Þjóðlíf - 01.11.1988, Qupperneq 46

Þjóðlíf - 01.11.1988, Qupperneq 46
ERLENT Bhutto líklegur sigurvegari Viðtal við Baktiar verjanda Ali Bhuttos 1979 og einn helsta ráðgjafa Benazir Bhutto. Örlítil innsýn í kosningarnar í Pakistan. Þingkosningar verða haldnar í Pakistan 16. nóvember og er talið líkiegt að Benazir Bhut- to geti orðið sigurvegari kosninganna. Þar með er þó engan veginn víst að hún verði leiðtogi landsins að loknum kosningum. Fyrrverandi einræðisherra, Zia U1 Hak, boðaði til kosninganna í vor fjórum dögum eftir að helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hin 36 ára gamla Benazir Bhutto, tilkynnti að hún ætti von á barni um miðjan nóvember. Frá því að boðað var til kosninga og þar til nú hefur margt afdrifaríkt gerst í þessu landi sem þekkir lýðræði og stöðugleika í stjórn- málum einungis af afspurn. Zia U1 Hak, hershöfðingi, fórst í flugslysi í sumar. Fyrir tilstuðlan erlendra aðila var flugvél hans grandað, ef marka má opinbera innlenda rannsókn. Zia var alvaldur, sem m.a. skipti sér af vali á landsliðsmönnum í krikket, og enginn af herforingjum hans virtist geta fyllt það skarð sem hann skildi eftir sig. Um miðjan september eignaðist Benazir Bhutto son eftir eðlilega meðgöngu og var þá lýðum ljóst að hún hafði leikið á Zia U1 Hak. Baktiar var ríkissaksóknari í Pakistan á velmektardögum Bhutto fjölskyldunnar, síðar verjandi Bhuttos í réttarhöldunum 1979. Hann telur að lýðræði muni komast á í Pakistan... Mynd Ásgeir. Hún hafði séð það fyrir að hann mundi reyna að notfæra sér tímabundna óvirkni hennar í stjórnmálum í kringum fæðinguna og þess vegna laug hún til um það hvenær hún ætti von á sér. Sonurinn fæddist heilbrigður og var strax nefndur í höfuð afa síns, Zulfíkar Ali Bhutto, sem var forsætisráðherra þar til Zia steypti honum af stóli 1977 og lét hengja hann tveimur árum síðar. Fæðing stráksins staðfestir í vitund Pakistana að Bhuttoættar- veldið mun verða áfram við lýði og þar í landi er það gæfumerki að fyrsta barn sé heilbrigð- ur sonur og að margra áliti þá getur sú trú almennings að gæfan sem fylgi Benazir geti hænt að fleiri atkvæði en langur listi loforða. Benazir Bhutto er leiðtogi pakistanska þjóðarflokksins (Pakistan Peoples Party, PPP) og er það embætti sem hún erfði við aftöku föður síns. Þegar faðir hennar deildi og drottnaði í Pakistan fyrir um einum og hálfum áratug stundaði hún nám í stjórn- málafræðum við Cambridgeháskóla í Eng- landi og var jafnframt leiðtogi stúdenta þar um tíma. Hún var í Pakistan á meðan réttar- höldin yfir föður hennar stóðu yfir en eftir að hann var tekinn af lífi var henni vísað úr landi og fékk hún ekki leyfi til þess að snúa aftur fyrr en 1986 og var hún þá fyrstu mánuðina í stofufangelsi. Líklegt verður að teljast að Benazir verði sigurvegari næstu kosninga. Fyrir utan mikla alþýðuhylli hennar og fjöl- skyldu hennar þá er sú hjörð sem studdi Zia mjög sundruð eftir fráhvarf forystusauðsins. Vegna mikilla áhrifa hersins í Pakistan þá er það fjarri því að vera sjálfsagt mál að Benazir taki við völdum þó svo hún og flokkur henn- ar sigri í kosningunum. til þess er lýðræðið enn mjög ótryggt í þessu landi. Tíðindamaður Þjóðlífs hitti nýverið að máli ríkissaksóknarann í Pakistan í tíð Ali Bhuttos, Yanya Baktiar. Hann var einnig aðalverjandinn í réttarhöldunum yfir Ali Bhutto sem enduðu 1979 með hengingu Bhuttos. Vegna náinna samskipta við Bhut- to síðustu ár ævi hans þá jukust mjög völd Baktiars og virðing innan PPP. Hann er því einn áhrifamesti maður innan flokksins og sérlegur ráðgjafi Benazir Bhuttos. Strax eftir valdatöku Zia U1 Hak 1977 fékk Baktiar að kenna á hrottaskap harðstjórnarinnar því hann var fangelsaður og pyntaður, eins og evrópskir fjölmiðlar greindu frá á sínum tíma. Yanya Baktiar sagði að ekki nokkrum manni væri leyfilegt að gleðjast yfir dauða annarra en hann sagðist ekki getað neitað því að fregnin um dauða Zia U1 Hak hefði verið sér mikill léttir. Hann sagði að herlög U1 Haks hefðu verið eins og martröð. Hann Á árshátíðum, í einka- samkvæmum og á alls kyns skemmtunum. leikur við öll tœkifœri. Hljómsveitin leikur músik fyrir alla aldurshópa Umboðssímar ☆ Viðar Sigurðsson 53697 <YVTorfi Ólafsson 671573 ☆ Hafsteinn Björgvinsson ☆Steinar Viktorsson 675088
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.