Þjóðlíf - 01.03.1988, Page 39

Þjóðlíf - 01.03.1988, Page 39
MENNING Næturgagna- safnid í Miinchen Arthúr Björgvin lítur inn í eina nœturgagnasafn veraldarinnar og segir sögur af þessari hornreku siðmenningarinnar Þeir eru sjálfsagt margir sem eiga hugljúfar minningar frá þeim dögum, þegar þeir ungir nutu kyrrlátra náðarstunda á koppnum. Það var altént útbreiddur siður á íslandi til skamms tíma að geyma emflerað næturgagn undir rúmi yngri borgara, til að sá sem í rúminu hvfldi ætti þess kost að létta af sér með lítilli fyrirhöfn. Þetta ágæta þarfaþing var ekki einungis nytsamlegt til að fullnægja náttúruþörf- unum, heldur gat það líka verið hið ákjósanlegasta yfírvarp, þegar illa gekk að festa svefn og ungviðið fýsti að teygja lopann og vaka dálítið lengur. Þá var gott að grípa til þess ráðs að þykjast þurfa á koppinn og sitja þar með kollinn fullan af dagdraumum bernskunnar. Þannig var unnt að draga það ögn á langinn að slíta sig lausan frá löngum og viðburðarríkum degi og komast hjá því að gefa sig óminn- isgyðjunni á vald.

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.