Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Page 48

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Page 48
■ ÁGRIP ERINDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ Ályktanir: Legutími og veikindaleyfi eftir aðgerð var mun styttri eftir kviðsjáraðgerð en tíðkast eftir hefðbundnar aðgerðir. Kvið- sjáraðgerðir valda minni verkjum og leiða til skjótari bata, en gerist við hefðbundnar aðgerðir, en aðgerðartími er mun lengri. Þessar niðurstöður vekja spurningu um hvort stefna beri að því að nota kviðsjártækni við flestar brottnámsaðgerðir á legi. E 73 Meðfæddir hjartagallar meðal íslenskra barna sem fædd eru 1990-1999 Sigurður Sverrir Stephensen', Gunnlaugur Sigfússon', Herbert Eiríks- son', Jón Þór Sverrisson2, Ásgeir Haraldsson', Hróömar Helgason' 'Barnaspítali Hringsins, Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Netfang: sigsve@tal.is Inngangur: Eitt prósent lifandi fæddra bama hafa hjartagalla. Til- gangur rannsóknarinnar var að kanna nýgengi meðfæddra hjarta- galla á íslandi á árunum 1990-1999. Sambærileg rannsókn var gerð á íslandi á árunum 1985-1989. Við munum bera nýgengi meðfæddra hjartagalla í okkar rannsókn saman við þá fyrri. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um sjúklingana voru fengnar úr sjúkraskrám frá tveimur spítölum og sérfræðingum í hjartasjúk- dómum barna. Einnig fengust upplýsingar frá hjartaómunardeild og úr krufningaskýrslum. Við könnuðum einstaka hjartagalla, aldur við greiningu, hvaða einkenni leiddu til greiningar, hvar þessi ein- kenni komu fyrst fram, meðferð og lífsgæði. Einnig skoðuðum við aðra meðfædda galla, lilningagalla og heilkenni. Opin fósturæð (PDA) hjá fyrirburum, fósturop (PFO) eða op milli hólfa (ASD) minna en 4,0 mm var ekki skilgreint sem hjartagalli. Við skoðuðum nýgengi tvíblöðku ósæðarloku (BAV) sem ekki var gert í fyrri rann- sókninni. Allar greiningar voru staðfestar með hjartaómun og/eða hjartþræðingu. Niðurstöður: Á árunum 1990-1999 fæddust 44 013 lifandi börn á ís- landi. Af þeim hefur 741 barn greinst með hjartagalla, sem er 1,7% af lifandi fæddum börnum. Árlegt nýgengi var breytilegt eða 0,73% af lifandi fæddum bömum 1991 en 2,91% 1997. Kynjahlutfall var 1/1. Dreifing einstakra hjartagalla var: op á milli slegla (VSD) 340, op milli hólfa 90, opin fósturæð 85, þrengsli á lungnaslagæðarloku 48, tvíblöðku ósæðarloka 41, þrengsli í ósæð (CoA) 26, ferna Fallots 22, víxlun meginslagæða (TGA) 14, ósæðarlokuþrengsli (AS) 11, þrenglsi undir ósæðarloku (sub-AS) 7, gátta- og sleglaskiptagalli (CAVSD) 10. Aðrir gallar voru sjaldgæfari. Af börnum, fæddum á ár- unum 1990-1992, greindust 47 með op á milli slegla en 156 af börnum fæddum á árunum 1997-1999. Um 48% barna með hjartagalla greindust fyrir fæðingu eða fyrir útskrift af fæðingarstofnun. Þijátíu prósent bamanna var vísað til hjartasérfræðings eftir skoðun í ung- bamaeftirliti, 6% frá heimilislækni, 9% frá barnalækni og 7% greindust á spítala. Nítíu og sex börn höfðu aðra fæðingargalla. Fjöm- tíu og fimm börn höfðu litningagalla, þar af voru 28 með Downs heil- kenni. Alvarlegir hjartagallar, sem þörfnuðust meðferðar, greindust hjá 220 börnum. Fljartaaðgerðir voru gerðar á 197 bömum og 16 böm bíða aðgerðar. Hjartaaðgerðir á íslandi á rannsóknartímabilinu voru 120. Flest börnin eru einkennalaus, 20 hafa einkenni frá hjarta- sjúkdómi sínum og/eða eru á lyfjameðferð, en 25 börn létust. Umræða: Árlegt nýgengi meðfæddra hjartagalla hefur aukist á rannsóknartímabilinu. Þetta er áberandi meðal minniháttar hjarta- galla sem ekki krefjast meðferðar en nýgengi alvarlegra hjartagalla breyttist ekki. Þetta nýgengi (1,7%) er hærra en í rannsókninni frá 1985-1989 þar sem það var 1,1%. Mismuninn má að einhverju leyti skýra með tvíblöðku ósæðarlokum sem ekki voru taldar með í þeirri rannsókn. En ljóst er að fjöldi meðfæddra hjartagalla sem greinst hafa á hverju ári hefur aukist og er þetta sérstaklega áber- andi á síðustu þremur árum. Fjöldi barna sem greindust með op á milli slegla á árunum 1997-1999 var þrefalt meiri en þeirra sem greindust 1990-1992. Árlegt nýgengi er einnig hærra en í sambæri- legum erlendum rannsóknum. E 74 Áhrif reykinga á meðgöngu á súrefnisflutning til fósturs Anton Örn Bjarnason', Þórður Þórkelsson 2, Gestur Pálsson2, Hildur Harðardóttir'3, Atli Dagbjartsson'2, Ásgeir Haraldsson,;! 'Læknadeild HÍ, 2Barnaspítali Hringsins, ’kvennadeild Landspítalans Netfang: thordth@rsp.is Inngangur: Reykingar á meðgöngu geta haft óæskileg áhrif á fóstrið, til dæmis aukið líkur á fólsturláti, létt- og fyrirburafæðingu og vaxtarskerðingu. Líklegt er að áhrif reykinga á fóstrið séu að minnsta kosti að hluta til vegna skerts súrefnisflutnings. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna að hve miklu leyti börn mæðra sem reyktu á meðgöngunni hafa merki að hafa orðið fyrir súrefnisþurrð í móðurkviði. Efniviöur og aöferðir: Rannsóknin var framskyggn. Rannsóknar- hópurinn samanstóð annars vegar af börnum 15 mæðra sem reykt höfðu á meðgöngunni og hins vegar börnum 26 mæðra sem ekki reyktu á meðgöngunni. Öll börnin fæddust með eðlilegri fæðingu. Eftirtaldir þættir voru mældir í naflastrengsblóði: sýrustig, mjólkur- sýra og “base excess” (merki nýlegrar súrefnisþurrðar), rauðkorna- vaki (erythropoietin) og normoblastar (merki fremur langvarandi súrefnisþurrðar) og magn blóðrauða (merki langvarandi súrefnis- þurrðar). Niðurstöður: Böm reykingamæðra höfðu marktækt hærri þéttni rauðkornavaka (49,7±7,4 / 30,5±5 U/L; p<0,05) og blóðrauða (166,9±2,9 /154,2±2,2 g/L; p<0,001), en börn þeirra mæðra sem ekki reyktu. Marktæk fylgni var milli fjölda vindlinga reyktra á dag og fjölda normoblasta í blóði barns (r=0,42; p<0,05). Ekki var mark- tækur munur milli hópanna tveggja á sýrustigi blóðs, “base excess” né magni mjólkursýru í blóði. Ályktanir: Reykingar á meðgöngu skerða súrefnisflutning til fóst- ursins nægilega til þess að það bregst við með aukinni framleiðslu blóðrauða, sem eykur súrefnisflutningsgetu blóðsins. Börn reyk- ingamæðra virðast hins vegar ekki verða fyrir meiri súrefnisþurrð í fæðingunni en börn mæðra sem ekki reyktu á meðgöngunni, sem hugsanlega er vegna þess að þau hafa meiri blóðrauða. E 75 Lækkun á tíðni tannátu meðal barna og unglinga á ís- landi Sigfús Þ. Elíasson Tannlækningastofnun, tannlækningadeild HÍ Netfang: sigfuse@hi.is Inngangur: Til skamms tíma hefur fátt verið vitað um tannheilsu ís- lendinga, enda lítill gaumur gefinn af heilbrigðis yfirvöldum. Tilgangur rannsóknarinnar var að mæla tíðni tannátu meðal 6, 12 og 15 ára barna og unglinga á íslandi. Rannsóknin hófst árið 1986 og var endurtekin 1991 og 1996. * 48 L/EKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 40 2000/86

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.