Þjóðlíf - 01.11.1988, Síða 69

Þjóðlíf - 01.11.1988, Síða 69
UPPELDISMÁL= Börn hafa það ekki alltaf gott Vilborg Guðnadóttir skólahjúkrunarfræðingur. Eg man eftir níu ára gömlu barni sem hafði verið í fimm skólum... Mynd. Marisa Arason. Vilborg G. Guðnadóttir skóla- hjúkrunarfrœðingur segir að allt ofstór hluti barna á skólaaldri eigi í erfiðleikum Hvernig hafa börnin okkar það? Hvarflar það nokkurn tíma að okkur að þau hafi það ef til vill ekki nógu gott? Að við gætum búið betur að þeim? Að þau hafi það jafnvel beinlínis skítt sum hver? Að það séu til börn sem eru afskipt og fjarri því að búa við líkamlega, andlega og félagslega vellíðan? Vilborg G. Guðnadóttir hélt á dögunum erindi á opinni ráðstefnu um heilbrigöismál, sem haldin var á vegum Alþýðubandalagsins, um reynslu sína sem skólahjúkrunarfræðingur og barst Þjóðlífi til eyrna að þar hefði margt athyglis- vert verið sagt. Við fengum því Vilborgu í spjall um hag barna í íslensku samfélagi. Vilborg hóf störf sem skólahjúkrunarfræð- ingur í Austurbæjarskólanum fyrir þremur árum en fram að því hafði hún að mestu unnið á sjúkrahúsum. Hún segir að það hafi komið sér áóvart hve mörg börn eiga erfitt.... „Ég hafði ímyndað mér að flest börn hefðu það gott en það reyndist alls ekki vera þann- ig. Að vísu er það ekki meirihlutinn sem á í erfiðleikum en allt of stór hluti og niiklu fleiri en við gerum okkur grein fyrir,“ segir Vil- borg G. Guðnadóttir skólahjúkrunarfræð- ingur í samtali við Þjóðlíf. 69 L

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.