Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Side 51
ÁGRIP ERINDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ I
standenda, aðstoð við sjúkling heima og á vinnustað, líknandi með-
ferð hjá sjúklingum með endastig sjúkdómsins.
Niðurstöður: Samtals hefur 31 MND sjúklingur notið aðstoðar 11
sérfræðinga MND teymisins. Peir hafa einnig fengið mjög mikil-
væga aðstoð frá meltingarfæra-, lungna- og líknardeildum. Af
MND sjúklingunum er 21 látinn.
Ályktanir: MND-teymið hefur bætt verulega þjónustu við sjúklinga
með MND og aðstandendur þeirra. Þar er hægt að veita margs kon-
ar þverfaglega sérhæfða aðstoð sem ekki er hægt að veita á stofum
sérfræðinga eða heilsugæslustöðvum.
Gerð verður nánari grein fyrir starfi MND teymisins, þeirri þjón-
ustu sem þar er veitt og sjúklingunum sem hana hafa fengið.
E 82 Áhrif díazepamnefúða á heilarit í samanburði við lyfleysu
nefúða og díazepamgjöf í æð
Karsten Lindhardt', Sveinbjörn Gizurarson2, Sigurjón B. Stefánsson ,
Davíö R. Ólafsson2, Erik Bechgaard'
'Royal Danish School of Pharmacy, Dpt of Pharmaceutics, Copenhagen,
2lyfjafræðideild HÍ og Lyfjaþróun hf., Reykjavík, 3taugadeild Landspítala Hring-
braut
Netfang: sigurjs@rsp.is
Tilgangur: Til að geta nýtt sér á skjótan hátt flogahemjandi og sef-
andi áhrif díazepam hefur þurft að gefa lyfið í æð eða í endaþarm.
Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga áhrif díazepamnefúða á
heilarit með tilliti þess að ná skjótum áhrifum.
Efniviður og aðferðir: Polyethelyne glycol 300 (PEG300) var notað
til að leysa díazepam upp og síðan gefa sem nefúða. Átta þátttak-
endum var gefinn af handahófi á tvíblindan hátt í fjórum lotum 4
mg og 7 mg díazepamnefúði, lyfleysu nefúði og 5 mg díazepam í æð.
Eftir fjórðu lotu hafði hver þátttakandi fengið allar fjórar lyfjagjaf-
irnar. Fyrir og strax eftir lyfjagjöf voru þátttakendur látnir telja fá-
tíða 2000 FIz tóna (20%), sem komu tilviljunarkennt innan um aðra
tíðari 1000 Hz tóna (80%). Heilarit í kjölfar hvers tóns var skráð og
síðan meðaltal heilasvaranna (hrifrit) reiknað. Einnig var beta
virkni heilaritsins ákvörðuð með tíðnigreiningu.
Niðurstöður: P300 bylgjan, sem kom fram í hrifriti í kjölfar fátíðu
tónanna, varð markvert lágspenntari eftir 7 mg nefúða (p=0,0008)
og 5 mg í æð (p=0,004) en ekki eftir 4 mg nefúða eða lyfleysu. Þeg-
ar N100-P300 spennumunur hrifritsins var notaður sem viðmið,
varð markverður minnkun á þessum spennumun fyrir 4 mg nefúða
(p=0,007), 7 mg nefúða (p=0,0005) og 5 mg í æð (p=0,0002) en ekki
eftir lyfleysu. Betavirkni jókst á markverðan hátt eftir 4 mg nefúða
(p=0,04), 7 mg nefúða (p=0,002) og 5mg í æð (p=0,001) en ekki eft-
ir lyfleysu. Þessar breytingar byrjuðu að koma fram á fyrstu 5 mín-
útunum eftir inngjöf.
Umræða: Heilaritsbreytingar eftir díazepamnefúða virðast byrja
fjótt eftir inngjöf og vera í réttu hlutfalli við lyfjaskammtinn. Koma
breytiganar bæði fram sem spennulækkun á hrifriti (N100 og P300
bylgjur lækka) og sem aukning á betavirkni.
E 83 Parkinsonssjúkdómur er ættlægur sjúkdómur á íslandi
Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir', AndrewA. Hicks2, Þorlákur Jónsson2,
Hjörvar Pétursson2, Grétar Guðmundsson', Michael L. Frigge2, Augustine
Kong2-3, Jeffrey R. Gulcher2, Kári Stefánsson2
'Landspítali Hringbraut, 'íslensk erfðagreining, 'Mannerföafræöideild Chicago Há-
skóla, Chicago
Netfang: thorlakur@decode.is
Inngangur: Ljóst er að mendelskar gerðir snemmkomins Parkin-
sonssjúkdóms hafa sterkan erfðaþátt, en enn er ekki ljóst hversu
sterkur erfðaþáttur hins algenga form sjúkdómsins er.
Efniviður og aðferðir: Sjúkraskrár meginhluta allra núlifandi og lát-
inna einstaklinga sem greinst hafa með Parkinsonssjúkdóm síðustu
50 árin á Islandi voru endurskoðaðar. Nokkrir mælikvarðar til að á-
kvarða innbyrðis skyldleika sjúklinganna voru notaðir, og var í
þeim tilgangi stuðst við ættfræðigrunn með nöfnum 610 920 íslend-
inga sem uppi hafa verið frá landnámi.
Niðurstöður og ályktanir: Einstaklingar með Parkinsonssjúkdóm,
þar með taldir þeir sem hafa hið algenga, seinkomna form sjúk-
dómsins, reyndust innbyrðis marktækt skyldari en samanburðar-
hópar. Þessi skyldleiki náði út fyrir hefðbundnar kjarnafjölskyldur.
Áhættuhlutfall (risk ratio) mældist 6,7 (95% mörk 4,3- 9,6) fyrir
systkini, 3,2 (1,2-7,8) fyrir börn og 2,.7 (1,6-3,9) fyrir systkinabörn
Parkinsonssjúklinga.
Þessar niðurstöður benda til að auk umhverfisþátta séu erfðaþættir
mikilvægir fyrir myndun síðkomins Parkinsonssjúkdóms.
E 84 Hversu nákvæm er hálsæðaómun við greiningu hálsæða-
þrengsla? Samanburður á hálsæðamyndum og hálsæðaómun
Sigurður Torfi Grétarsson', Albert Páll Sigurðsson , Kolbrún Benedikts-
dóttir3, Guömundur S. Jónsson3, Enchuja Suchegin3
'Læknadeild HÍ, 'taugalækningadeild, "röntgendeild og klínísk eðlisfræði Landspít-
ala Hringbraut
Netfang: alberts@rsp.is
Inngangur: Árangur meðferðar við einkennagefandi og einkenna-
lausum hálsæðaþrengslum í innri hálsslagæð (art. carotis interna) er
háð gráðu þrengsla. Stuðst hefur verið við hálsæðamyndatöku til að
meta þetta, en á síðustu 30 árum hefur hálsæðaómun rutt sér til
rúms sem óífarandi rannsókn í þessum tilgangi. Hálsæðaómun er í
örri þróun, en þar sem hún er gerandaháð er æskilegt að hver rann-
sóknastofa kanni áreiðanleika rannsóknarinnar með samanburði
við æðamyndatökur.
Efniviður og aðferðir: Niðurstöður voru bornar saman úr rann-
sóknum þeirra sem fóru bæði í ómun af hálsæðum á klínískri eðlis-
fræði og röntgenmyndatöku af hálsæðum (carotis angiografíu) á
röntgendeild Landspítala Hringbraut innan sex mánaða frá hvorri
annarri, frá ársbyrjun 1991 til loka desember árið 1999.
Gráða þrengsla í innri hálsslagæð var metin samkvæmt aðferð
North America Symptomatic Carotid Endarterectomy Trial
(NASCET) en ómanir af hálsæðum samkvæmt topphlutfalli, þar
sem mesta slagbils tíðnishliðrun (peack systolic frequency shift) í
innri hálsslagæð var borin saman við sömu mælingu í samhálsslag-
æð (art. carotis communis). Upplýsingar voru færðar inn í tengsla-
töflu og kappastuðull reiknaður til að kanna samræmi (agreement)
rannsókna
Niðurstöður: Alls fóru 67 sjúklingar í báðar rannsóknirnar. Upplýs-
ingar vantaði úr 17 rannsóknum. Samanburður fékst því úr 50 rann-
sóknum (100 æðum). Öll þrengsli > 90% á æðamyndtöku voru lok-
aðar æðar, en þrjár þeirra greindust ekki með ómun. Þar fyrir utan
fundust lokanir á tveimur hálsæðum með báðum rannsóknum, en
þær koma ekki fram í töflu hér að neðan.
Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86 5 1