Þjóðlíf - 01.11.1988, Qupperneq 52

Þjóðlíf - 01.11.1988, Qupperneq 52
ERLENT Oryggi fyrirtækja Hefur fyrirtæki þitt orðið fyrir innbroti, skemmdum sökum vatns eða elds? Þurfa vélar og tæki sem eru í gangi á nóttinni örugglega ekki eftirlit? Öryggis- miðstöðin veitir þér þessa þjónustu. Leitaðu tiiboða þér að kostn- aðarlausu. ÖRYGGISMIÐSTÖÐIN Hamraborg 1, 200 Kópavogi, sími 641332, box 202-487 reynum að tala stöðugt um þetta en það tek- ur langan tíma að fá fólk til að skilja. Enn er litið svo á (og hér eiga fjölmiðlar mikla sök) að stjórnmál snúist um aurana í buddunni. Aður hefur lítið verið rætt um stefnumið til lengri tíma í stjórnmálum, grundvallargildi í tilverunni. Hvernig við viljum umgangast hvert annað og jörðina. Pað er áreiðanlega ekki hvað síst Miljöpartiinu að þakka að þessar spurningar hafa verið teknar á dag- skrá, auk þess sem staða umhverfismála í heiminum ýtir þar undir. En á hvern hátt getið þið þá nýtt ykkur hugsanlega oddaaðstöðu? — Við getum gert það hvað varðar tekju- dreifingu, og við getum gert það í umhverfis- málunum. Þar koma allir flokkar til með að reyna að gera sitt besta, innan ramma hug- myndafræði sinnar. Stærri þáttum okkar stefnu verðum við að berjast lengi fyrir áður en von er um árangur. Á vissan hátt má tala urn enn eina fylkingu á þingi og þá græna. Þar eru þá, auk okkar, VPK og Centern (n.k. bændaflokkur). Allir þessir flokkar juku fylgi sitt í kosningunum og ef til vill getum við eitthvað unnið saman í umhverfis- málum. En við erum þó almennt þeirrar skoðunar að þessi fylkingarpólitík sé hálf- gerð vitleysa. Hver flokkur á að standa fyrir sínu. Eruð þið reiðubúin til stjórnarsamstarfs í framtíðinni? — Einhvern tíma já, en ekki enn. Áður þurfum við að læra mun meira. Við vitum hvað við viljum en við eigum margt ólært um hvernig eigi að fá því framgengt. Hér í Lundi höfum við lagt fram kröfulista fyrir jafnaðar- menn og ef þeir fallast á hann munum við styðja þá til valda. Þetta er nýtt fyrir okkur. Við sjáum hvernig gengur. En formleg sam- steypa verður það ekki. Við erum ekki reiðubúin til að semja um grundvallarvið- horf. Hvað með vopnaframleiðslu og — útflutn- ing sem hafa verið nokkuð umdeild mál? Viljiö þið stöðva þetta alveg? — Flokkurinn sem slíkur vill halda áfram vopnaframleiðslu fyrir sænska herinn en taka alveg fyrir útflutning. Ég persónulega vildi nú helst stöðva alveg framleiðsluna líka. Nú hafa Die Griine í Þýskalandi átt í mikl- um innri erfiðleikum vegna deilna hinna svokölluðu fundamcntalista og svo realista. Hefur slíks eitthvað orðið vart hér? — Ekki svo orð sé á gerandi en andstæð- urnar eru fyrir hendi, þvíþað erjú alltaf hægt að fara fleiri en eina leið að sama marki. Deilurnar í Þýskalandi snúast um hvort rétt- lætanlegt sé að fórna einhverju til að ná öðru. En mér sýnist samkomulagið innan flokksins vera ágætt. Við höfum aldrei lent í þessari skýru skiptingu sem Þjóðverjarnir hafa. Það er frekar þannig að maður er fyrst Miljöpartisti og svo hallast maður ýmist í þessa eða hina áttina. Oddaaðstaða á þingi hefði ef til vill leitt til þess að móthverfurnar hefðu kristallast. Nú er Svíþjóð áttunda eða níunda landið í Evrópu sem fær græningja á þing. Er eitt- hvað samstarf milli þessara flokka, einhver International? — Já það er fyrir hendi. Til eru samtök sem heita European Greens en fá örugglega í framtíðinni alþjóðlegra nafn, World Greens eða eitthvað slíkt. European Greens liafa verið til í 5 eða 6 ár og tengjast þingi Evrópu- ráðsins sem er kosið til í löndum Efnahags- bandalagsins. Á því þingi sitja nokkrir græn- ingjar þó svo við séum mjög neikvæð gagn- vart bandalaginu. Við vinnum gegn því innanfrá. En setan á Evrópuþinginu hefur veitt okkur aðgang að upplýsingum og við höfum græn Evrópuþing á hverju ári, þar sem við ræðum stöðuna og skiptumst á þekk- ingu og reynslu. Það er hins vegar ekki um það að ræða að taka nokkrar ákvarðanir fyrir flokkana í heild. Er þarna bara fólk frá Vestur-Evrópu? — Aðallega er það nú, en þó koma alltaf nokkrir frá umhverfissinnum í austantjalds- löndunum og raunar víðar að úr heiminum. í Suður-Ameríku t.d. eru græningjar mjög að sækja í sig veðrið og einnig í Bandaríkjunum, Kanada og víðar. Þessi hreyfing á eftir að magnast mjög á næstu árum. í Afríku t.d. og öðrum þeim löndum sem verst hafa verið leikin af arðráni okkar á eftir að verða vit- undarsprenging í þessum málum. Nú hefur ísland hlotið nokkra gagnrýni umhverfisverndarsinna síðustu árin, sér- staklega fyrir hvalveiðar sínar. Jafnvel hefur veið hótað efnahagslegum refsiaðgerðum. Hafið þið eitthvað rætt þetta eða hugsað ykk- ur að hreyfa við málinu, t.d. innan Norður- landaráðs? — Ég veit ekki almennilega. Ef kemur í ljós að það er eina leiðin verður ef til vill að fara hana. Spurningin er hvort það hjálpar. Það er ákaflega erfitt að vita hvað ber að gera. Þetta er eins og með Suður-Afríku. Þegar maður vill ekki styðja kynþáttapólitík þeirra er reynt að einangra þá. Og það er tilraun. Ef til vill er það þetta sem verður að gera, „boykotta" til að sýna óánægju sína. En þetta hefur ekkert verið rætt í flokknum. Að Iokum Kicki, ertu bjartsýn á framtíð- ina? — Ég er bjartsýn á framtíð flokksins. En..., (og hér verður löng þögn)... ég veit ekki með framtíð náttúrunnar og okkar. Sástu lýsingu sjómannanna á ástandinu í Kattegat? Það á margt eftir að gerast. En maður verður að vera bjartsýnn. Annað- hvort tekst þetta hjá okkur eða það er engin framtíð. Lundi 1. október 1988 Ingólfur V. Gíslason 52
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.