Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Qupperneq 51

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Qupperneq 51
ÁGRIP ERINDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ I standenda, aðstoð við sjúkling heima og á vinnustað, líknandi með- ferð hjá sjúklingum með endastig sjúkdómsins. Niðurstöður: Samtals hefur 31 MND sjúklingur notið aðstoðar 11 sérfræðinga MND teymisins. Peir hafa einnig fengið mjög mikil- væga aðstoð frá meltingarfæra-, lungna- og líknardeildum. Af MND sjúklingunum er 21 látinn. Ályktanir: MND-teymið hefur bætt verulega þjónustu við sjúklinga með MND og aðstandendur þeirra. Þar er hægt að veita margs kon- ar þverfaglega sérhæfða aðstoð sem ekki er hægt að veita á stofum sérfræðinga eða heilsugæslustöðvum. Gerð verður nánari grein fyrir starfi MND teymisins, þeirri þjón- ustu sem þar er veitt og sjúklingunum sem hana hafa fengið. E 82 Áhrif díazepamnefúða á heilarit í samanburði við lyfleysu nefúða og díazepamgjöf í æð Karsten Lindhardt', Sveinbjörn Gizurarson2, Sigurjón B. Stefánsson , Davíö R. Ólafsson2, Erik Bechgaard' 'Royal Danish School of Pharmacy, Dpt of Pharmaceutics, Copenhagen, 2lyfjafræðideild HÍ og Lyfjaþróun hf., Reykjavík, 3taugadeild Landspítala Hring- braut Netfang: sigurjs@rsp.is Tilgangur: Til að geta nýtt sér á skjótan hátt flogahemjandi og sef- andi áhrif díazepam hefur þurft að gefa lyfið í æð eða í endaþarm. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga áhrif díazepamnefúða á heilarit með tilliti þess að ná skjótum áhrifum. Efniviður og aðferðir: Polyethelyne glycol 300 (PEG300) var notað til að leysa díazepam upp og síðan gefa sem nefúða. Átta þátttak- endum var gefinn af handahófi á tvíblindan hátt í fjórum lotum 4 mg og 7 mg díazepamnefúði, lyfleysu nefúði og 5 mg díazepam í æð. Eftir fjórðu lotu hafði hver þátttakandi fengið allar fjórar lyfjagjaf- irnar. Fyrir og strax eftir lyfjagjöf voru þátttakendur látnir telja fá- tíða 2000 FIz tóna (20%), sem komu tilviljunarkennt innan um aðra tíðari 1000 Hz tóna (80%). Heilarit í kjölfar hvers tóns var skráð og síðan meðaltal heilasvaranna (hrifrit) reiknað. Einnig var beta virkni heilaritsins ákvörðuð með tíðnigreiningu. Niðurstöður: P300 bylgjan, sem kom fram í hrifriti í kjölfar fátíðu tónanna, varð markvert lágspenntari eftir 7 mg nefúða (p=0,0008) og 5 mg í æð (p=0,004) en ekki eftir 4 mg nefúða eða lyfleysu. Þeg- ar N100-P300 spennumunur hrifritsins var notaður sem viðmið, varð markverður minnkun á þessum spennumun fyrir 4 mg nefúða (p=0,007), 7 mg nefúða (p=0,0005) og 5 mg í æð (p=0,0002) en ekki eftir lyfleysu. Betavirkni jókst á markverðan hátt eftir 4 mg nefúða (p=0,04), 7 mg nefúða (p=0,002) og 5mg í æð (p=0,001) en ekki eft- ir lyfleysu. Þessar breytingar byrjuðu að koma fram á fyrstu 5 mín- útunum eftir inngjöf. Umræða: Heilaritsbreytingar eftir díazepamnefúða virðast byrja fjótt eftir inngjöf og vera í réttu hlutfalli við lyfjaskammtinn. Koma breytiganar bæði fram sem spennulækkun á hrifriti (N100 og P300 bylgjur lækka) og sem aukning á betavirkni. E 83 Parkinsonssjúkdómur er ættlægur sjúkdómur á íslandi Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir', AndrewA. Hicks2, Þorlákur Jónsson2, Hjörvar Pétursson2, Grétar Guðmundsson', Michael L. Frigge2, Augustine Kong2-3, Jeffrey R. Gulcher2, Kári Stefánsson2 'Landspítali Hringbraut, 'íslensk erfðagreining, 'Mannerföafræöideild Chicago Há- skóla, Chicago Netfang: thorlakur@decode.is Inngangur: Ljóst er að mendelskar gerðir snemmkomins Parkin- sonssjúkdóms hafa sterkan erfðaþátt, en enn er ekki ljóst hversu sterkur erfðaþáttur hins algenga form sjúkdómsins er. Efniviður og aðferðir: Sjúkraskrár meginhluta allra núlifandi og lát- inna einstaklinga sem greinst hafa með Parkinsonssjúkdóm síðustu 50 árin á Islandi voru endurskoðaðar. Nokkrir mælikvarðar til að á- kvarða innbyrðis skyldleika sjúklinganna voru notaðir, og var í þeim tilgangi stuðst við ættfræðigrunn með nöfnum 610 920 íslend- inga sem uppi hafa verið frá landnámi. Niðurstöður og ályktanir: Einstaklingar með Parkinsonssjúkdóm, þar með taldir þeir sem hafa hið algenga, seinkomna form sjúk- dómsins, reyndust innbyrðis marktækt skyldari en samanburðar- hópar. Þessi skyldleiki náði út fyrir hefðbundnar kjarnafjölskyldur. Áhættuhlutfall (risk ratio) mældist 6,7 (95% mörk 4,3- 9,6) fyrir systkini, 3,2 (1,2-7,8) fyrir börn og 2,.7 (1,6-3,9) fyrir systkinabörn Parkinsonssjúklinga. Þessar niðurstöður benda til að auk umhverfisþátta séu erfðaþættir mikilvægir fyrir myndun síðkomins Parkinsonssjúkdóms. E 84 Hversu nákvæm er hálsæðaómun við greiningu hálsæða- þrengsla? Samanburður á hálsæðamyndum og hálsæðaómun Sigurður Torfi Grétarsson', Albert Páll Sigurðsson , Kolbrún Benedikts- dóttir3, Guömundur S. Jónsson3, Enchuja Suchegin3 'Læknadeild HÍ, 'taugalækningadeild, "röntgendeild og klínísk eðlisfræði Landspít- ala Hringbraut Netfang: alberts@rsp.is Inngangur: Árangur meðferðar við einkennagefandi og einkenna- lausum hálsæðaþrengslum í innri hálsslagæð (art. carotis interna) er háð gráðu þrengsla. Stuðst hefur verið við hálsæðamyndatöku til að meta þetta, en á síðustu 30 árum hefur hálsæðaómun rutt sér til rúms sem óífarandi rannsókn í þessum tilgangi. Hálsæðaómun er í örri þróun, en þar sem hún er gerandaháð er æskilegt að hver rann- sóknastofa kanni áreiðanleika rannsóknarinnar með samanburði við æðamyndatökur. Efniviður og aðferðir: Niðurstöður voru bornar saman úr rann- sóknum þeirra sem fóru bæði í ómun af hálsæðum á klínískri eðlis- fræði og röntgenmyndatöku af hálsæðum (carotis angiografíu) á röntgendeild Landspítala Hringbraut innan sex mánaða frá hvorri annarri, frá ársbyrjun 1991 til loka desember árið 1999. Gráða þrengsla í innri hálsslagæð var metin samkvæmt aðferð North America Symptomatic Carotid Endarterectomy Trial (NASCET) en ómanir af hálsæðum samkvæmt topphlutfalli, þar sem mesta slagbils tíðnishliðrun (peack systolic frequency shift) í innri hálsslagæð var borin saman við sömu mælingu í samhálsslag- æð (art. carotis communis). Upplýsingar voru færðar inn í tengsla- töflu og kappastuðull reiknaður til að kanna samræmi (agreement) rannsókna Niðurstöður: Alls fóru 67 sjúklingar í báðar rannsóknirnar. Upplýs- ingar vantaði úr 17 rannsóknum. Samanburður fékst því úr 50 rann- sóknum (100 æðum). Öll þrengsli > 90% á æðamyndtöku voru lok- aðar æðar, en þrjár þeirra greindust ekki með ómun. Þar fyrir utan fundust lokanir á tveimur hálsæðum með báðum rannsóknum, en þær koma ekki fram í töflu hér að neðan. Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86 5 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.