Þjóðlíf - 01.03.1988, Qupperneq 54

Þjóðlíf - 01.03.1988, Qupperneq 54
MENNING „ Geðlœknastéttin tók við af rannsóknarréttinum . . . Gísla Þór Gunnarsson má telja til framúrstefnumanna í krossferðum. Hann er fæddur í „landi hinna dauðu“, í borg kenndri við kampavín í Illinois. Honum stóð til boða að vaxa úr grasi meðal verðandi blómabarna San Francisco-borgar, en þriggja ára gamall var Gísli búinn að fá sig fullsaddan af draumaríki Kennedyanna og sigldi til fslands. Hann innritaði sig í guðfræði- deild Háskólans, en varð ekki um sel þegar guðfræðikennslan var farin að ganga út á hvaða tunga væri töluð ofan skýja. Gísli lagði því upp í langferð að nýju. Hann hélt enn í austur og staðnæmdist ekki fyrr en við ósa árinnar Ganges. I Indlandi komst hann í kvnni við Vipassana hugleiðslu og Kundalini-yoga og leit sjónum sjálfan Krishnamurti. Gísli ílentist þó ekki í samadhi einsog margur yogaglópurinn. Hann hélt á fornar slóðir í San Francisco og hóf þar háskólanám í trúspeki og sálarfræði. Síðastliðið vor varði Gísli svo lokaritgerð sína, „The Revolution of Conciousness“, við Ríkisháskóla Kaliforníu. Sú ritgerð fjallar um guðlegar vitranir þriggja dulspekinga 20. aldar; þeirra Krishnamurtis, Nikosar Kazantzakis, höfundar Grikkjans Zorba og Bhagwans Rajneesh, umdeilds yoga í Bandaríkjunum. Nú fyrir skemmstu var Gísli staddur hérlendis og hélt námskeið að nokkru byggt á viðfangsefnum ritgerðarinnar, á vegum nýaldarfyrirtækisins Þrídrangs. Auk þess kynnti Gísli spáspil sem hann gaf út í Bandaríkjunum á síðasta ári og nefnir Mímisbrunn. Auk alls þessa er Gísli virkur tónlistar- maður og rithöfundur. Hann undirbýr nú sína þriðju skáldsögu og hljómplötuútgefandi í Bandaríkjunum hyggst gefa út hljómplötu með sönglögum Gísla á komandi vori. Hann er semsé ekki við eina fjöl felldur og á nú þegar margar ódysseifsferðir að baki. ÞjóðlíFi er spurn; hefur Gísli Þór Gunnarsson fundið hinn eina sanna tón? Rœtt við Gísla Þór Gunnarsson um andlegheit Á námskeiði nýlega hjá Þrídrangi, þar sem Gísli Þór leiðbeindi á grundvelli kenninga sinna. (Myndir Marissa Arason) „Þegar þú minnist á hinn eina sanna tón, þá dettur mér í hug sagan um Nasreddin og fiðluna. Nasreddin hafði keypt sér fiðlu og lék nú á hana daga og nætur, en alltaf heyrð- ist sama eintóna sargið í fiðlunni. Þar kom að konu hans fór að leiðast síbyljan og hún spurði Nasreddin af hverju hann léki ekki eitthvað skemmtilegt í öllum tónskalanunr einsog tónlistarmennirnir íborginni. „Það er af því að ég þarf ekki að eyða tímanum í að leita eins og þeir," sagði Nasreddin. „ég hef fundið minn tón “. Ég þori ekki fyrir mitt litla líf að finna hinn eina sanna tón, því þá gæti farið fyrir mér einsog Nasreddin." Uppaheimspekingar Á námskeiðinu, sem þú kallaðir „Völund- arhús vitundarinnar", tókst þú m.a. fyrir svokallað Kundalini— yoga og innsæishug- leiðslu, auk þess sem tvo indverska yoga bar mjög á góma. Hvernig vildi það upphaflega til að þú fórst til Indlands? „Það sem skipti eiginlega sköpum hjá mér var að síðla árs 1982 bauðst bókaforlagið Iðunn til að kaupa af mér útgáfuréttinn á annarri skáldsögu minni, „Á bláþræði". Það hafði verið gamall draumur hjá mér að fara til Indlands og nú sá ég fram á að sá draumur gæti ræst. Ég varð fyrir hálfgerðu kúltúr- sjokki í bombay, en jólunum ’82 eyddi ég í nektarnýlendu í Goa og fann Kundalini- snákinn hríslast um mig. í Madras fór ég síðan á samkundu hjá Krishnamurti undir berum himni, en heyrði lítið til hans fyrir krákugargi. Þetta var stutt frá höfuðstöðvum guðspekifélagsins þar sem Krishnamurti ólst upp í ströngum aga. Ég fór að skilja hvers- vegna hann afneitaði hverskonar kerfum; trúarbrögðum, stjórnmálum sem öðru. Hann er framar öllu skáld. Seinna hlýddi ég 54
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.