Frjáls verslun - 01.01.2012, Síða 52
52 FRJÁLS VERSLUN 1. TBL. 2012
Sterkt vörumerki er ein verðmætasta eign hvers fyrirtækis. Reglu lega heyrast fréttir af því hvaða vörumerki séu þau
verðmætustu í heimi. Margir fylgjast með hreyfingum á topplistum vöru merkj anna af miklum áhuga, enda geta listarnir
verið góð vísbending um hvert vind ar blása á mörkuðum um allan heim. En hvað gerir vörumerki sterk og eru þau ofmetin?
TExTi: KrisTinn jÓn arnarson / myndir: GEir Ólafsson
Ýmsir listar eru til um verð mæt ustu vöru merk in, en sá listi sem oft ast er
litið til er listi Business
Week og Inter brand yfir
100 verð mæt ustu vöru
merk in. Á síðasta ári voru
Coca Cola, IBM og Micro
soft í þremur efstu sæt um
þess lista. Einnig er mikið
vitnað í lista Brandz yfir
verðmætustu vöru merkin,
en á síðasta ári vermdu
Apple, Google og IBM
toppsæti þess lista.
Eins og gefur að skilja er
ekki auðvelt að meta og
bera saman vöru merki allra
helstu fyrirtækja heims.
Eðli starfsemi þeirra er eins
og gefur að skilja afar mis
munandi og vörurnar ólíkar
– allt frá gos drykkjum yfir
í hug búnaðarlausnir, svo
bara séu skoðuð efstu
sæti ofangreindra lista.
Við það bætist að styrkur
vöru merkis getur oft legið
í huglægu mati neytenda
sem getur reynst flókið að
mæla.
Það sem gerist í
höfð inu
Til að fá betri innsýn í
mæl ingar á vörumerkja
virði og mikilvægi þess
að skapa sterkt vöru merki
ræddi Frjáls verslun við
Friðrik Eysteinsson, að
júnkt í markaðsfræði við
Háskóla Íslands. Hann
hefur sérhæft sig í stjórn
un markaðsmála og bæði
starfað á því sviði og
kennt við HÍ.
Friðrik segir að vöru merki sé samsett úr
vör unni sjálfri og við bættu
virði hennar, sem kall
að er vörumerkjavirði.
Viðbætt virði skiptist ann
ars vegar í áþreifanlega
þætti, þ.e. hversu góð
varan er, og hins vegar
óáþreifanlega þætti, þ.e.
þá huglægu mynd sem
neytendur hafa af vörunni.
„Þannig er vörumerkja
virð ið það sem gerist í
höfðinu á neytendum
– það sem stýrir hegðun
þeirra á endanum.
M a r k a ð s M á L