Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 43

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 43
ÁGRIP ERINDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ I teppu á háu stigi (65±10 ára, FEV1=37±10% af áætluðu). Við mældum í hvíld og við hámarksálag (Whiim: 53±21 wött): mínútuönd- un (V’E), slagæðablóðgös, teygjanleika lungna (EdynL), mótstöðu í lungum við innöndun (RL), dýnamískt intrinsic PEEP (PEEPi.dyn), vinnu þindar (PTPdi) og innöndunarvöðva (PTPpl). Hámarkskraftur þindar (Pdi,max) var mældur í hvíld og fimm mín- útum eftir álag (*). Mælingar í hvíld og Whán. voru bornar saman með pöruðu t-prófi og marktæk breyting var miðuð við p<0,05. Niðurstöður: Mæling (M±SD) Hvíld Whám Whám-hvíld P gildi PaC02 mmHg 36,1±5,3 41,6±4,1 5,4±4,3 0,0051 V'E L/mín 13,0±1,8 32,2±9,2 19,2±8,9 0,0002 PEEPi.dyn H20 1,6±1,0 6,1±2,5 4,5±2,5 0,0007 PTPdi cmH20-s 223±99 305±121 82±134 NS PTPpl cmH20-s 153±63 442±89 289±145 0,0003 Pdi.max cmH20 84±21 73±21* NS Öndverð vensl fundust milli breytinga á PaC02 og PTPpl frá hvíld og í Whim (p=0,003; R2=0,73), það er því minna sem PTPpl hækkaði þeim mun meira hækkaði PaC02 við álagið. Með því að bæta PEEPi.dyn við jukust venslin (R2=0,84). Ályktanir: Við ályktum því að PaC02 hækki við Whám hvenær sem ójafnvægi er á milli vinnu innöndunarvöðva og álags á þá (sérstak- lega PEEPi.dyn). Petta virðist ekki tengjast þindarþreytu. E 58 Ómun af hælbeini sem skimunarpróf fyrir beinþynningu Alfreö Harðarson’, Ólafur Skúli Indriðason', Gunnar Sigurðsson' 'Lyflækningadeild Landspítala Fossvogi Netfang: gunnars@shr.is Tilgangur: Bera saman DEXA skann og ómun af hælbeini til að meta gildi ómunar sem skimunarpróf fyrir beinþynningu. Inngangur: Hingað til hefur beinþéttnimæling (dual energy X-ray absorptiometry (DEXA)) verið kjörrannsókn til greiningar á bein- þynningu. DEXA skann krefst dýrs tækjabúnaðar og sérþekkingar. Ómun af hælbeini er tiltölulega ný rannsókn sem hugsanlega metur uppbyggingu beins. Erlendar rannsóknir sýna að töluvert misræmi er milli DEXA skanns og ómunar af hælbeini til að greina beinþynn- ingu en hins vegar er meira samræmi milli niðurstaða ómunar af hæl- beini og tíðni beinbrota. Hugsanlega mælir ómunin aðra þætti beins- ins en beinmassa sem gæti haft áhrif á styrk þess með tilliti til brota. Efniviður og aðferðir: Við rannsökuðum 308 sjötugar íslenskar konur. Allar fóru þær í DEXA skann af hrygg, mjöðm og lærleggs- hálsi og ómun af hælbeini. Við bárum saman fylgni og samræmi rannsóknaraðferðanna og mátum næmi og sértæki ómunar af hæl- beini til greiningar á beinþynningu miðað við DEXA skann. Niðurstöður: Fylgni þessara tveggja mæliaðferða var r=0,40-0,55 eftir því við hvaða beinþéttnimælingu ómunin var borin saman við. Mesta fylgnin (r=0,55) var við beinþéttni í mjöðm (nærenda lær- leggs). Ef notuð voru 2,5 staðalfrávik frá meðaltali ungra kvenna í DEXA skanni (sem er WHO skilmerki fyrir beinþynningu) kom í ljós að næmi ómunar af hælbeini miðað við beinþéttni í mjöðm var 89% og sértæki 51%. Jákvætt forspárgildi ómunar var 27%. Sam- ræmi rannsóknanna var reiknuð út með Kappa tölfræði og kom í ljós að k=0,189 sem þýðir að samræmi rannsóknanna er lélegt og í raun ekki meira en tilviljunum háð. Eftir er að skoða blóðgildi kvennanna og brotasögu og athuga tengsl við niðurstöður ómunar. Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að fylgni og samræmi þessara rannsóknaraðferða sé ekki mikil og því hæpið að nota ómun af hæl- beini til greiningar á beinþynningu. Par sem næmið er ágætt kæmi til greina að nota ómun til skimunar meðal sjúklingahóps sem er í áhættu fyrir beinþynningu. E 59 Verndandi áhrif tíazíð lyfja á beinmassa virðast óháð styrk kalkhormóns í blóði Gunnar Sigurðsson', Leifur Franzson2, Díana Óskarsdóttir' 'Lyflækningadeild og :rannsóknadeild Landspítala Fossvogi Netfang: gunnars@shr.is Inngungur: Fjölmargar hóprannsóknir hafa sýnt aukna beinþéttni meðal fólks sem er á tíazíð lyfjum. Þetta hefur verið skýrt með því að tíazíð lyf auki endurfrásog kalks í nýrum sem leiði til hækkunar kalks í blóði og þar með lækki kalkhormónið í blóði. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort þessi kenning standist. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarhópur samanstóð af 248 sjötíu ára reykvískum konum sem ekki voru á kvenhormónum eða bisfos- fónat lyfjum. Af þeim var 51 kona á tíazíð lyfjum, 39 á öðrum há- þrýstingslyfjum en 145 konur á engum slíkum lyfjum (samanburð- arhópur). Þrettán konur vissu ekki um heiti lyfja sinna og voru því úlilokaðar frá rannsókninnni. Kalk og kreatínín var mælt í blóði, svo og kalkhormón (IRMA). Beinþéttnin (bone mineral density g/sm2) var mæld með DEXA (Hologic 2000+) í lendhrygg L^-L^, mjöðm og lærleggshálsi og í heildarbeinagrindinni. Magn fitu og mjúkvefja var mælt með DEXA. Fjölþáttagreining var gerð til að meta áhrif einstakra þátta á beinþéttnina. Niðurstöður: Kalk í sermi var marktækt hærra (0,05 mmol/L; p<0,01) í tíazíð hópnum, enginn marktækur munur var á styrk kalk- hormóns í hópunum þremur. Meðalbeinþéttnin var 9,6% meiri í lendhrygg (p<0,01) og 5,4% meiri í heildarbeinagrindinni (p<0,01) í tíazíð hópnum. Þessi munur minnkaði í 7,6% og 4,5% (p<0,01) þegar leiðrétt var fyrir fitumagni líkamans sem var 6 kg meira í tíaz- íð hópnum. í fjölþáttagreiningu þar sem leiðrétt var fyrir kalki í blóði og kalkhormóni reyndist tíazíð lyfjagjöf sjálfstæður og óháður forspárþáttur um beinþéttnina í heildarbeinagrindinni og lend- hrygg en náði ekki marktækni í mjöðm. Tíazíð lyfjagjöf skýrði um það bil 3% af heildarbreytileikanum í beinþéttni í hrygg og heildar- beinagrind. Ályktanir: Tíazíð lyf virðast auka eða vernda beinmassa óháð styrk kalkhormóns í blóði sem bendir til að verkun þeirra sé eftir öðrum leiðum. E 60 Áhrif reykinga á myndun gigtarmótefna og framvindu ikt- sýki Birna Björg Másdóttir’, Þorbjörn Jónsson', Arnór Víkingsson', Valdís Manfreðsdótttir', Ásmundur Brekkan/ Helgi Valdimarsson’ 'Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði, 2röntgendeild Landspítala Hringbraut Netfang: helgiv@rsp.is Inngangur: Reykingamenn eru líklegri til að hafa hækkun á gigtar- mótefnum (rheumatoid factors, RF) og til þess að fá iktsýki (rheumatoid arthritis, RA). Ein rannsókn hefur sýnt fram á tengsl reykinga og framvindu iktsýki. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tengsl reykinga og undirflokka gigtarmótefna (IgM, IgG og IgA) hjá konum með iktsýki og áhrif reykinga á framvindu sjúk- dómsins. Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86 43 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.