Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 33

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 33
ÁGRIP ERINDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ I E 28 Hitaþolinn komplementþáttur í sermi þorsks (Gadus morhua L.) Bergljót Magnadóttir Tilraunastöð HI í meinafræði, Keldum v/Vesturlandsveg Netfang: bergmagn@hi.is Inngangur: Komplementkerfið, sem skiptist í lengra (classical) og styttra (alternative/lektín) ferli, tengir ósérvirka og sérvirka ónæm- iskerfið. Fjölmargar prótínsameindir teljast til komplementkerfis- ins, sem við ræsingu getur leitt til sundrungar frumna, upptöku ör- vera eða ræsingar hvítfrumna. Fiskar eru fyrsta dýrategundin í þró- unarsögunni, sem hafa bæði komplementferlin. Komplementkerfi fiska er um margt líkt og hjá spendýrum en nokkrir þættir eru ólík- ir. Þannig er hámarksvirkni fiskakomplements yfirleitt við lægra hitastig (<20°C) en hjá spendýrum (37°C), það er ekki eins hita- þolið, styttra ferlið er virkara og ýmis prótín kerfisins, eins og C3, sýna fjölbreytni (polymorphism). Efniviður og aðferðir: Komplentvirkni mæld samkvæmt styttra ferl- inu, það er rauðfrumuleysandi virkni sermis án sérvirkra mótefna (haemolysins), var gerð á ýmsum hópum þorska, áhrif hitastigs voru könnuð, virkni gegn rauðfrumum ýmissa tegunda og áhrif ým- issa þátta eins og zymosan, LPS, EGTA og EDTA. Niðurstöður: Virkni var tiltölulega há í flestum þorskahópum (titer >1000) en þó var einn hópur af eldisþorski sem sýndi enga virkni. Fíámarksvirkni var við 37°C en ekki við kjörhitastig þorsks. Virknin var óvenju hitaþolin það er um 50% virkni mældist eftir 30 mínútur við 63°C. EGTA, sem bælir komplementþætti styttra ferlisins (bindur Ca2+), hafði engin áhrif á virknina. EDTA, sem bælir bæði ferli komplementkefisins (bindur Ca2+og Mg2+), efldi virknina. Önnur próf gáfu dæmigerðar niðurstöður fyrir komplementþætti, til dæmis var virknin bæld af zymosan, LPS, sermi annarra tegunda og af mótefni gegn manna- C3 þættinum. Alyktanir: Komplementvirkni þorskasermis var óvenjuleg, sérstak- lega hvað varðar hitaþolni og örvun með brottnámi Ca2+ og Mg2+. Niðurstöðurnar benda til að ef til vill séu aðrir þættir í þorskasermi sem hafa rauðfrumuleysandi virkni en hefðbundnir komplement- þættir. E 29 Lýsi eykur myndun bólgumyndandi frumuhvata (TNF) en minnkar myndun bólguhemjandi frumuhvata (IL-10) í kviðar- holsátfrumum músa Dagbjört Helga Pétursdóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir, Ingibjörg Harðar- dóttir Frá Rannsóknastofu í lífefna- og sameindalíffræði læknadeild Hl Netfang: ih@hi.is Inngangur: Frumuhvatar eru mikilvæg boðefni í varnarkerfi líkam- ans og við miðlun bólgu- og sýkingarsvars. Þeir geta verið bólgu- hvetjandi eða bólguhemjandi. Tumor necrosis factor (TNF) er bólguhvetjandi frumuhvati en interleukin (IL)-10 bólguhemjandi. Rannsóknir hafa sýnt að lýsi eykur TNF myndun staðbundinna kviðarholsátfrumna í músum. Hins vegar benda flestar rannsóknir til þess að lýsi minnki myndun bólguhvetjandi frumuhvata í frum- um úr blóðrás manna. í þessari rannsókn voru könnuð áhrif lýsis á myndun TNF og IL-10 í staðbundnum kviðarholsfrumum og frum- um úr blóðrás. Efniviður og aðferðir: Músum var skipt í tvo hópa og þær aldar á fæði bættu með lýsi (ómega-3 fitusýrur) eða kornolíu (ómega-6 fitu- sýrur) í fjórar vikur. Kviðarholsátfrumum og blóðfrumum var safn- að og einkjörnungar úr blóði einangraðir á þéttnistigi. Eftir örvun með endótoxíni í 24 klukkustundir voru TNF og IL-10 mæld í floti með ensímtengdri ónæmisaðferð (ELISA). Niðurstöður: Frumur úr músum sem fengu lýsisbætt fóður mynd- uðu mun meira TNF (118 ±92 pg/mL) en frumur úr músum sem fengu komolíubætt fóður (554±45 pg/mL). Hins vegar mynduðu frumur úr músum úr lýsishópnum mun minna IL-10 (3±1 pg/mL) en frumur úr músum úr kornolíuhópnum (26±4 pg/mL). Frumnið- urstöður benda einnig til þess að lýsi hafi mismunandi áhrif á frumuhvatamyndun í kviðarhols- og blóðfrumum. Alyktanir: Pessar niðurstöður sýna að áhrif lýsis á myndun bólgu- hemjandi frumuhvatans IL-10 eru andstæð áhrifum þeirra á mynd- un bólguhvetjandi frumuhvatans TNF í kviðarholi. Heildaráhrif lýsis á frumuhvatamyndun kviðarholsátfrumna virðast þannig benda til aukins staðbundins ónæmissvars í kviðarholi. Mismunandi áhrif lýsis á frumuhvatamyndun í kviðarhols og blóðfrumum bend- ir til mismunandi áhrifa þess á staðbundið og kerfisbundið ónæmis- svar. E 30 Áhrif lýsis á ónæmiskerfið; þáttur leukótríena Valtýr Stefánsson Thors’ Helga ErlendsdóttiP, Ingibjörg Haröardóttirl, Eggert Gunnarsson3, Ásgeir Haraldsson' 'Læknadeild HÍ, 2sýklarannsóknadeild Landspítala Hringbraut, 'Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, '•Barnaspítali Hringsins, Landspítala Hringbraut Netfang: asgeir@rsp.is Inngangur: Margir telja að lýsi bæti heilsu. Bent hefur verið á, að lýsi auki lifun tilraunadýra eftir sýkingar og minnki einkenni sjálf- næmissjúkdóma. Astæður virkninnar eru óljósar. Því hefur verið haldið fram, að lýsi breyti leukótríen (LT) efnaskiptum líkamans og minnki framleiðslu á LTB-4, PGE-2 og TXA-2 en auki framleiðslu á minna virkum LTB-5, PGE-3 og TXA-3. Á þann hátt, dragi lýsið úr ónæmissvari líkamans. Við höfum birt niðurstöður um aukna lifun dýra, sem alin voru á lýsisríku fæði, eftir sýkingar og einnig kynnt niðurstöður, sem benda til að lýsi hafi ekki áhrif á bakteríuvöxt í tilraunadýrum og óveruleg áhrif á frumuhvatana TNF-a og IL-1. Rannsóknir okkar nú beinast að þætti leukótríena í ónæmissvari dýra, sem alin hafa verið á lýsisríku fæði. Efniviður og aðferðir: Eitt hundrað og tuttugu músum var skipt f fjóra hópa. Hópur 1 fékk lýsisríkt fæði, hópur 2 lýsisríkt fæði ásamt 5-lípoxýgenase hemjara (Ziluton, Abbot), hópur 3 kornolíubætt fæði og 4 kornolíubætt fæði ásamt 5-LO hemjara. Að sex vikum liðnum voru mýsnar sýktar með Kl. pneumoniae. Fylgst var með lif- un. Tilraunin var framkvæmd tvisvar. Niðurstöður: Eftir 244 klukkustundir var lifun músa, sem fengið höfðu lýsisríkt fæði 30% og 24,1% í tilraununum, en lifun músa, sem fengið höfðu lýsisríkt fæði ásamt 5-LO hemjara var 6,9% og 10,7%. Samanburður hópanna (Log-rank test) sýndi marktækan mun í annarri tilrauninni (p=0,0222 og p=0,125). Ef tilraunirnar voru dregnar saman, var munurinn einnig marktækur (p=0,0067). Ekki var munur á samanburði lifunarferla milli annarra hópa. Ályktanir: Því hefur verið haldið fram, að áhrif lýsis séu að hluta til vegna áhrifa á leukótríen efnaskipti. Hömlun framleiðslu leukótrí- Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.