugleiðunum til og frá Skandinavíu og Bretlands. Þangað vilja Arnarflugsmenn líka komast en ekki yrði slík nándarsamkeppni til að bæta útlitið fyrir Flugleiðum. Óánœgja á toppnum Eins og gefur að skilja eru Flugleiðamenn ekki ánægðir með þessa slæmu stöðu fyrir- tækisins. Þeir nafnar Sigurður stjórnarfor- maður og Sigurður forstjóri eru svo sem venja er dregnir til ábyrgðar með óformleg- um hætti — og margir telja þá hafa gert stjórnunarmistök. Þá er t.d bent á að flogið sé til of margra staða í Bandaríkjunum — og stóran hluta tapsins megi rekja til Orlando- flugsins sem hafi verið óhagkvæmt frá byrj- un. Einnig er sagt að með Sigurði yngra hafi litlar breytingar orðið á stjórununni eins og margir hefðu vænst, því Sigurður eldri stjórni eftir sem áður þessu mikla fyrirtæki. Siguður yngri hafi ekki náð tökum á öllu saman, enda þurft að starfa í skjóli nafna síns. Þá er einnig bent á að í stjórn fyrirtækis- ins séu margir rosknir menn, þannig að stjórnin sé ekki sá hugmyndabrunnur fyrir stjórnendur sem hún ella gæti verið. Smám saman hefur því verið að grafa um sig óánægja á toppi fyrirtækisins og hafa menn nefnt ný forstjóraefni, annað hvort með því að annar hvor þeirra nafna víki fyrir öðrum mönnum —eða að nýr maður eða menn komi þeiin við hlið. Oft hefur verið minnst innan fyrirtækisins á Sigfús Erlings- son framkvæmdastjóra markaðssviðs í þessu sambandi, enn fremur Leif Magnússon fram- kvæmdastjóraþróunarsviðs, Guðmund Páls- son framkvæmdastjóra flugrekstrarsviðs — og sáttakandidatinn Björn Theódórsson framkvæmdastjóra fjármála- og stjórnunar- 30

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.