Þjóðlíf - 01.03.1988, Síða 65

Þjóðlíf - 01.03.1988, Síða 65
ERLENT Hvatningarvaka í Zionkirkjunni í nóvember. Einnig fjallar blaðið ítarlega um útistöður einstaklinga og hópa við stjórnvöld eins og t.d. hvar, hvenær og með hvaða afleiðingum húsrannsóknir hafa átt sé stað, á hvaða laga- legu forsendum stjórnvöld hafi neitað að af- greiða beiðnir um ólíkustu hluti, málsmeð- ferð og dóma vegna synjunar um herskyldu eða aðra óhlýðni við yfirvöld. Þessi síðasti þáttur er ugglaust sá mikilvægasti eins og stendur, því gagnvart svo voldugu stjórnar- afli án stjórnarandstöðu er hinum almenna borgara einum og sér gert afar erfitt fyrir að henda reiður á næsta tilviljunarkenndri út- leggingu á lagabókstöfum og reglum. Og skiptir þar oft litlu hvort um er að ræða leyfi til að byggja skúr við sumarbústað, skipta um atvinnu eða flytjast burt úr landi. Kirkjan hefur og um þó nokkra hríð verið eini griðastaður fyrir listamenn sem stjórn- völdum féll ekki í geð. Myndlistarmenn, leikarar, hljómlistarmenn og vísnasöngvarar sem hafa verið útilokaðir frá opinberu list- dreifingakerfi stjórnarinnar hafa haldið þar sýningar og troðið upp fyrir fullum safnaðar- sölum og kirkjum. Stjórnvöld stela ljósritunarvél í nóvember á síðasta ári þegar mátulega langt var liðið frá fyrstu heimsókn aðalritara austur-þýska kommúnistaflokksins, Ericks Honecker, í Sambandslýðveldinu varð ljóst að umburðarlyndi stjórnvalda var lítið annað en „látustuinnileikur". í nóvember í fyrra var kirkjunni bannað að leyfa vísnasöngvar- anum Stefani Krawczyk að troða upp í húsa- kynnum sínum. Stefan Krawczyk sem löng- um hafði verið titlaður sem nýr Biermann var orðinn alltof vinsæll með gagnrýnum og frökkum ljóðum sínum. Hann og kona hans, leikstjórinn Freya Klier, sem bannið náði einnig til voru á góðri leið að verða einhvers konar tákn fyrir gagnrýni og óþolinmæði ungs fólks í landinu. Kirkjan sinnti þessu banni lítt og á hljóm- leikum Stefans og á leiksýningum Freyu Klier var safnað peningum til að borga sektir þær sem forráðamenn safnaðanna voru dæmdir til að greiða fyrir að virða ekki settar reglur. Um svipað leyti gerðu öryggisverðir ríkisins sig heimakomna í umhverfisbóka- safninu. Þeir brutust inn um miðnætti og höfðu á brott með sér megnið af eigum safns- ins ásamt því fólki sem var á staðnum. Strax daginn eftir hófst áminningarvaka safnaðar- meðlima við kertaljós og skyldi hún standa þar til föngunum hefði verið sleppt, máls- höfðun dregin til baka og því skilað sem tekið hafði verið lögtaki, m.a. Ijósritunarvél en slík tækniundur eru gulls ígildi í Alþýðu- lýðveldinu þar sem nær öll fjölföldun fer fram á kalkipappír. Þessar aðgerðir stjórnvalda. einkum inn- rásin á umhverfisbókasafnið, komu mjög á óvart. Þar var allt í einu og öllum að óvörum bundinn endir á langt tímabil þar sem stjórn- völd höfðu látið skína í ákveðið umburðar- lyndi við þá þegna sína sem ekki voru á ná- kvæmlega sömu skoðun um framkvæmd sós- íalismans. Reyndar fjarlægði lögreglan snemma sumars á síðasta ári hóp unglinga sem safnaðist saman austan megin við Brandenborgarhliðið til að hlýða á rokktón- leika sem haldnir voru undir berum himni í vesturhluta Berlínar í tilefni 750 ára afmælis borgarinnar. Lögreglan skipti sér hins vegar ekki af kröfuspjöldum um félagslega friðar- skyldu í stað herskyldu í minningargöngu um Olof Palme í september sama ár. Eins hafði hún látið síaukna og víðtækari dreifingu póli- tíska bæklingsins „A mörkunum" óáreitta sem og blaðsins Art 27, tæknilega tiltölulega vandaðs og gagnrýnins pólitísks tímarits. Það var engu líkara en stjórnvöld hefðu skyndilega áttað sig á því, að þau hefðu lík- lega losað einum of mikið um taumana og nauðsynlegt væri að sýna þessum hópum, sem höfðu ratað af réttum vegi sósíalismans, hver réði ferðinni. Það hefur þótt skjóta svolítið skökku við að á sama tíma og öryggisverðir ríkisins réð- ust inn í bókasafnið sat Erick Honecker 10. rithöfundaþing Alþýðulýðeldisins. Þar voru á opinskáan máta öll helstu vandamál rithöf- unda rædd eins og t.d. hin óopinbera rit- skoðun í landinu. hinn ólýsanlegi skaði sem austur-þýskar bókmenntir hefðu orðið fyrir vegna brottflutnings margra ágætra höfunda úr landinu og afstaða rithöfundasamban- dsins til þeirra. Jafn óskiljanleg þóttu og endalok næturævintýris öryggisvarðanna. Því hverju svo sem var fyrir að þakka, fyrir- hugaðri heimsókn Ericks Honeckers í Ellys- see höllina í París, áminningarvökunni, málamiðlun kirkjunnar eða tilraunum til að halda mótmælum í lágmarki, innan einnar viku hafði öllum verið sleppt úr haldi og ákærur dregnar til baka. Já, vegir réttvísinn- ar í þýska Alþýðulýðveldinu eru ekki síður órannsakanlegir en vegir drottins. * I anda Rósu Luxemburg Áhugafólk um aukin borgaraleg réttindi og raunhæfa þátttöku í samfélaginu andaði léttar og vonir þess glæddust um að svipti- vindum Gorbatschovs tækist þrátt fyrir allt að lofta svolítið út í steinrunnum stofnunum ríkisins. En Adam var ekki lengi í paradís. Þann sautjánda janúar síðastliðinn tóku ör- yggisverðir ríkisins aftur til hendinni. Reyndar var öryggisgæslan þegar búin að vinna nokkra forvinnu til þess að hin flokks- skipulagða baráttuganga til minningar um verkamannaforingjana Rósu Lúxemburg og Karl Liebknecht mætti fara fram í ró og spekt. Nokkrir tugir „brottfararfíkinna", eins og þeir sem sótt hafa um leyfi til að yfirgefa Alþýðulýðveldið eru oft kallaðir, fengu nú óvenju skjóta afgreiðslu eða loforð um slíkt og héldu þeir sig fjarri göngunni. Öðrum var skipað að halda sig heima hjá sér og gefið í skyn að þátttaka þeirra í göngunni gæti haft miður skemmtilegar afleiðingar. Þó mættu rúmlega eitt hundrað aðdáendur Rósu og Karls til göngunnar með handmáluð baráttu- spjöld. Á einu þeirra fáu spjalda sem tókst að halda á lofti áður en öryggislögreglan lét til sín taka gat að líta orð Rósu Lúxemburg „Frelsi er ávallt frelsi þeirra sem eru á önd- verðri skoðun". Á örskotsstund var lögregl- an búin að fjarlægja tæplega hundrað manns og aka þeim í fangelsi ríkisins. 65

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.