Þjóðlíf - 01.10.1988, Page 16

Þjóðlíf - 01.10.1988, Page 16
INNLENT Gólfin lökkuð. Kristín Karlsdóttir og Þóra Guðmundsdóttir. Norðurgata 3 á Seyðisfirði - Hús „Frú Láru“. Húsið Norðurgata 3 var byggt árið 1900 af Rolf Johansen verslunarmanni á Seyðis- firði og síðar á Reyðarfirði. Hann fékk lóð undir húsið hjá Sigurd Johansen kaupmanni, sem byggði húsið. Arið 1908 seldi Rolf Johansen Guðrúnu Kristjáns- dóttur ísdal, konu Ingvars ísdal tré- smíðameistarara, húsið, en hún var systir Kristjáns læknis Kristjánssonar á Seyðis- firði. Árið 1911 festi síðan Gísli Lárusson. bróðir Inga T. Lárussonar tónskálds, kaup á húsinu. Árið 1916 gekk Gísli að eiga Láru Margréti Kristínu Bjarnadótt- ur, dóttur Bjarna Þorsteinssonar prests og tónskálds á Siglufirði. Frá árinu 1916 varð því Norðurgata 3 hús „Frú Láru“. Frú Lára Bjarnadóttir bjó í húsinu fram á efri ár. Hún var fædd 10. júní 1893 og lést 24. janúar 1969. „Frú Lára“ festi kaup á Norðurgötu 3 á Seyð- isfirði,“ sagði Þóra Guðmunsdóttir arkítekt, ein af driffjöðrunum í félagsskapnum. „Hugmyndin var sú þegar frá upphafi, að í húsinu yrði ýmis starfsemi. Talað var um félagsaðstöðu fyrir konur, vinnuaðstöðu með frjálsum vinnutíma, aðstöðu þar sem konur gætu komið sinni heimavinnu á fram- færi, hvort sem það væri það sem þær skrif- uðu á ritvél eða prjónuðu peysur o.s.frv. Við vissum, að lítið yrði hægt að gera nema hafa eitthvert athvarf. Við höfðum frá upphafi húsið að Norðurgötu 3 í huga, sem við keyptum síðan. Við stofnuðum hlutafé- lag í bænum, sem við nefndum „Frú Láru". I því eru nú um 140 konur, flestallar seyðfirsk- ar. Við söfnuðum hlutafé upp á 1200 þúsund og höfum síðan verið að hrinda þessu af stað. Sumarstarfið fólst í því að við opnuðum litla verslun fyrir ferðafólk. Síðan vorum við með kaffisölu. Margt þurfti líka að gera í húsinu og við höfum verið að vinna að því. Meiningin var sú, að einhver atvinna yrði fyrir konur hjá„ Frú Láru“. Vinna hefur hins vegar verið feikinóg á Seyðisfirði undanfar- ið. Að öllum líkindum mun því þetta hús nýtast okkur aðallega sem félagsaðstaða í vetur. Við munurn leiga út aðstöðu í húsinu. Frú Lára mun beita sér fyrir námskeiða- höldum, fyrirlestrum, opnum kvöldum, sýn- ingum o.fl. Við viljum líka koma þeirri þjón- Unnið að lagagerð fyrir hlutafélagið „Frú Láru“. Frá vinstri: Þóra Guðmundsdóttir, Elísa- bet Bendediktsdóttir (verkefnisstjóri áta- ksverkefnis), Lilja Kristinsdóttir, Þóra Ingvaldsdóttir, Oddný Stefánsdóttir, Sig- ríður Júlíusdóttir, Sólveig Svafarsdóttir, Theódóra Ólafsdóttir, Lukka Gissurar- dóttir, Oddfríður Ingvadóttir, Bóthildur Sveinsdóttir, Jóhanna Gísladóttir, Kristín Karlsdóttir, Ingibjörg Hallgrímsdóttir, Þórdís Bergsdóttir. Litla stúlkan á mynd- inni heitir Brynhildur Garðarsdóttir. ustu í gang, sem við ætluðum okkur. Hún felst í því að miðla verkefnum milli kvenna, þannig að ef einhver þarf að fá eitthvað vél- ritað og annar þarf að fá prjónaða peysu, þá getum við komið slíku í kring. Þetta hefur tengt okkur mjög mikið sam- an, konurnar hér á staðnum. Hingað koma konur úr öllum stéttum og flokkum, “ sagði Þóra Guðmundsdóttir að lokum. eh 16

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.