Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Side 54
I ÁGRIP ERINDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ
kominni tækni sem byggir á PCR-hvarfi í hárpípum með flúrljóm-
unargreiningu á rauntíma.
Niðurstöður: Ekki var mælanlegt magn kjarnsýra í blóðvökva fimm
heilbrigðra einstaklinga en hjá tveimur af 14 krabbameinssjúkling-
um var magn kjarnsýra í blóðvökva verulega aukið eða >30 þúsund
eintök í millilítra (ígildi 100 ng DNA/ml). Þessar niðurstöður eru í
samræmi við það sem aðrir hafa fengið. Hjá einungis tveimur af 24
nýrnasjúklingum var magn frírra kjamsýra i blóðvökva verulega
aukið.
Alyktanir: Pessar niðurstöður benda til þess að skert nýmastarf-
semi leiði að jafnaði ekki til verulegrar uppsöfnunar á fríum kjarn-
sýrum í blóðvökva og því ólíklegt að hún gegni mikilvægu hlutverki
við hreinsun þeirra úr blóði.
E 91 Einkenni ættlægrar lófakreppu
Kristján G. Guðmundsson, Þorbjörn Jónsson, Reynir Arngrímsson
Heilbrigðisstofnun Blönduóss, Institute of Immunology, National Hospital, Oslo,
erfðalæknisfræði HÍ
Netfang: reynirar@hi.is
Inngangur: Dupuytrens lófakreppa er algengt vandamál á meðal
íbúa á norðlægum slóðum. Getgátur hafa verið um að hér sé um
ræða algengasta arfgenga bandvefssjúkdóminn í mönnum. Rann-
sóknir á hegðun sjúkdómsins í fjölskyldum hafa þó verið fáar, en
ókynbundnu ríkjandi erfðamynstri hefur verið lýst. Tilgangur rann-
sóknar þessarar var að kanna þá þætti sem einkenndu ættlæga lófa-
kreppu og greindu hana frá stökum tilfellum af sama sjúkdómi.
Efniviður og aðferðir: í áföngum hóprannsóknar Hjartaverndar á
árunum 1981 og 1982 voru 1297 karlmenn skoðaðir sérstaklega
með tilliti til einkenna um Dupuytens lófakreppu og greindust 249
með einhver merki hennar. Átján árum síðar var öllum greindum
sjúklingum á lífi boðið til rannsóknar á ný eða 122 karlmönnum. Úr
Hjartavemdarúrtakinu var valinn jafnstór aldursstaðlaður saman-
burðarhópur og þess gætt að reykingarvenjur væru sambærilegar í
báðum tilvikum. Við komu voru hendur og iljar skoðaðar með tilliti
til bandvefsbreytinga og flokkaðar í þá sem voru: F0: án einkenna,
FI: með hnút (>5 mm), FII: með greinilegan bandvefsstreng og húð-
breytingar, FIII: höfðu kreppu á fingrum og FIV: höfðu þurft á
skurðaðgerð að halda.
Niðurstöður: Alls mættu 193 (79%) karlmenn til skoðunar og var
meðalaldur þeirra 74 ár. Eitt hundrað þrjátíu og sjö voru með ein-
kenni Dupuytrens sjúkdóms en 56 ekki. Af einstaklingum með ein-
kenni voru 39 (28%) með jákvæða fjölskyldusögu en aðeins fjórir
(7%) hjá hinum heilbrigðu (p<0,001). Fjölskyldusaga var fimm
sinnum algengari hjá þeim sem höfðu þurft að gangast undir aðgerð
(FIV) borið saman við þá sem eingöngu höfðu hnút í lófa (FI). Af
þeim sem greindust með sjúkdóminn fyrir 50 ára aldur höfðu 61%
jákvæða fjölskyldusögu en helmingi færri, eða 27% ef einkenni
komu fyrst fram síðar á ævinni (p<0,001). Jafnframt tengdist fjöl-
skyldusaga hraðari og verri þróun sjúkdómsins. Alls greindust 18
með hnúta í iljum og féllu þeir allir hópinn sem hafði jákvæða fjöl-
skyldusögu, þar af voru 10 sem höfðu þurfl á aðgerð á höndum að
halda.
Ályktanir: Ættlægni í lófakreppu einkennist af því að sjúkdómurinn
greinist fyrr á ævinni. Hann hefur verri og hraðari gang meðal ann-
ars með tilliti til skurðaðgerðartíðni og hnútamyndunar annars
staðar í líkamanum.
E 92 Leit að psoriasisgenum í islenskum sjúklingum
Ari Kárason', Jóhann E. Guöjónsson2, Augustine Kong’ 3, Michael L.
Frigge', Steinunn Snorradóttir', Joseph Nahmias', Erla Ólafsdóttir', Hjaltey
Rúnarsdóttir', Arna Antonsdóttir', Kristbjörg Jónsdóttir', Valdimar B.
Hauksson', Raluca Nicolae'-3, Sif Jónsdóttir', Jeffrey R. Gulcher', Helgi
Valdimarsson2, Kári Stefánsson'
'fslensk Erfðagreining, Reykjavík, 'Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði,
'Department of Human Genetics, University of Chicago
Netfang: helgiv@rsp.is
Inngangur: Psoriasis er þrálátur bólgusjúkdómur í húð sem ein-
kennist af offjölgun keratínfrumna. Um 2% Vesturlandabúa þjást
af sjúkdómnum en orsök hans eru óljós. Faraldsfræðilegar rann-
sóknir sýna greinilegt, en flókið erfðamunstur sem gæti endurspegl-
að samverkun gena (epistasis) og sjálfstæða verkun nokkurra gena
(locus heterogeneity).
Efniviður og aðferðir: Skoðaðir hafa verið yfir 1000 einstaklingar,
þar af 369 með psoriasis, í 73 fjölskyldukjömum. Gerð var kembileit
í öllu genamengi þessara einstaklinga á grundvelli arfgerða með til-
liti til 900 fjölforma erfðamarka.
Niðurstöður og umræða: Staðfest voru sterk tengsl við MHC
(Major Histocompatability Complex) á litningi 6p21.3 (LOD =11).
Fínkortlagning með 35 nýjum erfðamörkum á þessu svæði sýndi
tengslaójafnvægi við nokkrar setraðir á svæðinu, þau sterkustu með
p-gildi innan við 109. Líkt og í flestum svipuðum rannsóknum sem
framkvæmdar hafa verið, fannst sterkasta tengslaójafnvægið við
HLA-Cw6 samsætuna. Um 67% psoriasissjúklinga höfðu Cw6,
miðað við 16% í samanburðarhópi sem samsvarar áhættuhlutfalli
(risk ratio) 10,4 fyrir þá sem hafa Cw6 samsætuna miðað við þá sem
ekki hafa hana. Sjúklingahópnum var skipt upp í þá sem hafa Cw6
og þá sem ekki hafa þessa samsætu og tengslagreining framkvæmd
á hópunum sitt í hvoru lagi. Hópurinn allur sýndi óveruleg tengsl
við svæði á q-armi litnings 19 (LOD=1.59), en þessi tengsl styrktust
verulega (LOD=4.33) þegar Cw6 jákvæðir sjúklingar voru greindir
sérstaklega. Hins vegar fundust engin tengsl við 19q svæðið hjá
þeim Cw6 neikvæðu. Áætlað er að sýnd psoriasis í þeim sem ein-
göngu hafa Cw6 sé um það bil 7,4% en hækkar í 41% hjá þeim sem
hafa bæði Cw6 og áhættusamsætu á litningi 19. Þetta bendir til þess
að í sumum psoriasissjúklingum þurfi að minnsta kosti tvö gen, eitt
á 6p21.3 og eitt á 19q, til þess að valda psoriasis.
E 93 Einbasa breytileiki í genum sem tengjast astma og of-
næmi á íslandi
Hákon Hákonarson', Unnur Steina Björnsdóttir2, Elínborg Ostermann',
ÞórÁrnason', Elva Aöalsteinsdóttir', Eva Halapi', lllugi Birkisson', Dana
Shkonly', Sigurbjörg Anna Guðnadóttir', Mike Frigge', Jeffrey Gulcher’,
Kristleifur Kristjánsson', Þórarinn Gíslason2, Davíö Gíslason2, Kári Stefáns-
son'
'íslensk erfðageining, 'lungna og ofnæmisdeild Landspftala Vífilsstöðum
Netfang: hakonh@decode.is
Inngangur: Fjöldi astma- og ofnæmisgenasvæða (genetic loci) hefur
verið birtur í rannsóknum sem sýnt hafa fram á tengsl (linkage) ast-
matengdra svipgerða eins og ofnæmis, hækkaðs IgE eða berkjuof-
virkni við erfðamörk og einbasabreytileika (SNP) í genum sem
framleiða mikilvæga bólgumiðla (cytokine/chemokine) og/eða
stjórna framleiðslu á IgE. Þótt þessar rannsóknir séu áhugaverðar,
eru fæstar þeirra tölfræðilega marktækar og engin þeirra samræmist
Landers stöðlum. Við rannsökuðum tíðni og dreifingu á SNPs í 24
54 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 40 2000/86