Þjóðlíf - 01.11.1988, Síða 39

Þjóðlíf - 01.11.1988, Síða 39
ERLENT Starfsmenn skipasmíðastöðvar Leníns í Gdansk eru áhrifamiklir í framvarðarsveit Einingar. Þeir njóta stuðnings borgarbúa, sem hér fylgjast með upphafi verkfalls. Fljótlega mætti lögreglan og rak fólkið frá. PÓLSKT ÆVINTÝRI Frásögn Stefáns Jóhanns Stefánssonar af viðburðaríkum verkfallstíma í Póllandi. Handtaka fréttamanns. — Hvernig nokkrar krónur urðu að mánaðarlaunum verkamanns Ég bað leigubílstjórann að aka að kirkju hei- lagrar Birgittu. Þegar þangað kom kveikti ég á stuttbylgjuútvarpinu rnínu og hlustaði á fréttasendingu BBC. Sagt var að herinn væri á leið til Gdansk. Ég hafði þegar orðið var við vopnaða hermenn á götunum. Ég skaut niður loftnetinu, setti tækið í töskuna og bað bílstjórann að bíða í fimm mínútur. Ég ætlaði að kaupa myndir úr starfi Einingar af stuðn- ingsmönnum samtakanna í söluskoti sem þeir höfðu komið fyrir í kirkjunni. Þetta var í lok ágúst, á fjórða degi frétta- öflunarferðar minnar í Póllandi fyrir Útvarp- ið. Ég hafði vart stigið meira en fjögur skref frá leigubílnum þegar tveir skuggalegir ná- ungar gengu skyndilega í veg fyrir mig. Þeir gerðu mér skiljanlegt að þeir vildu sjá vega- bréf mitt. Samtímis dreif fleiri náunga að, og var ég brátt umkringdur af óeinkennisklædd- um, kraftalegum mönnurn. Ég krafðist þess að fá að sjá skilríki þeirra. Þar stóð „Mil- icja“, sem mér skildist að þýddi lögregla. Þeir báðu mig um að koma með sér að bíl sem var þarna á stæðinu. Þá kom leigubíl- stjórinn hlaupandi. Ég var ekki búinn að 39

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.