Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 16

Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 16
INNLENT Gólfin lökkuð. Kristín Karlsdóttir og Þóra Guðmundsdóttir. Norðurgata 3 á Seyðisfirði - Hús „Frú Láru“. Húsið Norðurgata 3 var byggt árið 1900 af Rolf Johansen verslunarmanni á Seyðis- firði og síðar á Reyðarfirði. Hann fékk lóð undir húsið hjá Sigurd Johansen kaupmanni, sem byggði húsið. Arið 1908 seldi Rolf Johansen Guðrúnu Kristjáns- dóttur ísdal, konu Ingvars ísdal tré- smíðameistarara, húsið, en hún var systir Kristjáns læknis Kristjánssonar á Seyðis- firði. Árið 1911 festi síðan Gísli Lárusson. bróðir Inga T. Lárussonar tónskálds, kaup á húsinu. Árið 1916 gekk Gísli að eiga Láru Margréti Kristínu Bjarnadótt- ur, dóttur Bjarna Þorsteinssonar prests og tónskálds á Siglufirði. Frá árinu 1916 varð því Norðurgata 3 hús „Frú Láru“. Frú Lára Bjarnadóttir bjó í húsinu fram á efri ár. Hún var fædd 10. júní 1893 og lést 24. janúar 1969. „Frú Lára“ festi kaup á Norðurgötu 3 á Seyð- isfirði,“ sagði Þóra Guðmunsdóttir arkítekt, ein af driffjöðrunum í félagsskapnum. „Hugmyndin var sú þegar frá upphafi, að í húsinu yrði ýmis starfsemi. Talað var um félagsaðstöðu fyrir konur, vinnuaðstöðu með frjálsum vinnutíma, aðstöðu þar sem konur gætu komið sinni heimavinnu á fram- færi, hvort sem það væri það sem þær skrif- uðu á ritvél eða prjónuðu peysur o.s.frv. Við vissum, að lítið yrði hægt að gera nema hafa eitthvert athvarf. Við höfðum frá upphafi húsið að Norðurgötu 3 í huga, sem við keyptum síðan. Við stofnuðum hlutafé- lag í bænum, sem við nefndum „Frú Láru". I því eru nú um 140 konur, flestallar seyðfirsk- ar. Við söfnuðum hlutafé upp á 1200 þúsund og höfum síðan verið að hrinda þessu af stað. Sumarstarfið fólst í því að við opnuðum litla verslun fyrir ferðafólk. Síðan vorum við með kaffisölu. Margt þurfti líka að gera í húsinu og við höfum verið að vinna að því. Meiningin var sú, að einhver atvinna yrði fyrir konur hjá„ Frú Láru“. Vinna hefur hins vegar verið feikinóg á Seyðisfirði undanfar- ið. Að öllum líkindum mun því þetta hús nýtast okkur aðallega sem félagsaðstaða í vetur. Við munurn leiga út aðstöðu í húsinu. Frú Lára mun beita sér fyrir námskeiða- höldum, fyrirlestrum, opnum kvöldum, sýn- ingum o.fl. Við viljum líka koma þeirri þjón- Unnið að lagagerð fyrir hlutafélagið „Frú Láru“. Frá vinstri: Þóra Guðmundsdóttir, Elísa- bet Bendediktsdóttir (verkefnisstjóri áta- ksverkefnis), Lilja Kristinsdóttir, Þóra Ingvaldsdóttir, Oddný Stefánsdóttir, Sig- ríður Júlíusdóttir, Sólveig Svafarsdóttir, Theódóra Ólafsdóttir, Lukka Gissurar- dóttir, Oddfríður Ingvadóttir, Bóthildur Sveinsdóttir, Jóhanna Gísladóttir, Kristín Karlsdóttir, Ingibjörg Hallgrímsdóttir, Þórdís Bergsdóttir. Litla stúlkan á mynd- inni heitir Brynhildur Garðarsdóttir. ustu í gang, sem við ætluðum okkur. Hún felst í því að miðla verkefnum milli kvenna, þannig að ef einhver þarf að fá eitthvað vél- ritað og annar þarf að fá prjónaða peysu, þá getum við komið slíku í kring. Þetta hefur tengt okkur mjög mikið sam- an, konurnar hér á staðnum. Hingað koma konur úr öllum stéttum og flokkum, “ sagði Þóra Guðmundsdóttir að lokum. eh 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.