Þjóðlíf - 01.11.1988, Síða 23

Þjóðlíf - 01.11.1988, Síða 23
Gjaldþrot VIÐSKIPTI Fólk hreinlega grætur... Viðtal við Grétar Kristjánsson, talsmann G-samtakanna. — Ég get sagt þér það, að upp á síðkastið hef ég kynnst ótrúlega mörgu fólki sem lent hefur í þessari ógæfu. Fólk hreinlega grætur í sím- ann þegar það er að tala við mig, segir Grétar Kristjánsson talsmaður G-samtakanna, samtaka gjaldþrota fólks sem nýlega voru stofnuð: — Þetta er alveg hrikalegt ástand. Ég vissi að þetta væri slæmt, en svona - það grunaði mig ekki. Eftir að ég byrjaði að tala við þetta fólk, þá sit ég dolfallinn. En enn sem komið er hef ég enga úttekt á því hve víðfeðmt vandamálið er. Það stendur hins vegar fyrir dyrum hjá okkur að reyna að kortleggja þetta, t.d. með því að senda félagsmönnum okkar bréf og reyna að finna út hvort það séu einhverjar tilteknar ástæður fyrir því að fólk lendir í þessu, eins og félagslegar aðstæður. A þann þátt leggjum við mikla áherslu, enda ekki vanþörf á. Félagslega hliðin á gjaldþrot- um getur verið mjög svört og jafnvel gert útaf við fólk. Fjórðungur starfsævinnar forgörðum — Ég veit ekki hvort ég treysti mér til að fara náið út í það hvað gjaldþrot er, því þetta er lögfræðileg spurning. En í grófum drátt- um þýðir gjaldþrot það, að maður er ekki lengur borgunarmaður fyrir skuldum sínum. Og þá eru náttúrlega allar eigur manns tekn- ar og þeim skipt upp á milli kröfuhafa. Síðan þurfa að líða ein 10 ár þangað til maður getur stofnað nýtt bú og til nýrra fjárskuldbind- inga. Þó svo þessu fylgi ekki fjárræðissvipt- ing, sem betur fer, þá felst í þessu að á næstu 10 árum þýðir ekki fyrir mann að eiga neitt, því þá getur maður átt það á hættu að það verði tekið upp í þrotabúið. Og guð minn góður. -10 ár er langur tími, sérstaklega þegar litið er á þá staðreynd að starfsævin er ekki nema 40 til 50 ár. Þetta þýðir að um fjórðungur starfsæfinnar er lagður í rúst. — Það er mjög erfitt að nefna tölur um það hve margir einstaklingar eru gjaldþrota á ís- landi. Ég er búinn að hringja í skiptaráðanda en þar gat ég ekki fengið þessar upplýsingar. Hins vegar hefur orðið stórkostleg aukning á gjaldþrotum upp á síðkastið, og ég tel að hún muni halda áfram. Mér skilst að stór hópur ungs fólks standi í því að kaupa sér húsnæði þessa dagana sem þarf að greiða yfir eina milljón á ári í afborganir. Það segir sig sjálft að einhver hluti þessa fólks á eftir að fara á hausinn. Mér skilst að fjórði til fimmti hver íbúðarkaupandi sé í þessari stöðu. Ýmsir aðrir einstaklingar eiga í erfiðleikum þessa dagana. Til dæmis hafa nokkrir bændur gengið í samtökin og vafalaust eiga margir eftir að bætast í hópinn. Duglegt fólk — gjaldþrota — Það er allskonar fólk sem lendir í því að verða gjaldþrota. Hinsvegar er stærsti hlut- inn fólk sem hefur verið með einhvers konar rekstur á eigin nafni. Það er athyglisvert að hér er um að ræða fólk sem að mínu mati er kappsfult og duglegt-,fólk sem hefur viljað gera hlutina í eigin nafni, — standa og falla með gjörðum sínum. Og það hefur svo sann- arlega fallið. -Þetta er fólk sem kann ekki alla klækina í kringum þetta. Ég þori að full- yrða að margur maðurinn hefði ekki orðið gjaldþrota ef innheimtukostnaðurinn væri ekki svona mikill. Mér finnst mjög áberandi hjá þessu fólki að það hefur ekki fengið full- nægjandi lögfræðiaðstoð. Það er eins og lög- fræðingarnir bara hunsi fólkið þegar það þarf á því að halda. Það er athyglisvert í þessu sambandi að fjöldinn allur af fólki hef- ur ekki haft hugmynd um að það er orðið gjaldþrota, fyrr en kannski það leitar eftir fyrirgreiðslu í banka. Þá fyrst fréttir það að það um gjaldþrot sitt. Reglan er sú að fólk hefur ekki hugmynd um hvað er að gerast þegar þetta gengur yfir, né heldur hvernig það á að snúa sér út úr því. Mannleg mistök — mikil vanlíðan — Höfuðástæðurnar fyrir því að fólk verð- ur gjaldþrota eru allskonar mistök þess. Það verður að segjast eins og er. Og ég hugsa nú að því verði seint breytt. Málið er, að það er svo erfitt að leiðrétta málin þegar þau eru komin í óefni. Þegar fólk lendir í þessu þá virkar þetta undantekningarlaust á það sem reiðarslag, — það gefst bara upp um tíma. En á meðan gerast hlutirnir. Ég tel það vera Grétar Kristjónsson, talsmaður G—sam- takanna: Það leikur sér enginn að því aö verða gjaldþrota. Slíku fylgir mikill sár- sauki og vanlíðan, ekki síst fyrir fjöl- skyldu viðkomandi.“ 23

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.