Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 33
ÁGRIP ERINDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ I
E 28 Hitaþolinn komplementþáttur í sermi þorsks (Gadus
morhua L.)
Bergljót Magnadóttir
Tilraunastöð HI í meinafræði, Keldum v/Vesturlandsveg
Netfang: bergmagn@hi.is
Inngangur: Komplementkerfið, sem skiptist í lengra (classical) og
styttra (alternative/lektín) ferli, tengir ósérvirka og sérvirka ónæm-
iskerfið. Fjölmargar prótínsameindir teljast til komplementkerfis-
ins, sem við ræsingu getur leitt til sundrungar frumna, upptöku ör-
vera eða ræsingar hvítfrumna. Fiskar eru fyrsta dýrategundin í þró-
unarsögunni, sem hafa bæði komplementferlin. Komplementkerfi
fiska er um margt líkt og hjá spendýrum en nokkrir þættir eru ólík-
ir. Þannig er hámarksvirkni fiskakomplements yfirleitt við lægra
hitastig (<20°C) en hjá spendýrum (37°C), það er ekki eins hita-
þolið, styttra ferlið er virkara og ýmis prótín kerfisins, eins og C3,
sýna fjölbreytni (polymorphism).
Efniviður og aðferðir: Komplentvirkni mæld samkvæmt styttra ferl-
inu, það er rauðfrumuleysandi virkni sermis án sérvirkra mótefna
(haemolysins), var gerð á ýmsum hópum þorska, áhrif hitastigs
voru könnuð, virkni gegn rauðfrumum ýmissa tegunda og áhrif ým-
issa þátta eins og zymosan, LPS, EGTA og EDTA.
Niðurstöður: Virkni var tiltölulega há í flestum þorskahópum (titer
>1000) en þó var einn hópur af eldisþorski sem sýndi enga virkni.
Fíámarksvirkni var við 37°C en ekki við kjörhitastig þorsks.
Virknin var óvenju hitaþolin það er um 50% virkni mældist eftir 30
mínútur við 63°C.
EGTA, sem bælir komplementþætti styttra ferlisins (bindur Ca2+),
hafði engin áhrif á virknina.
EDTA, sem bælir bæði ferli komplementkefisins (bindur Ca2+og
Mg2+), efldi virknina.
Önnur próf gáfu dæmigerðar niðurstöður fyrir komplementþætti,
til dæmis var virknin bæld af zymosan, LPS, sermi annarra tegunda
og af mótefni gegn manna- C3 þættinum.
Alyktanir: Komplementvirkni þorskasermis var óvenjuleg, sérstak-
lega hvað varðar hitaþolni og örvun með brottnámi Ca2+ og Mg2+.
Niðurstöðurnar benda til að ef til vill séu aðrir þættir í þorskasermi
sem hafa rauðfrumuleysandi virkni en hefðbundnir komplement-
þættir.
E 29 Lýsi eykur myndun bólgumyndandi frumuhvata (TNF) en
minnkar myndun bólguhemjandi frumuhvata (IL-10) í kviðar-
holsátfrumum músa
Dagbjört Helga Pétursdóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir, Ingibjörg Harðar-
dóttir
Frá Rannsóknastofu í lífefna- og sameindalíffræði læknadeild Hl
Netfang: ih@hi.is
Inngangur: Frumuhvatar eru mikilvæg boðefni í varnarkerfi líkam-
ans og við miðlun bólgu- og sýkingarsvars. Þeir geta verið bólgu-
hvetjandi eða bólguhemjandi. Tumor necrosis factor (TNF) er
bólguhvetjandi frumuhvati en interleukin (IL)-10 bólguhemjandi.
Rannsóknir hafa sýnt að lýsi eykur TNF myndun staðbundinna
kviðarholsátfrumna í músum. Hins vegar benda flestar rannsóknir
til þess að lýsi minnki myndun bólguhvetjandi frumuhvata í frum-
um úr blóðrás manna. í þessari rannsókn voru könnuð áhrif lýsis á
myndun TNF og IL-10 í staðbundnum kviðarholsfrumum og frum-
um úr blóðrás.
Efniviður og aðferðir: Músum var skipt í tvo hópa og þær aldar á
fæði bættu með lýsi (ómega-3 fitusýrur) eða kornolíu (ómega-6 fitu-
sýrur) í fjórar vikur. Kviðarholsátfrumum og blóðfrumum var safn-
að og einkjörnungar úr blóði einangraðir á þéttnistigi. Eftir örvun
með endótoxíni í 24 klukkustundir voru TNF og IL-10 mæld í floti
með ensímtengdri ónæmisaðferð (ELISA).
Niðurstöður: Frumur úr músum sem fengu lýsisbætt fóður mynd-
uðu mun meira TNF (118 ±92 pg/mL) en frumur úr músum sem
fengu komolíubætt fóður (554±45 pg/mL). Hins vegar mynduðu
frumur úr músum úr lýsishópnum mun minna IL-10 (3±1 pg/mL)
en frumur úr músum úr kornolíuhópnum (26±4 pg/mL). Frumnið-
urstöður benda einnig til þess að lýsi hafi mismunandi áhrif á
frumuhvatamyndun í kviðarhols- og blóðfrumum.
Alyktanir: Pessar niðurstöður sýna að áhrif lýsis á myndun bólgu-
hemjandi frumuhvatans IL-10 eru andstæð áhrifum þeirra á mynd-
un bólguhvetjandi frumuhvatans TNF í kviðarholi. Heildaráhrif
lýsis á frumuhvatamyndun kviðarholsátfrumna virðast þannig
benda til aukins staðbundins ónæmissvars í kviðarholi. Mismunandi
áhrif lýsis á frumuhvatamyndun í kviðarhols og blóðfrumum bend-
ir til mismunandi áhrifa þess á staðbundið og kerfisbundið ónæmis-
svar.
E 30 Áhrif lýsis á ónæmiskerfið; þáttur leukótríena
Valtýr Stefánsson Thors’ Helga ErlendsdóttiP, Ingibjörg Haröardóttirl,
Eggert Gunnarsson3, Ásgeir Haraldsson'
'Læknadeild HÍ, 2sýklarannsóknadeild Landspítala Hringbraut, 'Tilraunastöð HÍ í
meinafræði að Keldum, '•Barnaspítali Hringsins, Landspítala Hringbraut
Netfang: asgeir@rsp.is
Inngangur: Margir telja að lýsi bæti heilsu. Bent hefur verið á, að
lýsi auki lifun tilraunadýra eftir sýkingar og minnki einkenni sjálf-
næmissjúkdóma. Astæður virkninnar eru óljósar. Því hefur verið
haldið fram, að lýsi breyti leukótríen (LT) efnaskiptum líkamans og
minnki framleiðslu á LTB-4, PGE-2 og TXA-2 en auki framleiðslu
á minna virkum LTB-5, PGE-3 og TXA-3. Á þann hátt, dragi lýsið
úr ónæmissvari líkamans.
Við höfum birt niðurstöður um aukna lifun dýra, sem alin voru á
lýsisríku fæði, eftir sýkingar og einnig kynnt niðurstöður, sem
benda til að lýsi hafi ekki áhrif á bakteríuvöxt í tilraunadýrum og
óveruleg áhrif á frumuhvatana TNF-a og IL-1. Rannsóknir okkar
nú beinast að þætti leukótríena í ónæmissvari dýra, sem alin hafa
verið á lýsisríku fæði.
Efniviður og aðferðir: Eitt hundrað og tuttugu músum var skipt f
fjóra hópa. Hópur 1 fékk lýsisríkt fæði, hópur 2 lýsisríkt fæði ásamt
5-lípoxýgenase hemjara (Ziluton, Abbot), hópur 3 kornolíubætt
fæði og 4 kornolíubætt fæði ásamt 5-LO hemjara. Að sex vikum
liðnum voru mýsnar sýktar með Kl. pneumoniae. Fylgst var með lif-
un. Tilraunin var framkvæmd tvisvar.
Niðurstöður: Eftir 244 klukkustundir var lifun músa, sem fengið
höfðu lýsisríkt fæði 30% og 24,1% í tilraununum, en lifun músa,
sem fengið höfðu lýsisríkt fæði ásamt 5-LO hemjara var 6,9% og
10,7%. Samanburður hópanna (Log-rank test) sýndi marktækan
mun í annarri tilrauninni (p=0,0222 og p=0,125). Ef tilraunirnar
voru dregnar saman, var munurinn einnig marktækur (p=0,0067).
Ekki var munur á samanburði lifunarferla milli annarra hópa.
Ályktanir: Því hefur verið haldið fram, að áhrif lýsis séu að hluta til
vegna áhrifa á leukótríen efnaskipti. Hömlun framleiðslu leukótrí-
Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86 33