Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2013, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.04.2013, Blaðsíða 16
16 FRJÁLS VERSLUN 4. 2013 Eva Björnsdóttir er ein af fáum kvenkyns flugvirkjum og blaðamaður Frjáls rar verslunar greip hana glóðvolga er hún kom í viku heimsókn til Íslands. Flugvirki á ferð og flugi Það var frekar tilviljana­kennt hvernig áhugi minn á flugvirkjanum kviknaði en ferlið hófst þegar ég fékk óvænt vinnu í London í gegnum vinkonu mína, Magneu Gunnarsdóttur, en hún starfar sem flugvélapartasali. Vinnan sem ég fékk krafðist ekki mikillar sérþekkingar en þarna fékk ég aðeins nasaþef af heillandi flugheiminum og það kveikti áhuga minn. Nokkru seinna kynntist ég síðan mannin­ um mínum, sem er Íslendingur, í gegnum sama fyrirtæki. Flugvirkjanám í Miami í Bandaríkjunum Við tvö vorum á talsverðu flakki þar sem við störfuðum við varahlutainnkaup fyrir flug fé­ lög og yfirleitt vorum við ekki í sama landinu. Þremur árum síðar ákváðum við að fara sam an í flugvirkjanám til Miami í Bandaríkjunum í Broward Community College (BCC) Avi­ ation Maintenance Technician School. Námið tekur tvö ár og að þeim loknum tekur svo við starfsþjálfun í þrjú ár. Fögun ­ um er skipt nokkurn veginn í bóklegt og verklegt. Við þurftum einnig að taka námskeið fyrir hverja flugvélartegund – til þess að vera fær um að skrifa þær út, eins og kallað er. Sama gildir um mótorana, sem eru mismun­ andi að gerð og þarf því að taka einstök námskeið á þá líka. Okkur flugvirkjum er gert að taka endurmenntunarnámskeið á tveggja ára fresti í þeim flug ­ vélartegundum sem við höfum réttindi á, ásamt Human Factor, EWIS (Electrical wiring & inte­ grating systems) og FTS (Fuel tank safety).“ Flestir líta á mig sem flug­ virkja – ekki kvenflugvirkja Er ekki fremur sjaldgæft að kon ur starfi í þínum geira og hvern ig upplifun er að vera kona í flug bransanum? „Jú, það er kannski frekar sjald ­ gæft en okkur fer hægt og rólega fjölgandi. Það eru þónokk uð margar hér víðs vegar um Evrópu og eitthvað eru kvenflug virkjar algengari í Bandaríkjunum. Upp­ lifunin … Það getur verið ansi misjafnt, fer allt eftir aðstæðum og mannskap. Á stundum fell ég sjálf í þá gryfju að eiga í erfiðleik­ um með eigið ágæti, sem getur átt sér ýmsar ástæður. Stundum ganga flugmenn upp að mér og spyrja hvað ég sé eiginlega að hugsa, af hverju ég sé ekki flugfreyja eins og hinar stelpurn­ ar! Aðrir taka mér bara eins og hverjum öðrum flugvirkja. Þeir eru í meirihluta.“ Dæmigerður vinnudagur flugvirkjans Leyfum lesendum að skyggnast inn í dæmigerðan vinnudag hjá Evu flugvirkja. Út á hvað gengur starfið þitt? „Dagurinn hefst alltaf með því að taka á móti flugvél á stæði og hafa samband við flugmenn í gegnum „headset“ og athuga hvort einhver vandamál séu í gangi eða uppsiglingu. Síðan er gert svokallað „walkaround“ í þeim tilgangi að tryggja að allt sé í lagi utan frá (sjáanlegt) og svo farið í flugstjórnarklefann til að tryggja að allt sé í lagi þar. Ég athuga hversu mikil olía er á mótorum, eldsneyti á tönkum og hvort einhver vandamál hafi komið upp meðan á fluginu stóð. Þessar upplýsingar þarf að skrifa allar niður í svokallaða „logbook“ sem heldur utan um allt sem viðkemur flugvélinni. Að þessum verkefnum loknum fer ég í að gera við það sem þarfnast viðgerða, en mjög al gengt er að skipta um dekk og fylla mótora af olíu. Annað sem sinna þarf er vegið og metið. Það fer allt eftir því hvort flugvélin má fara í loftið með ákveðnar bilanir, hvort til séu réttu partarnir og hversu mik inn tíma maður hefur með flugvélina á jörðinni. Oft höfum við bara tvo tíma með vélina og þá skiptar hraðar hendur miklu máli. Öll seinkun, niður í nokkrar mínútur, getur kostað fyrirtækin bæði mikinn tíma og annars konar vandamál!“ Verktaki í Brussel Hvernig gengur að sameina vinnu tíma/starfið fjölskyldulífinu? „Síðustu árin hef ég unnið sem verktaki og var þá aðal­ lega í Brussel. Vinnudagurinn þar gat verið frá þremur tímum upp í rúmlega tólf og það er aldrei hægt að vita fyrirfram. Í Brussel sáum við um flugvélar fyrir Air Atlanta Icelandic. Það er nokkuð erfitt að sameina fjöl skyldulíf með okkur bæði í sama starfi, eins og gefur að skilja. Ég vinn sem sjálfstæður verktaki og hef m.a. unnið hjá Flugfélagi Íslands, fyrir Íslands­ flug, Air Atlanta, Aerologic og Aviatrax. Við búum núna í Koen igsmacker í Frakklandi og lífið er ljúft. Ég er í draumastarfinu, við maðurinn minn erum kollegar og við höfum möguleika á að búa á spennandi og skemmti­ legum stöðum erlendis. Eitt er á hreinu: Ég flyt ekki aftur heim!“ TexTi: Hrund HauKsdóTTir / Mynd: Geir ólafsson EVa „Stundum ganga flug menn upp að mér og spyrja hvað ég sé eiginlega að hugsa, af hverju ég sé ekki flug freyja eins og hinar stelpurn­ ar! Aðrir taka mér bara eins og hverjum öðrum flugvirkja.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.