Þjóðlíf - 01.03.1988, Side 39

Þjóðlíf - 01.03.1988, Side 39
MENNING Næturgagna- safnid í Miinchen Arthúr Björgvin lítur inn í eina nœturgagnasafn veraldarinnar og segir sögur af þessari hornreku siðmenningarinnar Þeir eru sjálfsagt margir sem eiga hugljúfar minningar frá þeim dögum, þegar þeir ungir nutu kyrrlátra náðarstunda á koppnum. Það var altént útbreiddur siður á íslandi til skamms tíma að geyma emflerað næturgagn undir rúmi yngri borgara, til að sá sem í rúminu hvfldi ætti þess kost að létta af sér með lítilli fyrirhöfn. Þetta ágæta þarfaþing var ekki einungis nytsamlegt til að fullnægja náttúruþörf- unum, heldur gat það líka verið hið ákjósanlegasta yfírvarp, þegar illa gekk að festa svefn og ungviðið fýsti að teygja lopann og vaka dálítið lengur. Þá var gott að grípa til þess ráðs að þykjast þurfa á koppinn og sitja þar með kollinn fullan af dagdraumum bernskunnar. Þannig var unnt að draga það ögn á langinn að slíta sig lausan frá löngum og viðburðarríkum degi og komast hjá því að gefa sig óminn- isgyðjunni á vald.

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.