Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Qupperneq 27

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Qupperneq 27
ÁGRIP ERINDA / X bóluefni veittu marktæka vörn í sýkingartilraunum. Mótefni gegn A. salmonicida voru til staðar í bólusettri lúðu. Þorskurinn þoldi hins vegar bólusetningu mjög illa og myndaði ekki mælanlega ó- næmisvörn. E 10 Áhrif efnabyggingar glýseríða á ónæmisörfandi áhrif þeirra Sveinbjörn Gizurarson, Jón Valgeirsson, Ana Guibernau Lyfjafræðideild HÍ, Hofsvallagötu 53,107 Reykjavík, Lyfjaþróun hf., Reykjavík Netfang: sg@lyf.is Inngangur: Blanda af mónó- og díglýseríðum af oktanóik og dekanóik sýrum hefur verið notuð sem ónæmisglæðir í bóluefna, gefin um nef. Blanda þessi hefur reynst sérlega góður ónæmisglæð- ir en hún er nokkuð flókin að gerð og inniheldur flesta mögulega ísómera af glýseríðum, nema 2-mónóglýseríð. Efniviður og aðferðir: Til að skoða samhengið milli efnabyggingar glýseríðsins og áhrif þess á ónæmiskerfið, voru einstök glýseríð srníðuð úr 1,2,3-’H glýseróli og viðeigandi sýrum í rétturn hlutföll- um, með aðstoð efnahvata. Hreinleiki einstakra glýseríða var kann- að með TLC, NMR, og RP-HPLC, aðferðir sérstaklega þróaðar í þessum tilgangi. Glýseríðarnir voru síðan gefnir inn um nef, 5 (i 1 pr mús og áhrif þeirra á ónæmiskerfið kannað. Niðurstöður og ályktanir: Rannsóknin sýndi að mikill munur var á áhrifum ónæmisglæðanna þó efnabygging þeirra væri svipuð. Þau glýseríð sem sýndu mestu áhrifin, reyndust hafa svipaða efnabygg- ingu og eterglýseríð, sem örfa átfrumur (macrophages) og griplu- frumur (dentritic cells). E 11 Þjálfunarástand leikmanna og árangur knattspyrnuliða á íslandi Árni Árnason' 23, Stefán B. Sigurðsson2, Árni Guðmundsson3, Lars Engebretsen', Roald Bahr' 'Oslo Sporls Trauma Research Center, Norwegian University of Sport and Physical Education, Oslo, 'Lífeðlisfræðistofnun HÍ, 'Gáski sjúkraþjálfun Netfang: arniar@islandia.is Inngangur: Fyrri rannsóknir þar sem fengist hefur verið við að kanna samband þjálfunarástands leikmanna og árangurs knatt- spyrnuliða hafa takmarkast af fáum þátttakendum. Markmið þess- arar rannsóknar er að skoða mögulegt samband milli þjálfunar- ástands leikmanna og árangurs nær allra knattspyrnuliða í tveimur efstu deildum á íslandi. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur í rannsókninni voru leikmenn frá 17 af 20 knattspyrnuliðum karla í tveimur efstu deildum á ís- landi. Áður en keppnistímbilið 1999 hófst gengust leikmenn undir eftirfarandi próf: 1) V02max próf á hlaupabandi. 2) Mæling húð- fitu. 3) Hreyfanleikamæling fyrir vöðva framan-, aftan- og innan- læris, svo og beygjuvöðva mjaðmarliða (með MIE togmæli, JVC stafrænni myndavél, og KINE-View hreyfigreini forriti). 4) Lóðrétt hopp (mælt á “kontakt mottu”). 5) Sprengikraftur (mældur í hné- beygjutæki tengdu MuscleLab tæki). Á keppnistímabilinu 1999 voru meiðsli skráð af sjúkraþjálfurum knattspyrnuliðanna. Árangur liðanna var metinn eftir fjölda stiga við lok móts. Niðurstöður: Það var enginn marktækur munur á V02max, fitupró- sentu, þyngdarstuðli (body mass index), sprengikrafti, hopphæð eða hreyfanleika milli Landssímadeildar og fyrstu deildar. Meðal VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ I VO^max var 62,6 mL kg-^ mín-^ í Landssímadeild og 61,1 mL'kg- ' mín- í fyrstu deild. Marktækt samband reyndist vera milli árang- urs knattspyrnuliða og hopphæðar (p=0,009) Ekkert annað mark- tækt samband reyndist vera milli árangurs og mælds þjálfunar- ástands leikmanna. ÁlyktanÍK Gagnstætt því sem aðrar rannsóknir gefa til kynna, var ekki marktækur munur milli þols og árangurs innan- eða milli deilda. Þetta bendir til að þolástand íslenskra knattspyrnuliða sé það svipað að aðrir þættir séu ríkjandi varðandi árangur. E 12 Meiðsli og áhættuatvik í knattspyrnu á íslandi Árni Árnason1’23, Stefán B. Sigurðsson2, Árni Guðmundsson3, Lars Engebretsen', Roald Bahr' 'Oslo Sports Trauma Research Center, Norwegian University of Sport and Physical Education, Oslo, !Lífeðlisfræðistofnun HÍ. 'Gáski sjúkraþjálfun Netfang: arniar@islandia.is Inngangur: Rannsóknir hafa sýnt háa tíðni meiðsla í knattspyrnu, en fremur lítið er vitað um leikaðstæður þegar meiðslin verða. Markmið þessarar rannsóknar er að finna og skilgreina leikaðstæð- ur sem leitt gætu til meiðsla í knattspyrnu. Byggt er á myndbands- upptökum af leikjum. Efniviður og aðferðir: Leikmenn frá níu af 10 knattspyrnuliðum í efstu deild karla tóku þátt í rannsókninni. Á keppnistímabilinu 1999 voru 79 leikir skoðaðir á myndböndum hjá Ríkissjónvarpinu. Safnað var á sérstakt mynband atvikum þar sem dómari stöðvaði leik vegna hugsanlegra meiðsla og leikmaður lá eftir á vellinum lengur en 15 sekúndur. Af 102 atvikuni sem var safnað voru 30 meiðsli, það er leikmaður þurfti að yfirgefa völlinn, eða hann gat ekki tekið þátt í æfingu eða leik næsta dag. Meiðsli voru skráð af sjúkraþjálfurum liðanna. Atvikin og aðdragandi þeirra voru greind með aðferð sem þróuð hefur verið til þess að greina leikaðstæður. Niðurstöður: Af 102 atvikum urðu 56 í sókn, en 46 í vörn. 91 atvik varð í návígi, flest við tæklingar (n=55), og þegar leikmaður hafði ekki fulla athygli á leikaðstæðum (n=49). Algengustu áhættuatvikin urðu við: 1) skyndisóknir, athygli leikmanns bundin við boltann, tækling frá hlið (n=22); 2) vörn, tækling, athygli á bolta eða skortur á knatttækni leikmanns (n=21); 3) skallaeinvígi, athygli á bolta eða olnbogaskot (n=ll). Ályktanir: Leikgreining getur verið mikilvæg aðferð til að finna og skilgreina áhættuatvik í knattspyrnu, slíkar upplýsingar geta haft mikið gildi í þróun aðferða til forvarna meiðsla í knattspyrnu. E 13 Áhættuþættir skýmyndunar í augasteinskjarna. Reykja- víkuraugnrannsóknin Ársæll Arnarsson , Friðbert Jónasson', Kazuyki Sasaki2, Vésteinn Jóns- son', Masami Kojima2, Hiroshi Sasaki2 og íslensk-japanski samstarfshópur- inn 'Augndeild Landspítala Hringbraut, 'augndeild Kanazawa Medical University, Jap- an Netfang: arsaell@thorlyf.is Inngangur: Skýmyndun í augasteinskjarna er afar algeng meðal ís- lendinga eldri en 70 ára. Stór hluti þeirra einstaklinga sem fara í að- gerð til augasteinsskipta eru með skýmyndun einmitt á þessu svæði. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhættuþætti skýmyndunar í augasteinskjarna. Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.